Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Að aka eftir aðstæðum.

Ég var stödd í Reykjavík í dag þegar snjóaði og flughált varð á einni stundu.

Þegar ég ætlaði að stað til Hafnarfjarðar, þá ákvað bíllinn að stríða mér með að fara í gang eins og hann gerir stundum, og það tók mig um hálftíma að fá hann til að fara í gang.

Á þessum hálftíma hafði blotnað svo mikið í úrkomunni að þegar ég kom út á aðalleiðir var þar autt og blautt en ekki hálka svo heitið geti.

Stundum getur því munað um það, að bíða af sér mestu élin.

Sú vísa verður aldrei of oft kveðin að mestu skiptir að aka eftir aðstæðum og þar gildir ökuhraðinn mestu um stöðvunarvegalengdina.

kv.Guðrún María.


mbl.is 28 umferðaróhöpp í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væntanlega heldur utanríkisráðherra blaðamannafund til að upplýsa þjóðina.

Það getur ekki verið að við Íslendingar fáum einungis að frétta gegnum Reuters en í ljósi þess hlýtur það að vera að ráðherra haldi blaðamannafund eftir fundinn í Osló, með Rússum.

Það er annars sérstakt að fundur með Rússum skuli vera á sama tíma og þing Norðurlandaráðs sem haldið er hér.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lausn Icesave fyrir lok árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikalegur óþverri í svifryki af götunum.

Nú fer í hönd nagladekkjatíminn sem er ferlegur og full ástæða er til þess að benda fólki á að vera með grímur sem veikt er fyrir í öndunarfærum, rétt eins og þegar eldfjallaaskan fyllti loftið í vor sem leið.

Að öllum líkindum er svifryk af götunum mun meiri óþverri en askan, en hvoru tveggja eykur álag á öndunarfærin.

Sveitarfélögin sáu sér ekki lengur fært að hreinsa götur í góðærinu svo varla er þess að vænta að mikið verði um slíkt núna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Svifryk yfir mörkum í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve margir frambjóðendur til stjórnlagaþings, sitja Þjóðfundinn ?

Það væri mjög fróðlegt að vita, hve margir ef þá einhverjir frambjóðendur til stjórnlagaþingsins sitja á þessum Þjóðfundi sem rætt er um að eigi að vera undirbúningur fyrir stjórnlagaþingið ?

Get reyndar ekki alveg skilið það hvernig sá hinn sami Þjóðfundur getur sett viðkomandi frambjóðendum fyrir eitthvað í því sambandi.

Því miður get ég ekki annað séð en þessar stjórnlagaþingskosiningar séu nú þegar á góðri leið með að verða íþróttakeppni milli stjórnmálaflokkanna sem dulbúið hafa fulltrúa á sínum vegum dyggilega að sjá má.

Sem betur fer á það ekki við um alla frambjóðendur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Meðalaldur frambjóðenda 47 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfurðulegt að þetta skuli ekki vera á hreinu.

Ekki er þetta beinlínis til þess fallið að vekja traust til opinberra stofnanna, þ.e. ef túlkun um hvað séu viðkvæmar persónuupplýsingar er ekki á hreinu af hálfu bankans varðandi gjaldeyriseftirlitið.

Reyndar virðist það svo að alls konar upplýsingasöfnun hafi færst í vöxt af hálfu núverandi stjórnvalda og var þó nógu mikið fyrir áður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Persónuvernd gerir athugasemd við eftirlit Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með þessa kynslóð, hvers á hún að gjalda ?

Á þessi kynslóð að borga fyrir mistök fyrri ára sem og að forða því að fullvaxnir einstaklingar framtíðarinnar þurfi ekki að vita af því að hér varð efnahagshrun ?

Hvað með jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar herra utanríkisráðherra ?

Gildir hún fyrir sumar kynslóðir ekki aðrar, eða hvað ?

Sem sagt ef illa árar þá megi bara gera þá sem þjóðina byggja á þeim tíma að galeiðuþrælum skattkerfisins, til þess að komandi kynslóðir geti horft á peninga vaxa á trjánum.

Minn skilningur á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar er sá að stjórnvöld á hverjum tíma hafi ekki leyfi til þess að mismuna kynslóðum hvað varðar opinberar álögur á þegnanna, s.s að hækka skatta og gjöld í einu lagi um meira en helming svo dæmi sé tekið.

Sitjandi stjórn hefur farið offari í skatta og gjaldahækkunum á almenning í landinu með prósentuhækkunum sem eiga sér ekki fordæmi að ég tel áður í stjórnarsögunni.

Án þess að afnema vísitölutengingu verðlags, sem er eins og að skjóta sig í fótinn, því árangurinn, staðnað efnahagslíf hefur ekki látið á sér standa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Láti ekki börnin borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínt að hengja bakara fyrir smið.

Það er nú alveg ágætt að kenna fjölmiðlum um þegar illa gengur sem reyndar verður að teljast hálf hlægilegt því aldrei hefur Ríkisútvarpið gengið erinda einnar ríkisstjórnar eins og nú.

Raunin er því miður sú að hvorugum formannni stjórnarflokkanna hefur tekist að vera sýnilegir leiðtogar sem tala kjark í þjóðina.

Ríkisstjórnin hefur verið fjarri raunveruleikasýn á áhrif skattahækkana á almenning í landinu á sama tíma og ekkert hefur verið að gert í þvi að leiðrétta þann forsendubrest sem til varð við fall bankanna.

Meira og minna hafa flokkarnir verið á hlaupum undan vanda og veseni innan eigin ríkisstjórnar af allra handa tagi, þannig að ekki kemur á óvart að traustið minnki og fari þverrandi með tímanum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Steingrímur gagnrýnir fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þá vantar yfirlýsingu frá þingkonunni, um að afsökun hafi verið tekin til greina.

Þá vitum við það að viðkomandi bæjarstjóri biðst afsökunar, en hvað með þingkonuna, tekur hún slikt til greina ?

Eða mun fjármálaráðherrann taka þetta til sín ?

Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ásmundur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við ætlum ekki í Evrópusambandið.

Í mínum huga er ekkert ef, varðandi aðild að Evrópusambandinu, heldur NEI.

Það breytir því hins vegar ekki að okkar íslenska landbúnaðarkerfi er ekki heilög kú, frekar en fiskveiðikerfið og gegnum tíðina hefur ekki verið hægt að hrópa húrra fyrir heildsölu í mjólkurvörum sem lítið hefur verið annað en einokun svo fremi hægt sé að tala um landið sem markað.

Sama má segja um einhliða stærðarhagkvæmnispólítik í anda verksmiðjuvæðingar í landbúnaði, sem er sú sama og í sjávarútvegi, sem hefur kostað of mikið.

Landnýting á ræktuðu landi á Íslandi er léleg, og menn hafa ekki borið gæfu til þess að færa í auknum mæli framleiðslu yfir á lífrænar afurðir eins og hægt hefði verið að gera.

Þessu getum við hins vegar breytt sjálfir, til þess þarf ekki inngöngu í Evrópusambandið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áfram verði tollvernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinna þarf úr þessu máli og öflugra skip þarf til verka.

Ekki veit ég hvort til er nógu öflugt sandæluskip hér á landi til þess að vinna í þessu verki, en ef ekki þá hlýtur að vera hægt finna leiðir til þess að koma því í kring að fá nægilega öflug tæki til verka.

Ég vona það sannarlega að mönnum takist að halda þessu samgöngumannvirki gangandi því það er mikil samgöngubót fyrir Vestmannaeyjar, ásamt því að tengja nærliggjandi byggðir við Eyjar.

Ég trúi því að þetta verk muni takast að lokum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki tókst að ljúka sanddælingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband