Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
Það er ekki bætandi á þjónustuskortinn á Suðurlandi.
Föstudagur, 12. nóvember 2010
Í mörg herrans ár hefur skortur á þjónustu við byggðir á Suðurlandi þar með talið Vestmannaeyjar verið eitthvað sem íbúar hafa sætt sig við undir formerkjum þess að vera tiltölulega stutt frá höfuðborginni.
Í langan tíma hefur það verið vitað að lengra yrði ekki hægt að teygja sig í því efni að mínu viti, þær tillögur að færa fæðingarþjónustu úr heimabyggð eru sjálfkrafa ógnun við öryggi íbúa ásamt þvi að kosta meira en það að hafa þjónustuna í heimahéraði svo eitt dæmi sé tekið.
Að setja fram slíkar tillögur er kapítuli út af fyrir sig í sögu stjórnsýslu stjórnvalda á Íslandi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Tillögunum verður breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnir verkalýðsfélaga eiga EKKI að hafa valdið til þess að skipa í stjórnir lífeyrissjóða.
Föstudagur, 12. nóvember 2010
Innheimta fjármuna í lífeyrissjóði er lögbundin innheimta og lágmarkskrafa hlýtur að vera sú að þeir sem greiða í sjóðina kjósi í stjórnir þeirra hverju sinni og skipti út mönnum þar við stjórnvölinn ef þurfa þykir.
Það atriði að stjórnir verkalýðsfélaga skipi í stjórnir lífeyrissjóða er miðaldalýðræðisfyrirkomulag sem fyrir löngu síðan hefði átt að breyta.
Það er með hreinum ólíkindum að menn innan ASÍ skuli enn þann dag í dag ekki hafa áorkað því sjálfir að koma slíku til leiðar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Krefst breytinga hjá Gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Fimmtudagur, 11. nóvember 2010
Ég var svo óheppin að lenda í slysi í vinnu minni fyrir tæpri viku síðan, þar sem fall aftur fyrir mig orsakaði samfallsbrot í hrygg og handleggsbrot á hægri hendi.
Ég dvaldi sólarhring inni á sjúkrahúsi en var síðan send heim, eða um leið og ég gat komist fram úr rúmi, og gengið um gólf.
Mikil ósköp getur maður verið ósjálfbjarga sem aftur segir manni það um heilsuna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, eins og máltækið segir.
Ég hefi hins vegar notið elsku og umhyggju samstarfsmanna minna sem hafa verið boðnir og búnir til að hjálpa mér og umvafin kærleika allt um kring, til viðbótar við mína fjölskyldu.
Það er fallegt og ber að þakka.
Nú er að kunna að taka það rólega og flýta sér hægt, skref fyrir skref til þess að höndla það dýrmætasta sem maður á sem er heilsa og heilbrigði.
Hæfileikinn til þess að aðlaga sig aðstæðum er hins vegar merkilegur og margt er það sem maður getur en datt ekki í hug að maður gæti gert með vinstri hendinni.
Svo er að nota útsjónarsemina til þess að bjarga sér til þess að komast sinna ferða fetið og standa, sitja og liggja rétt, nógu langan tíma.
Það kemur.
kv.Guðrún María.
Njósnastarfssemi undir verndarvæng Vinstri stjórnar í landinu ?
Þriðjudagur, 9. nóvember 2010
Smjörklípa í vatnsglasi, eða tilefni vandamálaskilgreininga allra handa ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Almenningur sé upplýstur um njósnasveitina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna ætti að hækka skattleysismörkin ?
Þriðjudagur, 9. nóvember 2010
Vegna þess að hækkun skattleysismarka er þjóðhagslega hagkvæm.
Skilar meiri tekjum í virðisaukaskatti af vöru og þjónustu.
Fer ekki út í verðlagið.
Eykur kaupmátt lægstu launa án hækkunnar hinna lélegu launataxta.
kv.Guðrún María.
Gott að fá geimverur í stjórnmálin.
Þriðjudagur, 9. nóvember 2010
Ég er ekki fjarri því að þetta sé gott sjálfsmat hjá borgarstjóra, varðandi innkomu hans á stjórnmálasviðið, því auðvitað er hann ekki " týpiskur " stjórnmálamaður sem kemur úr flokkaflórunni, heldur utan hennar.
Ég áttaði mig hins vegar á því nú í kvöld hvern Jón minnti mig svo mikið á, og jú það er Nóbelsskáldið.
kv.Guðrún María.
![]() |
Geimvera í íslenskum stjórnmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rót vandans liggur í láglaunapólítikinni á íslenskum vinnumarkaði og háum sköttum.
Föstudagur, 5. nóvember 2010
Það er alveg stórmerkilegt að engin leitar skýringa um léleg kjör til lélegra samninga um laun á vinnumarkaði sem eru þó rót vandans, varðandi margar þær fátæktargildrur sem hér hafa orðið til.
Sama máli gegnir reyndar um þá stjórnmálamenn sem taka, og tekið hafa ákvarðanir um skattlagningu á laun sem setja viðkomandi undir framfærsluviðmiðunarmörk fátæktar samkvæmt þeim skilgreinngum sem sveitarfélög hafa haft til staðar.
Framfærsluviðmiðin eru hins vegar ekki tengd við vísitölu og menn koma svo af fjöllum varðandi það atriði að þau hin sömu séu langt undir raunveruleika fólksins við að fást.
Auðvitað ætti skattlagning á lægstu laun ALDREI, að setja einstaklinga undir lágmarksframfærslu þá sem til staðar er hverju sinni, en þannig hefur staðan verið hér á landi í áraraðir, því miður.
Hvorki verkalýðshreyfing, stjórnmálamenn, ellegar starfsmenn hins opinbera hafa áorkað nokkru í umbreytingu á þessu annars stórheimskulega skipulagi mála, ár eftir ár.
Stjórnvöld, hvort sem um er að ræða ríki eða sveitarfélög skyldu ætíð fá í hendur lægstu taxta umsamdra launa á vinnumarkaði frá verkalýðsfélögum, áður en ákvörðun er tekin um nýja skatta og gjöld.
kv.Guðrún María.
![]() |
Stefnt að hærri fjárhagsaðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forseti ASÍ, dansar með ríkisstjórninni, enda Samfylkingamaður.
Föstudagur, 5. nóvember 2010
Ég er sammála formanni Sjálfstæðisflokksins í þessu efni, varðandi það hversu fráleitt það er hjá forseta yfirregnhlífabandalags verkalýðsfélaga í landinu að ágreiningur á vettvangi stjórnmála hamli framþróun.
Raunin er sú að ASÍ, hefur ekki borið hönd fyrir höfuð sinna félagsmanna sem skrifa verður á flokksskírteini formannsins í þvi ástandi sem eitt þjóðfélag hefur mátt taka sér á herðar.
Nú er sá leikur leikinn að blanda sér í stjornmál sem verkalýðshreyfingunni ætti ekkert, ég endurtek EKKERT að koma við, til þess að dansa með þóknanlegum aðilum er ráða för í ríkisstjórn.
kv.Guðrún María.
![]() |
Bjarni mótmælir orðum Gylfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ráðherrar félagsmála og sveitarstjórnamála sjái sóma sinn í því að leysa mál Sólheima.
Föstudagur, 5. nóvember 2010
Það er óviðunandi að horfa upp á það að fólk sem dvelur á Sólheimum megi þurfa að bíða í óvissu vegna skipulagsbreytinga á verkefnum milli stjórnsýslustiga hins opinbera.
Það hefur verið hálf hlálegt að hlýða á ráðamenn á Norðurlandaþingi ræða um Græna stefnu, meðan málum Sólheima hefur ekki verið fundinn farvegur.
Ég skora á ráðherra málaflokka þeirra sem hafa með málefni Sólheima að gera að ganga í málið og finna lausn sem er viðunandi fyrir þá vistmenn sem dvelja á Sólheimum í samráði við rekstraraðila.
kv.Guðrún María.
![]() |
Samkomulag um framtíð Sólheima nauðsynlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samráð við Sjálfstæðismenn ?
Fimmtudagur, 4. nóvember 2010
Nú það er alltaf eitthvað nýtt, en svo virðist sem forsætisráðherra hafi ætlað stjórnarandstöðunni að vera ánægðir með það að fá að sitja við samstarfsborð ríkisstjórnarinnar.
Það vekur athygli að Jóhanna boðar nú samráð við Sjálfstæðismenn, meðan hún gagnrýnir aðra stjórnarandstæðinga fyrir skort á hugmyndum....
Það verður mjög fróðlegt að vita hvað það kann að þýða.
kv.Guðrún María.
![]() |
Jóhanna: sit út kjörtímabilið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |