Það er ekki bætandi á þjónustuskortinn á Suðurlandi.

Í mörg herrans ár hefur skortur á þjónustu við byggðir á Suðurlandi þar með talið Vestmannaeyjar verið eitthvað sem íbúar hafa sætt sig við undir formerkjum þess að vera tiltölulega stutt frá höfuðborginni.

Í langan tíma hefur það verið vitað að lengra yrði ekki hægt að teygja sig í því efni að mínu viti, þær tillögur að færa fæðingarþjónustu úr heimabyggð eru sjálfkrafa ógnun við öryggi íbúa ásamt þvi að kosta meira en það að hafa þjónustuna í heimahéraði svo eitt dæmi sé tekið.

Að setja fram slíkar tillögur er kapítuli út af fyrir sig í sögu stjórnsýslu stjórnvalda á Íslandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tillögunum verður breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband