Stjórnir verkalýðsfélaga eiga EKKI að hafa valdið til þess að skipa í stjórnir lífeyrissjóða.

Innheimta fjármuna í lífeyrissjóði er lögbundin innheimta og lágmarkskrafa hlýtur að vera sú að þeir sem greiða í sjóðina kjósi í stjórnir þeirra hverju sinni og skipti út mönnum þar við stjórnvölinn ef þurfa þykir.

Það atriði að stjórnir verkalýðsfélaga skipi í stjórnir lífeyrissjóða er miðaldalýðræðisfyrirkomulag sem fyrir löngu síðan hefði átt að breyta.

Það er með hreinum ólíkindum að menn innan ASÍ skuli enn þann dag í dag ekki hafa áorkað því sjálfir að koma slíku til leiðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Krefst breytinga hjá Gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæl Guðrún, það er hin mesta firra að stjórnir stéttafélagana skuli skipa í stjórnir lífeyrissjóðanna, öllu verra er þó að samtök atvinnulífsins (vinnuveitendur) skuli einnig skipa sína fulltrúa í þessar sömu stjórnir.

Lífeyrissjóðirnir geima og eiga að ávaxta lögbundinn sparnað launafólks og vera samtrygging þess. Þeir eru fjármagnaðir með því að ákveðið hlutfall launa fer í þá og greiða atvinnurekendur hlutfall á móti. Þetta er orðalag til þess eins að veita atvinnurekendum aðild að sjóðunum.

Auðvitað eru þessir hlutar eitt og hið sama, þeir eru komnir til vegna kjarasamninga og hafa verið notaðir oftar en einu sinni til að liðka fyrir samningagerð. Þetta fé er hluti af launum launþega en bundinn í sjóðum til samtryggingar og lífeyrisgreiðslna.

Lífeyrissjóðir eru í sjálfu sér góð leið til síns brúks, hins vegar er skipun stjórna þeirra út í hött. Vissulega eiga eigendur sjóðanna (launafólkið) að fá að kjósa tjórnir sjóðana sjálft í beinni kosningu. Frambjóðendur til þessara stjórna geta verið hverjir sem er, jafnvel atvinnurekendur ef svo vill. Aðal málið er að launafólkið sjálft fái eitthvað um þetta að segja og geti refsað þeim sem það ekki telur að standi sig í stykkinu.

Það sama má segja um stjórn samtaka launþega ASÍ. Kosning til stjórnar þess á vissulega að vera bein og af launþegum sjálfum, ekki stjórnum og fulltrúum stéttafélaga.

Gunnar Heiðarsson, 12.11.2010 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband