Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Góðir Íslendingar, það skiptir miklu máli að nýta kosningarétt sinn.

Aldrei skyldum við sleppa því að kjósa í kosningum hér á landi, því þau hin sömu mannréttindi að nýta rétt sinn til þess hins sama eru grundvallarmannréttindi lýðræðiríkis.

Ég hef nú þegar valið mér 25 manns sem ég mun kjósa á Stjórnlagaþingið, fólk sem kemur úr öllum stéttum þjóðfélagsins, unga og aldna, sem ég treysti til þess að vinna það verk sem sem kjör á þetta þing inniheldur.

Ég kýs einstaklinga óháð stjórnmálaflokkum sem ég veit að hafa þekkingu og reynslu sem og kjark og þor til þess að vinna sjónarmiðum sínum brautargengi, með réttlátt samfélag að leiðarljósi.

Nýtum okkar rétt til þess að kjósa okkur fulltrúa í fyrsta skipti persónubundinni kosningu til þessa verkefnis.

kv.Guðrún María.


Hér hlýtur að vera hægt að finna úrlausnir.

Ég trúi ekki öðru en þess finnist leiðir til þess að tryggja rétt manna í þessu efni þannig að blindir geti kosið án þess að opinber yfirvöld séu aðsjáandi.

Landsyfirkjörstjórn hlýtur að þurfa að koma saman til þess að taka ákvörðun sem slíka sem til þarf í málinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Réttur blindra sniðgenginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisútvarpið fær Rós í hnappagatið.

Hver sagði að það væri ekki hægt að lyfta Grettistaki á stuttum tíma ?

Ríkisútvarpið hefur gert það í þessu efni, og það ber að þakka því sannarlega skiptir þetta máli að mínu viti ekki hvað síst varðandi þáttöku í kosningum til Stjórnlagaþingsins og möguleikum frambjóðenda til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri á jafnréttisgrundvelli.

Takk fyrir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Talað var við nærri 500 frambjóðendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klaufaskapur Barnaverndarstofu ?

Það er fínt fyrir framkvæmdavaldið að skýla sér bak við stjórnmálamennina þegar það hentar og ekki sé ég betur en hér sé einmitt um það að ræða, þar sem Barnaverndarstofa hefur nýlega endurnýjað samning við rekstaraðila til fjögurra ára, en segir honum svo upp ári síðar.

Biður svo ráðuneytið að taka við málinu.

Að öllum líkindum hefur inngrip ráðherrana í málið sparað stórfé þegar upp er staðið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sakar Barnaverndarstofu um að leka póstunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn íslenzki undirlægjuháttur ríkir enn í stjórnmálum.

Ofdýrkun á formönnum stjórnmálaflokka er ekki nýtt fyrirbæri hér á landi heldur aldagamalt og er hluti af undirlægjuhætti fyrir valdinu, og þeim er valdið hafa hverju sinni.

Komist flokkar að valdataumum landsins verða formennirnir enn meira ofdýrkaðir fyrir vikið en sumir höndla það en sumir ekki.

Ekki veit ég hvað margir kunna að hafa selt hvað mikið af sannfæringu sinni til þess að ástunda hina ofpoppuðu valdadýrkun á stundum, en þeir eru margir.

Vera kann að einhver hluti af hinum heimskulega undirlægjuhætti sem einkennt hefur okkur Íslendinga lengi sé víkjandi þáttur og það er vel.

kv.Guðrún María.


mbl.is Líkjast kommúnistaflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt.


Fjármálaráðherrann sér " anda svífa yfir vötnum " ...

Ef ég skil rétt þá sér ráðherrann að sá andi svífi yfir vötnum að hægt muni verða að minnka niðurskurð þann, sem boðaður hefur verið, en varðandi heilbrigðismálin þá virðast menn hafa misreiknað sig verulega sé tekið mark á nýlegum úttektum óháðra aðila þar að lútandi.

Það er æði aumt að sjá ráðherrann farinn að skýla sér bak við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn í útskýringum sínum um fjárlög íslenska ríkisins.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Fjáraukalög rædd í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgöngumálin til Eyja.

Það ætlar að ganga illa að tryggja samgöngur til Eyja, og vandamálin sem upp hafa komið varðandi höfnina í Bakkafjöru er eitthvað sem vissulega var búið að vara við að hluta til, en það vantar enn svör um það hversu mikið af þessum vandamálum er hægt að skrifa á magn gosefna sem berast með Markarfljóti og hvað ekki.

Reyndir sjómenn höfðu varað við sandrifi sem er þarna til staðar og bent á það fara yrði nokkur hundruð metrum utar með varnargarðanna til þess að forða sjóbroti sem sandrif þetta orsakaði.

Ég skal viðurkenna að mér brá þegar ég las fyrir nokkrum dögum að Herjólfur hefði nær skollið flatur í hafnarkjaftinum í Bakkafjöru, og fyrsta sem mér datt í hug þá var sandrifið.

Skömmu áður voru komnar fram tillögur Samgönguráðuneytis um meðal annars færslu Markarfljóts til austurs en hinn ágæti útvarpsmaður Gissur Sigurðsson sem var gestur Kastljóss í kvöld, rifjaði upp það atriði að einn forfeðra minna undir Fjöllunum, Galdra Ögmundur hafði verið fenginn til þess að færa fljótið til vesturs á sínum tíma, með sínum aðferðum.
Þá til þess að verja jarðir bænda.

Það barst í tal að ef til vill kynni svo að vera að ekki gengi vel að flytja fljótið aftur til austurs í ljósi þess hins arna, en þetta rifjaði nú verulega upp fyrir manni hina ýmsu trú manna á óútskýranleg fyrirbæri sem vissulega var hluti af tilverunni og lesa má um í hinum ýmsu sögnum af Suðurlandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Herjólfur siglir til Þorlákshafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn raunverulegi sparnaður 68 milljónir en átti að vera 466. !!

Sé þessi skýrsla rétt, þá eru stjórnvöld á verulegum villigötum í fyrirhuguðum niðurskurðartillögum um heilbrigðisþjónustu á Austurlandi.

Getur verið að hið sama sé á ferð á heildina litið ?

Og ef svo er, hvað veldur ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Niðurskurður HSA skilar litlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja Steingrímur er það ?

Fjármálaráðherra fór mikinn í að sannfæra þjóðina um að aðildarumsóknin að Esb, tengdist Icesave ekkert, annað hefur komið á daginn.

Því miður er það þannig að allt aðgerðaleysið í málefnum heimila í landinu, einkennist af því að undirbúa þjóðina til þess að vera nógu jákvæð til þess að samþykkja aðild að Evrópusambandinu, að virðist.

Það er sorglegt hlutskipti Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs að dansa með á þessum dansleik hinnar blindu Evrópumarkaðshyggjumálamyndabjörgunaraðgerða.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki að undirgangast boðvald eða eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband