Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
" Leiðtoginn mikli í norðri " ?
Föstudagur, 26. nóvember 2010
Það verður nú að segjast eins og er að seint myndi núverandi forseti hafa látið frá sér fara ónýtt tækifæri til þess að hrista upp í pólítik forðum daga er hann var þáttakandi í slíku.
Það er hins vegar nokkuð hjákátlegt að sjá núverandi fjármálaráðherra fyrrum flokksbróður þess hins sama í pólítik á nálum yfir ummælum forsetans, nú um stundir.
kv.Guðrún María.
Guðni: Ólafur Ragnar gæti haldið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Átti þetta að vera " vinsældatrix " ?
Föstudagur, 26. nóvember 2010
Getur það verið að menn hafi hlaupið af stað með helmingi meiri niðurskurð til þess eins að geta dregið í land .... ?
Spyr sá sem ekki veit.
kv.Guðrún María.
Skorið niður um 1,3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvaða kjördæmi mun eiga metið í kosningaþáttöku ?
Föstudagur, 26. nóvember 2010
Mun landsbyggðin sigra höfuðborgarsvæðið í kosningaþáttöku til Stjórnlagaþings, og hvaða kjördæmi mun eiga það met að hafa hæsta kosningaþáttöku per íbúa ?
Mun það hið sama endurspegla lýðræðisvitund íbúa á svæðinu ?
Fróðlegt verður að fylgjast með.
kv.Guðrún María.
Beðið eftir því að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tilgangslausir blaðurfundir.
Fimmtudagur, 25. nóvember 2010
Það er ótrúlegt að mönnum detti það í hug að hægt sé að koma með atvinnurekendur og fulltrúa launþega saman yfir kaffibolla, á fund til að finna einhverja niðurstöðu.
Atvinnurekendur eiga ekki að vera þarna við borðið hvort sem um er að ræða almennan markað ellegar frá hinu opinbera, eins og Kennarasambandið bendir réttilega á, í yfirlýsingu sinni.
kv.Guðrún María.
Funda á ný eftir tvær vikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skyldi einhvern undra, stjórnvöld tóku ákvörðun um að hækka skatta í kreppu.
Fimmtudagur, 25. nóvember 2010
Það kemur ekki á óvart að fyrirtæki séu með neikvæða eiginfjárstöðu frekar en heimili landsins þar sem fyrsta verk sitjandi ríkisstjórnar var það að þenja skatta upp úr öllu valdi i stað þess minnka álögur í ljósi samdráttar strax og örva þannig hagkerfið.
Sú leið var ekki valin því miður, en hvers konar tilraunir til þess að halda áfram leið skattahækkana er fyrirfram bein leið í staðnað hagkerfi í raun.
Einhver hefði einhvern tíma rætt um hagstjórnarmistök í þessu sambandi.
kv.Guðrún María.
Mörg fyrirtæki rekin með tapi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrstu persónukosningar á Íslandi, mikilvægt að allir taki þátt.
Fimmtudagur, 25. nóvember 2010
Einu sinni er allt fyrst og nú eru kosningar til Stjórnlagaþings sögulegt fyrirbæri á þann veg að hér er um að ræða fyrstu persónukosningar á landsvísu hér á landi.
Það er mikilvægt að allir taki þátt í því að kjósa sér fulltrúa, en sjálf hefi ég valið 25. manns til þeirra verka.
Þessu sinni er það heilmikið verkefni fyrir mig að kjósa prívat og persónulega þar sem ég er í gifsi á hægri hendi og er rétthent þannig að það mun taka mig tíma að vanda mig við skriftirnar svo kjörseðillinn verði læs.
En ég ætla ekki að sleppa því tækifæri að kjósa mér fulltrúa til þess að framfylgja lýðræðisumbótum hér á landi.
kv.Guðrún María.
Um 5.500 kosið utan kjörfundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að spara aurinn en kasta krónunni.
Fimmtudagur, 25. nóvember 2010
Get ekki betur séð en gamla máltækið eigi vel við þessa frétt, þar sem mér er óskiljanlegt hvernig menn hyggjast fækka bæði dvalar og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, þegar ljóst er að mönnum hefur ekki hingað til tekist að anna þörfum fyrir þessa þjónustu.
Það væri fróðlegt að fá að vita hvað á að koma í staðinn ?
kv.Guðrún María.
Uppsagnir og rúmum fækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað næst ?
Miðvikudagur, 24. nóvember 2010
Hvernig dettur mönnum í hug að senda slíka yfirlýsingu úr dómsmálaráðuneyti einnar þjóðar ?
Það er vægast sagt stórfurðulegt.
Það er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi.
kv.Guðrún María.
Íslenskur ríkisborgararéttur ekki til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig væri að skera upp fjárlög ríkisins ?
Miðvikudagur, 24. nóvember 2010
Ég hefi löngum verið þeirrar skoðunar að rýna þurfi mun meira í hið ótal mörgu útgjöld hins opinbera sem hafa verið " fastur liður " á fjárlögum ár hvert í áraraðir, þar sem enginn þorir að hnika við eða hreyfa nokkurn skapaðan hlut frá ári til árs.
Það er nokkuð hjákátlegt að heyra fjármálaráðherrann skýla sér bak við svartari þjóðhagsspá sem tilraun til þess að verja stórheimskulegar hugmyndir um heila kerfisbreytingu í heilbrigðismálum sem kann að kosta meira en óbreytt skipulag mála til lengdar.
Hverjum dettur í hug að skattgreiðendur geti á tveimur árum híft eina þjóð upp úr kreppu eins og ekkert sé ?
Stjórnvöld hvoru tveggja þurfa og verða að átta sig á því að slíkt gengur ekki upp og menn verða ekki endurkosnir undir formerkjum núllþráhyggjubókhalds ríkisins á slíkum tímum.
Gera verður þær kröfur til stjórnvalda að horfa lengur fram í tímann en að næstu kosningum.
kv.Guðrún María.
Endurskoðun niðurskurðar í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Setur þessi undirritun viðræður við Evrópusambandið í uppnám ?
Miðvikudagur, 24. nóvember 2010
Það er afskaplega ánægjulegt að hefja viðræður við Rússa um fríverslunarsamning, en einhvern veginn kemur það ekki heim og saman við aðildarumsóknarviðræður við Evrópusambandið í minum huga.
Hvort þetta setur þær viðræður í uppnám eða ekki, kemur í ljós.
kv.Guðrún María.
Fríverslun rædd við Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |