Hinn íslenzki undirlægjuháttur ríkir enn í stjórnmálum.

Ofdýrkun á formönnum stjórnmálaflokka er ekki nýtt fyrirbæri hér á landi heldur aldagamalt og er hluti af undirlægjuhætti fyrir valdinu, og þeim er valdið hafa hverju sinni.

Komist flokkar að valdataumum landsins verða formennirnir enn meira ofdýrkaðir fyrir vikið en sumir höndla það en sumir ekki.

Ekki veit ég hvað margir kunna að hafa selt hvað mikið af sannfæringu sinni til þess að ástunda hina ofpoppuðu valdadýrkun á stundum, en þeir eru margir.

Vera kann að einhver hluti af hinum heimskulega undirlægjuhætti sem einkennt hefur okkur Íslendinga lengi sé víkjandi þáttur og það er vel.

kv.Guðrún María.


mbl.is Líkjast kommúnistaflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl undirlægu háttur og flokksræði er ekki það sem við viljum lifi lýðræðið!

Sigurður Haraldsson, 23.11.2010 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband