Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

BURT með styrki fyrirtækja til einstakra stjórnmálamanna.

Það verður ekki hjá því komist að vekja athygli á því , hve óheilbrigt það er að fyrirtæki í slíku fámennisþjóðfélagi sem Ísland óhjákvæmilega er ,séu að veita styrki til einstakra stjórnmálamanna.

Fyrirtæki geta styrkt einstaka stjórnmálaflokka innan ramma þess sem þar um kveður, en einstakir menn innan flokkanna eiga að geta sótt fjármagn þangað, ............ punktur..........

Það gefur augaleið hve óheilbrigðar aðstæður er verið að skapa með þessu móti, því detti einhverjum í hug að einstaklingur sem þegið hefur styrki í milljónum talið frá einhverjum einum einstökum aðila, komi ekki til með að tala máli hans , þá tel ég að þar megi eins reyna að leita reyna að leita ullar í geitarhúsi.

kv.Guðrún María.

 


Samkrull verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda hér á landi, stórfurðulegt fyrirbæri.

Einn angi af hinu gamla landslagi gróðahyggju án landamæra er samkrull verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda hér á landi þar sem sameiginlegir hagsmunir hvað varðar vörslu fjármagns í lífeyrissjóðum eru langt ofar hagsmunum launþegans á hverjum tíma.

Þessir aðilar standa vörð um verðtrygginguna sem er bölvaldur launþegans.

Tilgangur og markmið verkalýðshreyfingarinnar er fyrir bí, því miður og hreyfing þessi hefur ekki staðið vörð né stendur vörð um hagsmuni hins almenna launamanns, og skyldi svo sannarlega lúta verulegri naflaskoðun ef einhver umbreyting á að eiga sér stað í voru þjóðfélagi.

Þegar hagsmunir lífeyrissjóða varðandi fjárfestingar í atvinnufyrirtækjum sem þurfa að greiða svo og svo lág laun svo geti skilað hagnaði skarast við launakröfur launamannsins hvað varðar sömu aðila við samningsborðið, þá er illa komið einu skipulagi mála og andvaraleysi Alþingis gagnvart slíku skipulagi algjört.

kv.Guðrún María.

 


Þráinn Bertelsson samþykkti icesavefrumvarpið eins og ESB aðildina.

Ef Þráinn áttar sig ekki á því eftir hálfs árs meðferð í málinu að um það eru skiptar skoðanir, annars vegar um það að  "bara eigi að borga " ellegar málið skuli fyrir dómstóla vegna skorts á lagalegum forsendum, þá er það skringilegt.

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Flokkarnir hætti að rífast um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarfélögin skilgreini þjónustustig veittrar þjónustu á hverjum tíma.

Ég lít svo á þjónusta hins opinbera eigi að vera háð ákveðnum lágmarksstöðlum og þar gæti samræmis millum sveitarfélaganna hér á landi, þannig að þjónustustig í einu sveitarfélagi eigi ekki að þurfa að vera svo mjög frábrugðið öðru.

Þá er ég að tala um hina lögbundnu þjónustuþætti sem sveitarstjórnarstigið hefur með höndum, sem ég vil sjá metna samkvæmt stigum. Jafnframt þyrfti að gera það skylt að upplýsa íbúa um þjónustustig á hverjum tíma.

Hér er meðal annars á ferð spurning um skilvirkari nýtingu skattpeninga, en einkum og sér í lagi það atriði að ákveðnir grunnstaðlar á gæðum þjónustu séu til staðar alls staðar á landinu.

Af öllum tímum þá er tími sá er fer í hönd þar sem niðurskurður mun án efa ráða ríkjum, tími sem slik skilgreining þyrfti að vera til staðar.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Rætt um sóknaráætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna var Davíð Oddsson svona vinsæll ?

Það er engum blöðum um það að fletta að Davíð Oddson var vinsæll leiðtogi  síns flokks, fyrst í borgarstjórn í Reykjavík og síðar sem forsætisráðherra.

Hvers vegna var Davíð svo vinsæll ?

Var það kanski af því hann var fljótur að taka ákvarðanir og standa við þær ?

Var það af því hann var sjálfum sér samkvæmur ?

Var það af því hann fór ekki í manngreinarálit með sínar skoðanir ?

Ef til vill, en eitt er víst, öfundin fór fljótlega að láta á sér kræla, eins og vill vera þegar vinsældir manna verða miklar og vinstri vængur stjórnmálanna tefldi fram Ingibjörgu Sólrúnu sem meira og minna allan sinn stjórnmálaferil var í sífelldum metingi við Davíð Oddson sem mælikvarða ljóst og leynt.

Sennilega hefur engin einn maður á stjórnmálasviðinu hérlendis mátt meðtaka eins mikinn hamagang gagnvart eigin persónu og Davíð Oddson vegna starfa í stjórnmálum en það er kalt á toppnum vissulega, og það eru þau Jóhanna og Steingrímur nú að upplifa að hluta til sem stjórnvald.

Hin mikla persónugering fjölmiðla gagnvart stjórnmálamönnum hófst rétt áður en forseti synjaði lögum um fjölmiðla á sínum tíma, þar sem þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddsson var persónugerður sem upphaf og endir allra ákvarðana.

Þetta viðhorf sem fjölmiðlar þarna skópu virtist sem fóður til handa vinstri flokkum þess efnis að einbeita sér að því að koma þessum manni Davíð frá völdum sem sérstöku markmiði, líkt og sá hinn sami væri upphaf og endir alls og " búsáhaldabyltingin " var því, því miður eitthvað sem eigna mátti vinstri sinnum þessa lands, vegna hamagangsins gegn Davíð.

Það hefur verið stórhlægilegt að horfa á þetta, og ein sápuópera birtist enn þegar Davíð tók við sem ritstjóri en þá flúðu vinstri menn moggabloggið umvörpum með alls konar yfirlýsingum fram og til baka þvert á hugmyndafræðina um samræðupólítik.

Það hlýtur að koma að því að söguskýrendur skoði hversu mikill áhrifavaldur Davíð Oddson er og hefur verið hjá vinstri mönnum hér á landi.

kv.Guðrún María.

 


Sýndarmennskufundahald ríkisstjórnar með stjórnarandstöðu.

Það lítur betur út fyrir ríkisstjórnina að fá formenn stjórnarandstöðuflokkana á fundi svona " on the talking terms " þannig að hægt sé að segja erlendum ráðamönnum frá því að allir flokkar séu að ræða málin hér heima.

Þess var því varla að vænta að einhver niðurstaða kæmi út úr slíku fundahaldi, en auðvitað getur stjórnarandstaða ekki annað en mætt á slíka fundi.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Langur en rýr fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin nauðsynlega gagnrýni almennings á stjórnmálasviðið.

Komandi þjóðaratkvæðagreiðsla, kann að marka ákveðin spor varðandi það atriði að stjórnmálaflokkar kunni að koma til með að vinna betur að stefnumálum sínum sem sett verða fram á þjóðþinginu, hvað varðar opna fundi um mál öll, þar sem almenningi gefst kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Hver og einn einasti kjörinn þingmaður ætti til dæmis að vera þess umkominn að funda með sínum kjosendum í sínu kjördæmi, um mál sem þarf að taka á og eru til umræðu á þinginu.

Til þess hélt ég að kjördæmavikur væru í þinginu, en ekki hefi ég séð slíka fundi sem fordæmi sem heitið geti hvað varðar þetta atriði.

Það er ekki nóg að funda í þröngum hópi þar sem nokkrir koma sér saman um hið sama sí og æ.

Aðkoma almennings að ákvarðanatöku um sem flest mál er eitthvað sem stjórnmálaflokkarnir hljóta að þurfa að aðlaga sig að enn betur í lýðræðislegu opnu þjóðfélagi.

Jafnfamt er þar um að ræða samband hins almenna kjósanda við sinn kjörna fulltrúa á þingi sem eðli máls samkvæmt þarf að rækta.

kv.Guðrún María.

 

 


Að vera sjálfum sér samkvæmur í stjórnmálum.

Virðingin fyrir lýðræðinu fór fyrir lítið hjá Steingrími því miður og þar með fellur hann eins og margir aðrir flatir um eigið orðagjálfur fyrr og síðar.

Hefðu ríkisstjórnarflokkarnir haft vit á því að fagna þjóðaratkvæðagreiðslunni til fylgis við sitt mál þá væri um annað viðhorf að ræða gagnvart þeim hinum sömu.

Þar skorti vitið þrátt fyrir marga ráðgjafa.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki of flókið árið 2003
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á að breyta kvótakerfinu ?

Ég heyrði Friðrik ræða um það atriði í Kastljósi um daginn að LÍÚ, hefði á sínum takteinum breytingar sem þeir vilja koma fram á kerfinu, en hverjar eru þær og hvers vegna hafa útgerðamenn ekki kynnt þær enn sem komið er ?

Fyrningarleið Samfylkingarinnar er því miður ekki leið út úr ógöngum þessa kerfis, sú leið var möguleg fyrir rúmum áratug en er það ekki nú.

Alls konar uppboðshugmyndir á aflaheimildum eru einnig sama dellan.

Allt of margir hugmyndasmiðir að breytingum, hafa malað undanfarin ár þar sem hver hangir eins og rjupa á staur sinna eigin hugmynda og ómögulegt að koma sér saman um grundvallaratriði nauðsynlegra breytinga.

 Kerfi þessu er auðvitað hægt að breyta til bóta með þáttöku útgerðarmanna eða þá í andstöðu við þá hina sömu ef þarf, en til þess þarf stjórnvöld með bein i nefinu.

Það væri því betur að Friðrik viðraði hugmyndir útgerðamanna til breytinga í stað þess að argaþrasast út í strandveiðarnar, því það tekur þvi ekki.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Óvitaskapur í sjávarútvegsráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hefur þessi ríkisstjórn gert ?

Núverandi stjórn vinstri flokkana í landinu hóf starf sitt á því að koma í gegn um þingið aðildarumsókn að Evrópusambandinu, þar sem lá við að sama stjórn springi, slík var ósamstaðan um það hið sama mál.

Það tókst þó að koma í gegn skattahækkunum á vordögum.

Næsta mál á dagskrá var icesavesamningur sá er Svavar Gestsson kom heim með sem formaður saminganefndar stjórnvalda. Sumarið allt fór í að reyna að laga ágalla á þeim hinum sama samning, þar sem fyrirvarar voru samþykktir sem viðsemjendur voru ekki tilbúnir að meðtaka. Málið hóf því nýja umferð með tilheyrandi tima og stendur enn.

Fjárlagafrumvarpið er gegnsýrt af skattahækkunum svo mjög að halda mætti að menn væru firrtir í því sambandi því svo vill til að kreppa er alla jafna ekki það árferði sem möguleiki er til þess að hækka skatta, og með sams konar vísitölutengingu launa og verðlags er þar um að ræða olíu á eld af hálfu hins opinbera, þ.e. ríkisstjórnin sér til þess að framleiða sjálfkrafa verðbólgu og minnkandi kaupmátt með skattaoffarinu.

Niðurskurður á opinberri þjónustu er nær engin og hjá Alþingi sjálfu engin mér best vitanlega.

Að ráðamenn komi sjálfir fram að telja kjark i sína þjóð ónei, slíkt virðist úr tísku hreinlega og menn dragnast tilneyddir í viðtöl við fjólmiðla meira og minna, þar sem þeir tjá sig um afmörkuð atriði.

Ekki er hins vegar slegið slöku við að setja gömlu rispuðu grammófón0plötuna á fóninn, þe. allt er þetta fyrri stjórn að kenna, bla bla bla, bla bla.....

Stjórnarliðar virtust nær tapa sér er forsetinn synjaði icesavelögum staðfestingar, en  sömu menn og hoppuðu á torgum á sínum tíma eftir bananadansinn mikla, er sami maður hafnaði fjölmiðlafrumvarpi fyrri stjórnar.

Það mun hins vegar fremur lélegt til að vita í afrekaskrá fyrstu vinstri stjórnar í langan tíma að menn hafi litlu sem engu áorkað nema hækka skatta.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband