Samkrull verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda hér á landi, stórfurðulegt fyrirbæri.

Einn angi af hinu gamla landslagi gróðahyggju án landamæra er samkrull verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda hér á landi þar sem sameiginlegir hagsmunir hvað varðar vörslu fjármagns í lífeyrissjóðum eru langt ofar hagsmunum launþegans á hverjum tíma.

Þessir aðilar standa vörð um verðtrygginguna sem er bölvaldur launþegans.

Tilgangur og markmið verkalýðshreyfingarinnar er fyrir bí, því miður og hreyfing þessi hefur ekki staðið vörð né stendur vörð um hagsmuni hins almenna launamanns, og skyldi svo sannarlega lúta verulegri naflaskoðun ef einhver umbreyting á að eiga sér stað í voru þjóðfélagi.

Þegar hagsmunir lífeyrissjóða varðandi fjárfestingar í atvinnufyrirtækjum sem þurfa að greiða svo og svo lág laun svo geti skilað hagnaði skarast við launakröfur launamannsins hvað varðar sömu aðila við samningsborðið, þá er illa komið einu skipulagi mála og andvaraleysi Alþingis gagnvart slíku skipulagi algjört.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband