Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Samtrygging stjórnmálastéttarinnar, með þáttöku Vinstri Grænna.

Það er góður greiði við Guðjón af hálfu Jóns að redda honum vinnu á góðum launum, en ekki dettur mér í hug að það skipti nokkru máli pólítískt að hann fari sem ráðgjafi í ráðuneytið, slíkt mun engu breyta.

Hér er annars um að ræða afar hjákátlega samtryggingu stjórnmálastéttarinnar í landinu þar sem klíkuskapur ræður ríkjum en hér er um að ræða þingmenn úr sama kjördæminu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í upphafi skyldi endir skoða, Helgi og Guðjón !

Það virðist ekki meðferðis í þessu sambandi að varaborgarfulltrúi og fyrsti aðalmaður Ólafur F, gengu úr flokknum 2007, en Ólafur gekk í hann síðla árs 2008 aftur að mig minnir en ekki varaborgarfulltrúi næsti maður.

úr fréttinni.

"Ég vissi ekki að þeir ætluðu að fara niður á þetta plan. Þetta er varla svaravert. Ég veit ekki hvað vakir fyrir þessum mönnum að ráðast að mannorði mínu með þessum hætti. Ég fékk á sínum tíma lögfræðiálit þess efnis að framlög borgarinnar tilheyrðu borgarstjórnarflokki Frjálslyndra og óháðra en ekki flokknum. Ég mun biðja þann lögmann að skoða málið fyrir mig. Ég held að sá bjúgverpill Guðjóns Arnars og félaga hans Magnúsar Reynis Guðmundssonar, framkvæmdastjóra, sem nú hefur verið sendur á loft, hafni að lokum í höfðum þeirra sjálfra,“ sagði Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi óháðra"

kv.Guðrún María.


mbl.is Saka Ólaf F. um fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnun einnar þjóðar.

Undanfarna áratugi hefur umfang hins opinbera vaxið að mun á sama tíma og ákveðin tegund meintrar einkavæðingar var innleidd í eitt þjóðfélag, Í því hinu sama felst óhjákvæmilega mótsögn þar sem stefnur og straumar kenninga í stjórnmálum rekast á.

Frelsi án marka er ekkert frelsi, því innan marka frelsisins fáum við notið þess. Það hefur komið í ljós að mörkin þ.e regluverkið sem við Íslendingar höfðum undirgengist í formi samþykktar á EES reglugerðum um fjármálaumhverfið, var eitthvað sem virkaði ekki, frekar en innanlands regluverk um innherjaviðskipti og annað það sem vantaði til þess að sem eðlilegast viðskiptaumhverfi gæti verið að finna á hinum fámenna markaði sem Ísland er.

Tilraun stjórnvalda þess tíma til þess að setja lög um eignarhald fyrirtækja á fjölmiðlamarkaðinn fór út um þúfur þegar forseti synjaði lögum staðfestingar með þeim röksemdum að slíkt hamlaði tjáningarfrelsi í landinu.

Forseti braut þar með blað varðandi nýtingu málskotsréttar sem sá hinn sami hefur samkvæmt stjórnarskránni.

Eigi að síður fór málið ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu heldur var dregið til baka og í raun svæft á Alþingi sem er mjög miður því þar með fór tilgangur beitingu málskotsréttar forseta fyrir lítið.

Íslendingar búa því við það að einn stærsti eignaraðili á matvörumarkaði er einnig eigandi fjölmiðlasamsteypu ásamt eignaraðild í ýmsu öðru er inniheldur þjónustu hér á landi. Einokun Dana á sínum tíma hefði án efa bliknað í þessu sambandi.

Guðatrú þingmanna á fjármálamarkaðsbraski.

Þingmenn virtust um tíma gera sér far um það að tala máli fyrirtækja um víðan völl ef , einkum og sér í lagi ef umsvif þeirra hina sömu voru yfir meðallagi. Kostnaðarsamar flakkferðir ráðamanna um veröld víða var eitthvað sem skattgreiðendur máttu greiða fyrir með háum sköttum, þar sem aldrei var hægt að lækka álögur á hinn almenna verkamann hér á landi þrátt fyrir meint góðæri, frekar en hækka greiðslur til þeirra sem lúta máttu heilsutapi eða lifðu af lifeyri á efri árum.

Á sama tíma var launum haldið niðri í landinu með innflutningi á vinnuafli erlendis frá án þess að verkalýðshreyfingin æmti eða skræmti. Félögin voru enda með sjálfdæmi um að skipa í stjórnir lífeyrissjóða, sem aftur fjárfestu í hlutabréfum fyrirtækjanna sem fluttu inn fólk til þess að vinna á lágmarkstöxtum, til þess að fyrirtækin myndu nú skila hagnaði.Öll umræða um málefni innflytjenda og hvernig þeim var boðið að gerast galeiðuþrælar markaðssamfélags hér á landi var þögguð niður undir formerkjum rasisma.Eftir hrunið hefur ekki heyrst svo mikið sem eitt orð um aðstæður þeirra hinna sömu hér á landi sem misst hafa atvinnu í samdrætti eins þjóðfélags, með lítil réttindi á íslenskum vinnumarkaði. Þær hinar sömu aðstæður eru ekki til sóma fyrir eitt þjóðfélag og virðingu þess fyrir almennum mannréttindum burtséð frá þjóðerni.

Tengsl þings við framkvæmdavaldið.

Fjarlægð þingmanna frá vitund um það hver áhrif lagasetningar hvers konar í vrkni eins þjóðfélags er og hefur verið allt of mikil og þess ber vitni ótölulegur fjöldi breytinga við lög, ár eftir ár. Eftirganga ráðuneyta gagnvart því atriði að eftirlitsstofnanir hins opinbera sem margar innihalda mikinn mannafla á launum hjá ríkinu, virki er litil sem engin, nú sem áður, því miður.

Tölulegar upplýsingar um árangur eru oftar en ekki af skornum skammti þar sem árangursstjórnun hefur að litlu leyti verið innleidd í hið íslenska stjórnkerfi, alveg sama hvað svið um er að ræða.

Þar er á ferð gífurleg sóun skattpeninga alveg sama hvernig á það er litið, og eitt dæmi þess kann að vera varðandi útgjaldamesta málaflokkinn heilbrigðismál þar sem upplýsingar um göngu sjúklinga í kerfinu öllu hefur ekki verið hægt að safna saman í gagnabrunn hér á landi, viðkomandi til hagsbóta sem og kerfinu öllu til upplýsingar.

Lögin um almannatryggingar eru eins og stagbættur sokkur reglugerðaflóðs þar sem gegnum árin hefur verið sett reglugerð á reglugerð ofan við lög þessi en lagabálkur í heild ekki endurskoðaður. Tekjutengingar við bætur almannatrygginga skyldi aldrei hafa litið dagsins ljós, því bætur skyldu utan skattkerfis eðli máls samkvæmt, við aldur eða heilsutap og báðir hópar greitt sína tekjuskatta við tekjuöflun er hún var fyrir hendi.

Eigi að síður hefur þingmönnum ekki tekist að eygja þá sýn á þessi atriði og kerfið því sennilega enn kostnaðarsamara fyrir vikið. Því miður er af nógu að taka þegar kemur að gagnrýni á stjórnun eins þjóðfélags og til þarf að koma alger endurnýjun sitjandi stjórnmálamanna á Alþingi Íslendinga, svo einhver breyting sé í sjónmáli. Þar hafa flokkarnir fæstir þekkt sinn vitjundartíma endurnýjunar, þótt þess finnist dæmi, í gildismati og breyttum viðhorfum til bóta fyrir eitt samfélag, en vonandi kemur sá tími ný hugsun þekkingar um árangur sem erfiði starfa allra verði leiðarljós til framtíðar til handa einni þjóð.

Guðrún María Óskarsdóttir.


Ávarp til forseta lýðveldisins.

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.

Komdu sæll Ólafur.

Ég vil hér með skora á þig að nota og nýta þann rétt forseta að vísa máli til þjóðarinnar, varðandi þær skuldbindingar sem meirihluti þings hefur í hyggju að láta almenning á Íslandi ábyrgjast varðandi icesavesamninga.

Mín bjargfasta skoðun er sú að við Íslendingar séum að samþykkja yfir okkur meira en okkur ber sem þjóð, varðandi bankahrun á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.

Ég tel að sú gjá sem kann að myndast milli þings og þjóðar, fái þjóðin ekki að segja sitt um þessa samningagerð, verði djúp.

með von um aðkomu þína að þessu máli.

Virðingarfyllst.

Guðrún María Óskarsdóttir.

Þau sögðu já við icesave, til minnis.


ER það ábyrg afstaða að tjá sig ekki, á hvaða leið er Sjálfstæðisflokkurinn ?

Birgir Ármannsson og Árni Johnsen, voru einu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem höfðu afstöðu varðandi icesave samninga. Þeir sögðu NEI. Hvar voru hinir 14 sem fulltrúar almennings í landinu ?

Jú þeir sátu hjá sem er með ólíkindum varðandi það atriði að vera kjörnir fulltrúar á Alþingi Íslendinga.  Ég lít svo á að hverjum einum og einasta þingmanni beri að móta sér afstöðu með eða á móti málum, til þess eru þeir hinir sömu kjörnir á þing.

 

 úr fréttinni.

"

Ég tel því að við höfum valið ábyrgu leiðina í málinu. Þá leið sem var til mestra heilla fyrir íslenska þjóð og ég mun alltaf velja þá leið. Sama hvernig stendur á,“ sagði Bjarni og uppskar mikið klapp fyrir. "

Í mínum huga fylgir því engin ábyrgð að sitja hjá, þvi fer svo fjarri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Víki verði fyrirvörum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ert ÞÚ búinn að skora á forsetann á www.kjósa.is. ?

Þeim fjölgar sem ritað hafa nöfn sín undir áskorun til forseta Íslands, þess efnis að vísa icesavemálinu í dóm þjóðarinnar.

Ert þú búin n að kjósa ?

 

kv .Guðrún María.


Rétt Eva, þetta er pólítískt sjónarspil sem kostar peninga.

Það er hollt fyrir sitjandi stjórnvöld að fá gagnrýni á stjórn landsins svo sem skipan þessa starfshóps, en sams konar aðferðafræði hefur verið viðtekin venja hér á landi til þess að drepa málum á dreif, og friða almenning.

Allt á nefnilega að kanna og kanna og kanna og menn berja sér á brjóst og þykjast ofur faglegir allra handa.

set hér með ljóð um skilgreiningaráráttuna.

Skilgreinda markmiðaflóðið.

Allt í einu lærðist oss,

að skilgreina.

Skilgreina og skilgreina,

flóðið vorra markmiða

er flýtur yfir oss.

Ó hve slíkt er dýrlegt hnoss,

skilgreind markmið, eins og foss.

flýtur yfir oss í kross.

kv.Guðrún María.


mbl.is Telur nýjan starfshóp pólitískt útspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæfur þingforseti ?

Sé það svo að forseti Alþingis sjái ekkert athugavert við það að kjörinn alþingismaður mæti undir áhrifum áfengis í ræðustól Alþingis, þá er kemur óhjákvæmilega upp spurning um meint vanhæfi forseta þingsins.

Vanhæfi þess efnis að forseti geti ekki tekið á málum samflokksþingmanns varðandi mótaða afstöðu um málið.

 

úr fréttinni.

" Málefni Sigmundar Ernis Rúnarssonar alþingismanns sem hefur verið gagnrýndur fyrir að taka þátt í störfum þingsins eftir að hafa drukkið léttvín með mat, voru ekki rædd en hann baðst afsökunar í morgun.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segir að það hafi aldrei staðið til að hennar hálfu að taka málið upp í nefndinni. Henni hafi ekkert þótt athugavert umrætt kvöld nema það að það var kveldúlfur í salnum. Þess vegna hafi hún ákveðið að slíta fundi. "

 

Viðfangsefni eins samfélags þurfa síst á þvi að halda að Alþingi allt hnigni að virðingu, vegna sérkennilegra viðbragða forseta þingsins, varðandi mál þetta.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Ræddu hegðun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurskoðun jarðalaga, breytir ekki núverandi landbúnaðarkerfi.

Það er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi og það atriði að fara að skipa vinnuhóp til þess að endurskoða jarðalög, með það að markmiði að efla landbúnað án breytinga á kerfinu sjálfu er tilgangslaust.

Sér einhver fyrir sér það atriði að sumarbústaðaeigendum verið gert skylt að stunda landbúnað á landspildum hér og þar á landinu ?

Get ekki betur séð en aðkoma að máli þessu sé með því móti að hugmyndafræðin gangi út á slíka forsjárhyggju að breyta lögum til þess að skylda menn til að stunda landbúnað.

Jón !

Það þarf að skoða kerfið sjálft og kerfisfyrirkomulagið.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Andvíg breytingu jarðalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband