Stjórnun einnar þjóðar.

Undanfarna áratugi hefur umfang hins opinbera vaxið að mun á sama tíma og ákveðin tegund meintrar einkavæðingar var innleidd í eitt þjóðfélag, Í því hinu sama felst óhjákvæmilega mótsögn þar sem stefnur og straumar kenninga í stjórnmálum rekast á.

Frelsi án marka er ekkert frelsi, því innan marka frelsisins fáum við notið þess. Það hefur komið í ljós að mörkin þ.e regluverkið sem við Íslendingar höfðum undirgengist í formi samþykktar á EES reglugerðum um fjármálaumhverfið, var eitthvað sem virkaði ekki, frekar en innanlands regluverk um innherjaviðskipti og annað það sem vantaði til þess að sem eðlilegast viðskiptaumhverfi gæti verið að finna á hinum fámenna markaði sem Ísland er.

Tilraun stjórnvalda þess tíma til þess að setja lög um eignarhald fyrirtækja á fjölmiðlamarkaðinn fór út um þúfur þegar forseti synjaði lögum staðfestingar með þeim röksemdum að slíkt hamlaði tjáningarfrelsi í landinu.

Forseti braut þar með blað varðandi nýtingu málskotsréttar sem sá hinn sami hefur samkvæmt stjórnarskránni.

Eigi að síður fór málið ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu heldur var dregið til baka og í raun svæft á Alþingi sem er mjög miður því þar með fór tilgangur beitingu málskotsréttar forseta fyrir lítið.

Íslendingar búa því við það að einn stærsti eignaraðili á matvörumarkaði er einnig eigandi fjölmiðlasamsteypu ásamt eignaraðild í ýmsu öðru er inniheldur þjónustu hér á landi. Einokun Dana á sínum tíma hefði án efa bliknað í þessu sambandi.

Guðatrú þingmanna á fjármálamarkaðsbraski.

Þingmenn virtust um tíma gera sér far um það að tala máli fyrirtækja um víðan völl ef , einkum og sér í lagi ef umsvif þeirra hina sömu voru yfir meðallagi. Kostnaðarsamar flakkferðir ráðamanna um veröld víða var eitthvað sem skattgreiðendur máttu greiða fyrir með háum sköttum, þar sem aldrei var hægt að lækka álögur á hinn almenna verkamann hér á landi þrátt fyrir meint góðæri, frekar en hækka greiðslur til þeirra sem lúta máttu heilsutapi eða lifðu af lifeyri á efri árum.

Á sama tíma var launum haldið niðri í landinu með innflutningi á vinnuafli erlendis frá án þess að verkalýðshreyfingin æmti eða skræmti. Félögin voru enda með sjálfdæmi um að skipa í stjórnir lífeyrissjóða, sem aftur fjárfestu í hlutabréfum fyrirtækjanna sem fluttu inn fólk til þess að vinna á lágmarkstöxtum, til þess að fyrirtækin myndu nú skila hagnaði.Öll umræða um málefni innflytjenda og hvernig þeim var boðið að gerast galeiðuþrælar markaðssamfélags hér á landi var þögguð niður undir formerkjum rasisma.Eftir hrunið hefur ekki heyrst svo mikið sem eitt orð um aðstæður þeirra hinna sömu hér á landi sem misst hafa atvinnu í samdrætti eins þjóðfélags, með lítil réttindi á íslenskum vinnumarkaði. Þær hinar sömu aðstæður eru ekki til sóma fyrir eitt þjóðfélag og virðingu þess fyrir almennum mannréttindum burtséð frá þjóðerni.

Tengsl þings við framkvæmdavaldið.

Fjarlægð þingmanna frá vitund um það hver áhrif lagasetningar hvers konar í vrkni eins þjóðfélags er og hefur verið allt of mikil og þess ber vitni ótölulegur fjöldi breytinga við lög, ár eftir ár. Eftirganga ráðuneyta gagnvart því atriði að eftirlitsstofnanir hins opinbera sem margar innihalda mikinn mannafla á launum hjá ríkinu, virki er litil sem engin, nú sem áður, því miður.

Tölulegar upplýsingar um árangur eru oftar en ekki af skornum skammti þar sem árangursstjórnun hefur að litlu leyti verið innleidd í hið íslenska stjórnkerfi, alveg sama hvað svið um er að ræða.

Þar er á ferð gífurleg sóun skattpeninga alveg sama hvernig á það er litið, og eitt dæmi þess kann að vera varðandi útgjaldamesta málaflokkinn heilbrigðismál þar sem upplýsingar um göngu sjúklinga í kerfinu öllu hefur ekki verið hægt að safna saman í gagnabrunn hér á landi, viðkomandi til hagsbóta sem og kerfinu öllu til upplýsingar.

Lögin um almannatryggingar eru eins og stagbættur sokkur reglugerðaflóðs þar sem gegnum árin hefur verið sett reglugerð á reglugerð ofan við lög þessi en lagabálkur í heild ekki endurskoðaður. Tekjutengingar við bætur almannatrygginga skyldi aldrei hafa litið dagsins ljós, því bætur skyldu utan skattkerfis eðli máls samkvæmt, við aldur eða heilsutap og báðir hópar greitt sína tekjuskatta við tekjuöflun er hún var fyrir hendi.

Eigi að síður hefur þingmönnum ekki tekist að eygja þá sýn á þessi atriði og kerfið því sennilega enn kostnaðarsamara fyrir vikið. Því miður er af nógu að taka þegar kemur að gagnrýni á stjórnun eins þjóðfélags og til þarf að koma alger endurnýjun sitjandi stjórnmálamanna á Alþingi Íslendinga, svo einhver breyting sé í sjónmáli. Þar hafa flokkarnir fæstir þekkt sinn vitjundartíma endurnýjunar, þótt þess finnist dæmi, í gildismati og breyttum viðhorfum til bóta fyrir eitt samfélag, en vonandi kemur sá tími ný hugsun þekkingar um árangur sem erfiði starfa allra verði leiðarljós til framtíðar til handa einni þjóð.

Guðrún María Óskarsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband