Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

HVAÐA þingmenn munu vanvirða lýðræðið ?

Mín skoðun er sú að hver og einn einasti þingmaður sem greiðir atkvæði gegn tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu á morgun, sé þar með orðinn þess valdandi að fótum troða lýðræði íslensku þjóðarinnar.

Þar með hafa nefnilega öll orð um gegnsæi og lýðræði til handa þjóðinni, af hálfu hvaða stjórnmálaflokks sem er, um ákvarðanir í eigin málum, fallið sem hjóm eitt fyrir flokksræði og forsjárhyggju skammtímamarkmiða til handa einni þjóð.

Hafi einhvern tímann þurft að skapa þjóðarsátt um framvindu mála þá er það nú, og það atriði að forngangsraða málum sem þessu ofar þjóðarhag mun verða áfellisdómur yfir óstjórntækri ríkisstjórn þessa lands sem mun fljótlega fara frá valdataumum, verði tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla ekki niðurstaða þingsins.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Atkvæði greidd um ESB í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu til viðbótar er Svavar, faðir eins ráðherra í ríkisstjórn Íslands, sem í mínum huga telst venzl við ríkisstjórnina.

Svavar Gestsson er fyrrverandi stjórnmálamaður úr Alþýðubandalaginu gamla, og faðir Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra í ríkisstjórn landsins.

Það er því vægast sagt ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti að gera þann mann að formann samninganefndar á vegum stjórnvalda.

Það áttu menn að geta séð í upphafi, og ótrúlegt að ekki hafi verið valin maður utan aðkomu stjórnmála til þess arna.

Þór Saari á þakkir skildar fyrir að upplýsa um það sem hann gerir hér.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Svavar fullkomlega vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri Grænir slíti stjórnarsamstarfi nú þegar.

Engum flokki hentar það betur pólítískt en Samfylkingunni að kljúfa sundur VG og það er nákvæmlega það sem er að gerast nú um stundir.

 Formaður flokksins og ef til vill forysta er að einangrast við andstöðu eigin flokksmanna sem tala fyrir þeim áherslum sem flokkurinn gaf sig út fyrir, í síðustu kosningum og fékk brautargengi út á.

kv.Guðrún María.


mbl.is Steingrímur „ómerkingur orða sinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking sem flokkur hefur ekki haft skoðun á innanlandsmálum frá stofnun.

Stjórnmálaflokkurinn Samfylking þarfnast sannarlega skoðunar við ekki hvað síst þegar haft er í huga hvernig lýðræðisleysi þess flokks birtist nú grímulaust þessa dagana, þar sem jafnvel er reynt að þvinga einstaka menn samstarfsflokks í ríkisstjórn til þess að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni um mál.

Samfylking hefur aldrei haft skoðun á fiskveiðistjórnun, frá upphafi og fræg er ferð fyrrum formanns á sáttafund með LÍ'U  í stjórnarandstöðu, og það var ekki fyrr en Eiríkur Stefánsson gekk í flokkinn og snarbreytti þar áherslum allt í einu , hvort þær áherslur gangi fram er annað mál.

Samfylkingin hefur slegið sig til riddara í íslenskum stjórnmálum með því að persónugera Davíð og Björn sem og fleiri á hægri vængnum með ómálefnalegum upphrópunum fram og til baka í áraraðir.

Undir það hefur fjölmiðlaflóran dansað þ.e hluti hennar sem samanstendur af vinstri mönnum á ríkisútvarpinu sem eru margir og hinum meintu frjálsu fjölmiðlum sem reyndar tilheyra einokunarkeðju sem á meginhluta af matvörumarkaði sem hefur mikinn vilja til að ganga í Evrópusamstarf með fyrirtækjabissness sem slíkan.

Fagurgali um gegnsæi og lýðræði í íslenskum stjórnmálum er hjómið eitt eftir að flokkur þessi komst að valdataumum í fyrri og núverandi ríkisstjórn landsins.

Sagan mun skrá aðferðafræði þessa flokks.

kv.Guðrún María.

 


Unga fólkið sér í gegnum loddaraganginn í stjórnmálunum.

Hér skora ungir Framsóknarmenn á sinn flokk að hafna þingsályktunartillögu Samfylkingar um umsókn að Evrópusambandinu, enda þar um að ræða  í raun sérstakt markmið eins flokks SF sem hefur gert út á það hið sama mál frá upphafi og reynir nú að þrýsta á sannfæringu þingmanna samstarfsflokksins VG eins og komið hefur í ljós.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Vilja að þingmenn felli tillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru stjórnmálamenn sem kunna og geta það, að tala kjark í þjóðina ?

Því miður er afar fáa, sýnilega stjórnmálamenn sitjandi á þingi að finna, sem kunna að tala kjark í þjóðina, og ekki stendur ríkisstjórnin sig í því hlutverki.

Oft var þörf en nú er nauðsyn þess hins sama og þar á ég við það að hér á landi er til staðar atvinnuleysi sem hluti þjóðarinnar hefur ekki upplifað áður.

Hvert og eitt einasta stjórnvald í landinu þarf og verður að reyna að draga fram þá möguleika sem þjóðin á og hefur í annars þröngri stöðu þjóðarbúsins nú um stundir.

Öll él birtir upp um síðir, og þeir stjórnmálamenn sem gefa sér tíma til þess að tala til þjóðarinnar um fleira en það sem hver dagur hefur í skauti sínu í dægurþrasi millum flokka hvers konar með sýn á framtíðina, virða þann mannlega þátt.

kv.Guðrún María.

 

 


Vinstri menn töpuðu vitglórunni við það að setjast á valdastóla.

Auðvitað hefur Davíð Oddsson rétt fyrir sér varðandi það atriði hve mikil mistök hafa verið gerð af hálfu vinstri stjórnar í málefnum icesave.

Fyrr eða síðar munu menn draga þar fram flokksstefnu Samfylkingarinnar um aðild að ESB, sem göngustaf undir og yfir í þeim hinum sömu viðræðum, göngustaf sem enginn hefði trúað að VG, myndi ganga við einnig. 

úr fréttinni.

Davíð telur samningafulltrúa Íslendinga hafa gert grundvallarmistök í Icesave-málinu.

„Í fyrsta lagi held ég að mistökin hafi verið sú - og regin mistökin - að viðurkenna að nauðsynjalausu og án þess að nokkur bær aðili hefði um það fjallað að við værum skuldbundin til að greiða.

Um leið og menn viðurkenna það, án þess að efni séu til þess, og án þess að nokkur dómstóll hafi ákveðið það og setjast svo að samningaborði að þá hafa þeir enga samningsstöðu. Þú byrjar á því að gefast upp og svo ferðu í viðræður. Þetta var skelfilegt.“ "

kv.Guðrún María.


mbl.is Gerði ekki kröfu um greiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar ofar EES samningi.

Þá hafa fulltrúar ríksstjórnarinnar viðurkennt hinn aumlega undirlægjuhátt stjórnvalda við samninga um Icesave, þar sem þurfti að passa EES samninginn, líkt og það væri einhliða Íslendinga að sjá um það.

Þvílík rök !

Samfylkingin með sína flokksstefnu skyldi aldrei hafa í ríkisstjórnarstóla komið við þessar aðstæður, og það er ótrúlegt að VG skuli að hluta til ætla að styðja þann flokk í þessu.

kv.Guðrún María.  


mbl.is EES-samningurinn var í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Lækur tifar létt við máða steina.. "

RIMG0006.JPG_0001

Náttúran við bæjardyrnar í Firðinum.

RIMG0009.JPG_0001

RIMG0021.JPG_0001.RIMG0013.JPG_0001

RIMG0024.JPG_0001

RIMG0025.JPG_0001

Andleg næring í göngutúr.

kv.Guðrún María.

 

 


Vilt þú hafa áhrif á þitt samfélag og þróun þess ?

Það er ekki nóg að hafa skoðun á málum þegar allt hefur hrunið til grunna, eða hvað ?

Við hljótum á öllum tímum að þurfa að taka þátt í lýðræðisþróun sjálf ef við viljum sjá mál þróast til betri vegar.

Það er hins vegar allt of algengt að fólk hefur kosið sömu flokka aftur og aftur líkt og það að fylgja sömu flokkum væri lögmál náttúrunnar og það sem flokkunum dettur í hug að matreiða fyrir hverjar kosningar, er eitthvað sem menn setja atkvæði sitt við án þess að taka þátt í starfi flokka um það sem þar er kokkað.

Heilu stjórnmálaflokkarnir geta staðnað í fari þess að viðhalda sjálfum sér sem sérstakri stofnun, án þess að eygja sýn á endurnýjun og þróun hvers konar án tilrauna til þess að virkja hinn almenna flokksmann til þáttöku svo nokkru nemi.

Þannig verða til stöðluð viðhorf í stjórnmálum sem heilu flokkarnir sitja pikkfastir í enn þann dag í dag.

Nægir þar að nefna orðið " hagræðing " sem varð til þess að flest allir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar undanfarin kjörtímabil, hvar í flokkum sem standa hafa fallið á kné fyrir ,án þess að spyrja nauðsynlegra spurninga um í hverju, hvar og hvenær hagræðing væri fólgin.

Þess vegna hrundi hér allt til grunna því menn vissu ekkert um það sem þeir hinir sömu höfðu knékropið fyrir, þeir fylgdust bara með fjölmiðlunum.

Við þurfum að vera virk og taka þátt og greiða atkvæði um okkar eigin mál og láta í ljósi okkar vilja til þess að hafa áhrif á þróun í einu samfélagi, hvers eðlis sem er.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband