Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Svona taka Bandaríkjamenn á bankahruni og földum bankareikningum utan lands.

Gæti trúað að þessi frétt ætti að geta sagt okkur Íslendingum eitthvað um hvernig menn snúa sér varðandi meintan skattaundanslátt í Bandaríkjunum.

 

úr fréttinni.

"

"Bandarísk yfirvöld vilja að dómstóll kveði úr um að UBS þurfi að afhenda nöfn bandarískra reikningseigenda á þeim forsendum að svissneski bankinn hafi „kerfisbundið og vísvitandi“  brotið bandarísk lög. Allt að 52 þúsund bandarískir skattgreiðendur eiga bankareikning hjá UBS utan landsteinanna og komast þannig hjá því að greiða skatta í heimalandi sínu.

Svissnesk yfirvöld standa hins vegar með UBS og segja málið til þess fallið að valda milliríkjadeilum, með því að neyða UBS til að brjóta svissnesk lög. Dómsmálayfirvöld í Bandaríkjunum krefjast þess að dómari láti hótanir frá Sviss ekki hafa áhrif á úrskurðinn. Erlend ríki skuli ekki að vild láta banka sína og fyrirtæki, sem stundi viðamikil viðskipti í Bandaríkjunum, komast hjá því að láta af hendi upplýsingar sem tengjast rannsóknum á glæpum.

Dómarinn hefur ekki ákveðið hvort orðið verður við óskum um frestun. "

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja fresta réttarhöldum um UBS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi er alltaf ofbeldi sama hvort kynið á í hlut.

Heimilisofbeldi er falið vandamál, en ég fór að kynna mér upplýsingar um þetta fyrir nokkrum árum, þar ég komst að því þá, að Alþjóðaheilbrigðismálastofnun skilgreindi þetta vandamál sem eitt af verulegum vandamálum.

Það er alveg rétt að einblýnt hefur verið á konur sem fórnarlömb, og ástæðan er að mínu viti sú að annars sjálfsagðri réttindabaráttu kvenna til jafnlaunastöðu á vinnumarkaði og almennt hefur verið beint á brautir baráttu millum kynja á nær öllum sviðum samfélagsins, engum til hagsbóta þegar upp er staðið.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Heimilisofbeldi gegn körlum óþekkt stærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með lögum skal land byggja.

Fagna því að sjá að hugað sé að hraðatakmörkunum varðandi bíla með tengivagna því menn hafa nú aldeilis haft tilhneigingu til þess aka hraðar með tengivagna en sem nemur þeim takmörkum sem vera skulu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Of geyst farið með vagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðurnesjamenn, fá íbúafund um málefni Hitaveitu Suðurnesja.

Án efa verður mjög fróðlegt að vita hvaða skýringar menn hafa á takteinum varðandi það ferli sem málefni HS eru í nú um stundir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Íbúafundur um mál HS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðild að Evrópusambandinu jafngildir fullveldisafsali íslenzku þjóðarinnar.

Það eru glámskyggnir stjórnmálamenn sem tala fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu því raunin er sú að eins væri hægt að leggja Alþingi af, sökum þess að ákvarðanataka öll fer til Brussel, og þaðan myndu koma fyrirmæli sem við myndum þurfa að una hvers eðlis sem væri.

Áhrifavald okkar yrði lítið sem ekki neitt og tilgangslaust að vera að kosta 63 alþingismenn að störfum við að samþykkja Evrópusambandsreglugerðir.

Hvers konar samningagerð MUN verða með því móti að tímabundnar undanþágur frá meginreglu væru í boði til handa Íslendingum um yfirráðarétt yfir auðlindum hvers konar til lands og sjávar.

Þeir sem telja það að ESB geti veitt styrkjum á silfurfati eru á villigötum þegar skoðað er hvað hver þjóð þarf að greiða í sameiginlega sjóði , sem án efa mun hækka á komandi krepputíma alþjóðlega.

Lega landsins á hjara veraldar mun ætíð kosta Íslendinga meira en aðra sem hafa sameiginleg landamæri millum ríkja, og Evrópusambandið mun ekki greiða kostnað af því hinu sama ef einhverjir kynnu að telja það.

Málið snýst um sjálfstæði íslensku þjóðarinnar til ákvarðana um eigin mál eða ekki.

Samfylkingin er flokkur sem ekki þorir að taka á málum af sjálfsdáðum í íslenskum stjórnmálum og vill færa valdið frá þjóðinni sem jaðrar við landráð.

kv.Guðrún María.

 


Áfram Ásmundur, þú stendur vörð um lýðræðið, og framtíð þíns flokks í raun.

Ég hef löngum sagt það að ég bindi vonir við unga fólkið hér á landi, þar er nýkjörinn þingmaður Ásmundur Einar Daðason, maður sem þorir að tala og tjá sínar skoðanir og standa við það sem flokkur hans stendur fyrir.

Hann er ekki tilbúinn til þess að láta þvinga sig til þess að ganga gegn sannfæringu sinni og sjónarmiðum þess flokks sem hafði hina sömu sannfæringu en hluti þingmanna hans virðist hafa selt fyrir embætti og stóla í ríkisstjórn.

Það er ánægjulegt að sjá stuðningsyfirlýsingu ungra VG til Ásmundar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tal um stjórnarslit undarlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG mótmæli að fá ekki að greiða atkvæði, um það hvort fara eigi í aðildarviðræður.

Til hvers í ósköpunum að henda fjármunum í aðildarviðræður um mál, í þeim aðstæðum sem íslenska þjóðin er í nú um stundir og koma síðan heim með eitthvað sem þjóðin síðan fellir ?

Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að andstaða við Evrópusambandsaðild er hjá meirihluta þjóðarinnar nú um stundir, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Sú hin sama andstaða hefur aukist ef eitthvað er í ljósi upplýsinga þess efnis að stjórnvöld hafi stungið undir stól gögnum, varðandi ábyrgð Íslands annars vegar og Evrópusambandsþjóða hins vegar í málum icesavereikninganna.

Forsenda lýðræðis í landinu er það að þjóðin fái að greiða atkvæði um hvort fara skuli í aðildarviðræður.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stétt með stétt, þýðir jöfnuð, því hafa íslenskir stjórnmálamenn ekki áorkað, undanfarna áratugi.

Hinn gamli fjórflokkur hefur ekki áorkað jöfnuði í einu samfélagi hvað þá vitrænu skipulagi mála undanfarna áratugi hér á landi.

Sí og æ hefur raunin verið sú að ganga erinda eins á kostnað annars sitt á hvað þangað tíl í óefni stefndi fjárhagslega allra handa, og háværustu hagsmunahópar yfirleitt náð sínum markmiðum fram hvarvetna.

Algjör skortur á heildaryfirsýn hagsmuna eins þjóðfélags er og verður það sem fyrrum stjórnmálamenn munu þurfa að axla ábyrgð á, sem og margir þeir sem enn sitja við stjórnvölinn og hafa verið hluti af því hinu sama mismununarþjóðfélagi sem búið hefur verið til hér á landi.

Greiðsla vaxtabóta og húsaleigubætur er hlutir sem ekki ættu að vera til staðar í einu hagkerfi sem er eðlilegt og mun nær hefði verið fyrir löngu löngu síðan að taka verðtryggingu úr sambandi, því þetta heitir að stoppa í annars stagbættan sokk.

Allt tal um einkavæðingu og frjálst markaðssamfélag í þjóðfélagi þrjú hundruð þúsund íbúa hefur alltaf fallið um sjálft sig sökum þess að þrjú hundruð þúsund manns teljast EKKI markaður.

Því til viðbótar er það ekki markaðssamfélag þegar hið opinbera er á sama tíma með nær helming umsvifa í einu þjóðfélgi á sínum vegum sem útgjaldaþátt til handa skattgreiðendum.

Það er og hefur verið annað hvort í ökkla eða eyra í hugmyndum stjórnmálaafla til vinstri eða hægri , þeir fyrrnefndu virðast telja að enn aukin umsvif hins opinbera geti skapað þjóðarhag en þau síðarnefndu hafa gert tilraunir til þess að búa til peninga úr norðurljósunum til þess að veðsetja og versla með í formi hagræðingar skammtímaumsvifa verslunar og brasks, svo sem heimildum til að veiða fisk úr sjó án þess að á land sé dreginn.

Verkalýðshreyfingin hefur handabandað yfrlýsingar við stjórnvöld í áraraðir en ekki staðið vörð um hagsmuni launþega, enda allir á sínum pólítísku básum sem blása eftir því hver er við stjórnvölinn.

Með öðrum orðum ónýtt afl í þágu verkamanna á Íslandi.

Hið opinbera hefur ekki einu sinni haft upplýsingar um hve margir ríkiisstarfsmenn eru í raun sem hvert einasta eðlilegt þjóðfélag ætti að hafa á reiðum höndum.

Óreiðu og skipulagsleysi er því hægt að rekja beint í skort á tengslum kjörinna fulltrúa á þingi,við framkvæmd mála, sem setja alls konar lög á færibandi en vita minna um virkni þeirra til handa fólkinu í landinu svo ekki sé minnst á umsvif fyrirtækja og efnahagsþróun í heild.

Það er margt sem þarf að breyta.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 


Já já þess vegna er Samfylkingamerkið í fána bankans.

Núverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi iðnaðarraðherra  fór sérstaka ferð til Indónesíu á vegum stjórnvalda fyrir bankahrunið til þess að auka hróður Geysir Green Energi, og nú kemur í ljós að fyrrum Glitnir banki sem allt í einu fékk nýtt andlít 'Islandsbanki með Samfylkingarmerkið í fánagrunni er að öllum líkindum pr dæmi sem ekki er tilviljun.

Það væri því mjög fróðlegt að vita hvort Glitnir/Íslandsbanki annars vegar ellegar Geysir Green Energi hins vegar hafa borgað í sjóði Samfylkingar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Íslandsbanki á GGE ekki beint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVER var það sem vildi opna bótasjóði tryggingafélaganna ?

Svo vill til að það er Jón Steinar Gunnlaugsson sem ritaði langar greinar í Morgunblaðið á sínum tíma varðandi það hið sama atriði.

Athyglisvert er það hins vegar að sama maður hefur fengið á sig afar harðvítuga gagnrýni í fjölmiðlum, er hann var skipaður dómari við Hæstarétt, og þá kemur spurningin úr hvaða fjölmiðlum og hver átti fjölmiðlana ?

Voru það einhverjir aðrir kanske ?

Var Jón þar að hreyfa við snillingum sem gátu síðar veðsettt bótasjóði tryggingafélaga sem innheimta fé af almenningi samkvæmt lögum ?

Úr hvaða pólítísku stjórnmálaflokkum kom helsta gagnrýni um pólítíska spillingu við skipan í Hæstarétt ?

Börðust þeir þá fyrir því að opna bótasjóðina ?

Spyr sá sem ekki veit.

kv.Guðrún María.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband