Þessu til viðbótar er Svavar, faðir eins ráðherra í ríkisstjórn Íslands, sem í mínum huga telst venzl við ríkisstjórnina.

Svavar Gestsson er fyrrverandi stjórnmálamaður úr Alþýðubandalaginu gamla, og faðir Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra í ríkisstjórn landsins.

Það er því vægast sagt ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti að gera þann mann að formann samninganefndar á vegum stjórnvalda.

Það áttu menn að geta séð í upphafi, og ótrúlegt að ekki hafi verið valin maður utan aðkomu stjórnmála til þess arna.

Þór Saari á þakkir skildar fyrir að upplýsa um það sem hann gerir hér.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Svavar fullkomlega vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nákvæmlega þetta sýnir svo ekki verður um villst, hversu fáránlegri stöðu við erum í. Ef við síðan ætlum að samþykkja þennan óskapnað fyrir atbeina Steingríms Joðs, sem einna manna harðast gekk fram gegn bæði Iceslave og ESB umsókn fyrir kosningar, getum við alveg eins pakkað saman, gefið auðlindirnar til Browns og horfið af sjónarsviðinu. Hér mun ekki standa steinn yfir steini fyrir okkur Íslendinga. Það er allt komið í pant, Þistilfjörður "included" og rollur Joðsins.

Halldór Egill Guðnason, 15.7.2009 kl. 02:47

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þér Guðrún

Jón Snæbjörnsson, 15.7.2009 kl. 08:42

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Eins og tala út úr mínum munni, Guðrún... sem reyndar má sjá mínu eigin vefriti.

Það ber vott um óafsakanlegt ábyrgðarleysi að dusta rykið af þessum safngrip íslenzkrar stjórnmálasögu og senda hann út í heim til þess að klúðra málunum endanlega.

Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2009 kl. 10:10

4 identicon

Svavar var reyndar fenginn í djobbið áður en Svandís var svo mikið sem kosin á þing.

Brynjar (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband