Samfylking sem flokkur hefur ekki haft skoðun á innanlandsmálum frá stofnun.

Stjórnmálaflokkurinn Samfylking þarfnast sannarlega skoðunar við ekki hvað síst þegar haft er í huga hvernig lýðræðisleysi þess flokks birtist nú grímulaust þessa dagana, þar sem jafnvel er reynt að þvinga einstaka menn samstarfsflokks í ríkisstjórn til þess að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni um mál.

Samfylking hefur aldrei haft skoðun á fiskveiðistjórnun, frá upphafi og fræg er ferð fyrrum formanns á sáttafund með LÍ'U  í stjórnarandstöðu, og það var ekki fyrr en Eiríkur Stefánsson gekk í flokkinn og snarbreytti þar áherslum allt í einu , hvort þær áherslur gangi fram er annað mál.

Samfylkingin hefur slegið sig til riddara í íslenskum stjórnmálum með því að persónugera Davíð og Björn sem og fleiri á hægri vængnum með ómálefnalegum upphrópunum fram og til baka í áraraðir.

Undir það hefur fjölmiðlaflóran dansað þ.e hluti hennar sem samanstendur af vinstri mönnum á ríkisútvarpinu sem eru margir og hinum meintu frjálsu fjölmiðlum sem reyndar tilheyra einokunarkeðju sem á meginhluta af matvörumarkaði sem hefur mikinn vilja til að ganga í Evrópusamstarf með fyrirtækjabissness sem slíkan.

Fagurgali um gegnsæi og lýðræði í íslenskum stjórnmálum er hjómið eitt eftir að flokkur þessi komst að valdataumum í fyrri og núverandi ríkisstjórn landsins.

Sagan mun skrá aðferðafræði þessa flokks.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband