Íslenzkir stjórnmálamenn reyna að flýja ábyrgð eigin mistaka með inngöngu í ESB.

Getur það verið að fyrrum ráðherrar síns tíma hér á landi í þáverandi ríkisstjórn landsins, sem báðir voru gerðir að sendiherrum á erlendri grund, séu helstu baráttumenn fyrir inngöngu í Evrópusambandið ?

Báðir tveir, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Þorsteinn Pálsson róa þar saman á báti.

Ábyrgð Þorsteins sem sjávarútvegsráðherra var innleiðing framsals og leigu með óveiddan fisk úr sjó sem var upphaf að loftbóluævintýri hins meinta íslenska fjármálamarkaðar.

Á því hinu sama bar Jón Baldvin einnig sína ábyrgð.

Þorsteinn tók svo til við ritsjórn Fréttablaðsins þar sem viðhaldið var stöðugum Evrópusambandsáróðri öllum stundum undir formerkjum fríblaðs á hinum " frjálsa markaði " markaði sem auðvitað var enginn, og einokun matvælafyrirtækjarisa sem einnig á nær helming fjölmiðla í landinu dansaði þar undir.

Samfylkingin var markaðsflokkur frá upphafi , hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn, þar sem fjölmiðlamálið var prófsteinn á tilraunir stjórnvalda til að koma böndum á íslenskan markað.

Þar náðu fjölmiðlar að láta flesta stjórnmálaflokka dansa eins og kúreka kring um málið sem atlögu gegn tjáningarfrelsi, og forsetinn blandaði sér í málið, engum til hagsbóta nema síður væri, utan þá sem staðið höfðu vörð um markaðsskilyrði þess hins sama eins heilbrigð og þau nú voru.

Sápufroðustjórnmál eru nafnið sem til er yfir aðferðir sem þessar þar sem allir hafa dansað með án þess að spyrja nauðsynlegra spurninga á réttum tíma og stað .

Ekki hvað síst þegar möguleiki er að sleppa frá því að axla ábyrgð mistaka af pólítískum toga sem kostað hafa þjóðina mikið.

kv.Guðrún Maria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

"Möguleiki að sleppa" Þau eru ótal dæmin þannig og auðvitað hugsa þeir allir svona en þjóð veit og mun vita meira, þá er komið að því . Hvað eru stjórnvöld tilbúin að gera í málinu. Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband