Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Gleymdist að ræða við 44, þúsund landsmanna, um stöðugleikasáttmála ?

 Þessi ályktun öryrkja og aldraðra er sannarlega skiljanleg.

úr fréttinni.

"Ólíðandi er þó þegar reynt er að ná sáttum í samfélaginu að fulltrúar 44 þúsund landsmanna, öryrkja og eldri borgara, skuli ekki hafðir með í slíkri sáttagjörð,“ segir í ályktun aðalstjórnar ÖBÍ."

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki rætt við aldraða og öryrkja um stöðugleikasáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömlu " góðærisstjórnmálaflokkarnir " eru ónýtir við stjórnvöl landsins.

Samfylking og Vinstri Grænir hafa stimplað sig inn sem forsjárhyggjuflokka sem sitja efst i Fílabeinsturni og sjá ekki skóginn fyrir trjánum, frekar en stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar gerði heldur hér á landi við stjórnvölinn.

Þar áður var eins konar útgáfa af " frjálshyggjukapítalisma með kommúnisku ívafi " í boði  fyrrum Sjálfstæðis og  Framsóknarforystu..manna. Módel sem gekk illa eða ekki upp hér á landi.

Frjálslyndi flokkurinn sá um það að útrýma sjálfum sér af þingi með eigin aðferðafræði.

Núverandi formaður Framsóknarflokksins er að vissu leyti ferskasti vindurinn í sölum Alþingis og það segi ég þó hann sé frændi minn, en flokkurinn hafði vit á að endurnýja forystu fyrstur flokka eftir efnhagshrunið er varð honum til tekna. Það breytir því hins vegar ekki að sögulegar staðreyndir þáttöku þessa flokks við stjórnvölinn hér vega þar á móti.

Borgarahreyfngin er óskrifað blað að hluta til en þó hefur þar verið að finna vinstri væntumþykju og málamyndaöfgagang eins og saving iceland og spurning hvort flokkurinn verji vinstri menn í stjórn til forsjárhyggjuhugmynda.

Stór hluti landsmanna er landlaus í pólítík eftir fyrstu hugmyndir nýrrar ríkisstjórnar um icesavesamninga sem og skattagaleiðu þá sem landsmenn höfðu fyrr verið fastir á í góðærinu en vinstri stjórn hyggst nú auka og það í atvinnuleysi....

Stjórnmálamenn sem setið hafa á þingi í góðærinu virðast ekki átta sig á því að það sé horfið eins og loftbóla, að það er slæmt.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐA sveitarfélög létu byggja 4.400, óseldar íbúðir ?

Mig minnir að allt hafi orðið vitlaust þegar Davíð Oddsson nefndi einhvern tímann að húsnæðisverð myndi lækka um 30 % en nú hefur hagdeild ASÍ, komist að hærri tölu að sjá má.

Það er ekki sama hvaðan staðreyndirnar koma þ.e frá hægri eða vinstri mönnum.

úr fréttinni.

"

Raunverð fasteigna lækki um 40%

„Íbúðaverð mun áfram lækka á næstu misserum og spáir hagdeildin því að raunverð íbúðahúsnæðis lækki um tæp 40% frá því sem það var hæst árið 2007 og þar til það lágmarkinu verður náð í upphafi árs 2011. "

Maður veltir því hins vegar óhjákvæmilega fyrir sér hvers vegna í ósköpunum menn fái að byggja svo og svo mikið af húsnæði umfram þarfir, hvar er mat á slíku af hálfu sveitarfélaga ?

kv. Guðrún María.


mbl.is Óseldar 4.400 íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinna skapar velferð, og skatta í heilbrigðis, mennta og félagsmál, hvar eru atvinnuhugmyndirnar ?

Að sjá má eru hinir norrænu ráðherrar hér í boði Íslendinga, ef marka má þessa frásögu í fréttinni...

" Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, og Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra buðu til fundarins, en fimm starfsbræður þeirra af Norðurlöndum sóttu fundinn, tveir frá Noregi, frá Svíþjóð, Finnlandi og Færeyjum."

Hin fjárfreku velferðarkerfi Norðurlanda taka mikla fjármuni af skattfé og sannarlega þarf að skoða hvernig hægt er að standa vörð um hluta af því sem þar er til staðar hér á landi, en atvinnusköpun af því að standa bara " vörð um kerfi þessi " án hugmynda um annað er í mínum huga nokkuð fátækleg hugmyndafræði efnahagslega.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikilvægt að draga úr atvinnuleysi og styrkja velferðarkerfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og stjórnmálamenn knékrupu fyrir þessum " snillingum "..,-

Þvílík og önnur eins Matadorleiksýning, sem fjármálamógúlum hefur tekist að setja á svið hér á landi. 

Undirtónninn var lántaka á lántöku ofan, þar sem bankarnir voru seldir með axlaböndum verðtryggingar frá ríkinu til sérvalinna sjálfsskömmtunarpostula allra handa.

Almenningur var gerður að galeiðuþrælum bankanna sem spenntu axlaböndin ef rætt var um hækkun launa almennt í landinu sem ógna kynni stöðugleika hinnar guðdómlegu bankastarfssemi þar sem menn lánuðu sjálfum sér til þess að kaupa hlutabréf hægri vinstri í eigin athafnasemi.

Íslendingar hafa nú áttað sig á þvi að markaðshyggjuþokumóða lá yfir landinu en auðvitað gerðist það ekki fyrr en allir höfðu verið teymdir ofan í sandbleytuna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fengu milljarða að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málamyndablaðursfundur fulltrúa ríkisstjórnarinnar, sýndarmennska.

Þessi fundur hafði ekkert fram að færa utan það að lýsa því yfir að öll gögn yrðu birt sem ekki er nú að sjá að sé í hag núverandi stjórnarflokka sérstaklega miðað við frásögn um gerðardóm Evrópusambandsins einhliða sem ég bloggaði um hér í síðustu færslu.

Raunin er sú að núverandi flokkar við stjórnvölinn hafa ekki bein í nefinu til þess að standa vörð um hagsmuni fólksins í landinu, ellegar þeir hinir sömu vilja undirgangast allt það sem frá Evrópusambandi kemur og það atriði á því miður við Samfylkinguna.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Ekkert plan B"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland EKKI hluti af Evrópusambandinu, og ónýtt regluverk þess EKKI á ábyrgð Íslendinga.

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja ákváðu að skipa gerðardóm, um skuldbindingar Íslands, vægast sagt afar fróðlegt,

 

 "Þegar í ljós kom að umboð dómsins til að skilgreina skuldbindingar Íslands væri mjög víðtækt, dóminum væri ætlaður mjög skammur tími til að komast að niðurstöðu, og að niðurstaðan væri bindandi, var það mat ríkisstjórnarinnar að Ísland gæti ekki fallist á þessa málsmeðferð.

Hinir fulltrúarnir komu engu að síður saman og gáfu samdóma álit eftir rúmlega sólarhringsskoðun um að íslenska ríkinu bæri að ábyrgjast greiðslu lágmarkstrygginga samkvæmt tilskipuninni dygðu eignir Tryggingarsjóðsins ekki til. Ísland hefur ekki viðurkennt þessa niðurstöðu."

Hvaða lögsögu hafði þessi gerðardómur Evrópusambandsins yfir því atriði setja alla ábyrgð á Íslendinga í þessu efni  ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Árni átti í vök að verjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að færa málaflokk samgangna undir sveitarstjórnir ?

Ef til vill væri allt í lagi að leggja samgönguráðuneytið niður og færa verkefni þetta heim í héruð um allt land, og ákveðið framlag fjárlaga ár hvert yrði þá hið sama til handa sveitarfélögum í verkefnið.

Ekki man ég lengur hvað er búið að fresta Suðurstrandarveg oft en sem betur fer er hægt að komast þá leið, ef menn þyrftu á að halda þótt enn sé ekki malbikað, en vegagerð þar hefur verið frestað meðan byggð hafa verið göng annars staðar á landinu æ ofan í æ.

Með miðstýringu úr ráðuneyti samgöngumála tókst mönnum til dæmis að byggja fjölda einbreiðra brúa um allt Suðurland þótt örskömmu síðar í árum talið þyrfti að gera þær tvíbreiðar, þetta heitir að geta ekki hugsað fram í tímann.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja forgangsraða aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá þér Ásmundur.

Það er fagnaðarefni að þingmenn tali skýrt um sína skoðun á málum og í þessu efni er ég innilega sammála þingmanninum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hvatti þingheim til að slá ESB út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband