Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, birti nefndarskýrsluna um innistæðutryggingar í Evrópu.

Nú er það stjórnvalda og utanríkisráðherra að draga fram skýrslur úr skúffum sínum sem nefnd OECD vann, varðandi það atriði að evrópskt regluverk nái ekki yfir bankahrun.

 úr frétt um viðtal við Davíð Oddsson.

"Vill að skýrsla OECD verði birt opinberlega

Davíð segir þessi gögn vera til í stjórnkerfinu og vill að þau verði birt opinberlega. Í utanríkisráðuneytinu sé til skýrsla um tryggingamál og innstæðutryggingasjóði, sem unnin var af nefnd á vegum OECD, undir formennsku Jean-Claude Trichet, sem nú er orðinn bankastjóri Seðlabanka Evrópu. Í þeirri skýrslu komi fram að evrópskar reglur um innstæðutryggingar gildi ekki ef um algjört bankahrun er að ræða í viðkomandi landi "

 því fyrr, því betra.

kv.Guðrún María.

 


Vinstri menn fara á taugum þegar Davíð tjáir sig.

Eins og venjuega hlaupa menn á flokksbásana í varnarstöður fram og til baka þegar meintur aðalandstæðingur þeirra hinna sömu í stjórnmálum Davíð Oddsson lætur eitthvað frá sér fara.

Þar er um að ræða heimskulegan meting fyrrum formanns Samfylkingar og fyrrverandi borgarstjóra gagnvart öðrum fyrrum borgarstjóra, sem var þá formaður Sjálfstæðisflokksins, sem sannarlega hefur haft hinar margvíslegu birtingarmyndir í íslenskum stjórnmálum undanfarna áratugi.

Pólítiskt hanaat, sem betur hefði verið komið innan veggja hænsnakofans á báða bóga að hluta til, en því skal ekki gleyma að búsáhaldabyltingin var vinstra megin og gerði mikið að koma einum manni frá Davíð Oddssyni, sem var pólítísk leiksýning til að auka fylgi við vinstri flokkana.

Hræðslan við Davíð endurspeglar oftar en ekki afar ómálefnalega umræðu í íslenskum stjórnmálum, sem verið hefur og er enn mikið vandamál.

kv.Guðrún María.

 


Við viljum DAVÍÐ aftur.

Davíð Oddsson hefur nú gert hreint fyrir sínum dyrum að sjá má, en sennilega er hann einn fárra pólítíkusa með bein í nefinu á síðari tímum.

Sem persóna í pólítík hefur hann mátt þola allt að því fárviðri markaðsafla í landinu, gegn tilraunum til umbreytinga á eignarhaldi fjölmiðla á markaði á sínum tíma.

Á því ómálefnalega fárviðri nærðust vinstri flokkar í landinu, um tíma og að hluta til stjórnarandstaða í heild.

Það er fínt að Davið setji nú utanríkisráðuneytið í þá stöðu að birta skýrslu um innistæðutryggingar sem unnin hefur verið af OECD, og nú hljóta spjótin að standa á utanríksráðherra í því efni að upplýsa þjóðina um þau hin sömu gögn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt Ísland.

Auðvitað þurfti hér allt helst að hrynja til grunna,

áður en menn gátu séð það að byrgja þarf brunna.

Í lífsgæðakapphlaupi milljarðamæringar undu,

dýrkaðir útrásarvíkingar á sömu stundu.

Allt er í heimi hér hverfult og krónur í magni,

heita ei  "hagræðing" lengur sem hluti að gagni.

Þjóðin í kviksyndi fjárglæfra misvitra ráða,

hver skapaði skilyrðin þessi, til þvlíkra dáða.

Útrásarvíkingar ekki áttu sæti á þingi,

þar voru aðrir sem núna ferðast í hringi.

 

 ( frumsamið af fingrum fram )

kv.Guðrún María.


Var ekkert í gangi í eftirlitskerfum hins opinbera, eða eru menn að finna upp hjólið nú ?

Í mínum huga er samstarf skattayfirvalda og greiðenda atvinnuleysisbóta eitthvað sem ég hélt að væri til staðar öllum stundum.

Hafi það hins vegar ekki verið eins og þessi frétt ber með sér þá er það deginum ljósara að hefja þarf hið sama samstarf.

kv.Guðrún María.


mbl.is Aukið samstarf skattsins og Vinnumálastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur.... "

Hvers vegna skyldi það vera að læknar hafi ekki sóst eftir því að starfa í stjórnmálum ?

Jú ástæðan liggur fyrir, það hefur ekki borgað sig, flóknara er það ekki að mínu viti , þvi hið opinbera hefur greitt og greitt svo og svo mikið laun án þess þó að gæðastjórnunarkerfi væri til staðar, svo ekki sé minnst á heildaryfirsýn yfir heilbrigðismálasviðið.

úr fréttinni. 

"Ætla má að árlegur sparnaður ríkissjóðs yrði 1,5 milljarðar ef laun þessara starfsmanna væru lækkuð til jafns við laun forsætisráðherra. Við slíkar aðgerðir þyrfti þó að líta til samsetningar heildarlauna. Dagvinnulaun svara til 54% heildarlauna þessa hóps, en önnur laun 35%.

Langflestir hálaunamannanna eru læknar. Einstaka eru í stéttarfélögum á borð við Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Stéttarfélag verkfræðinga, svo dæmi séu tekin. "

Einn og hálfur milljarður árlega eru fjármunir sem munar um.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hefði mest áhrif á laun lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarmennska í samningagerð.

Hin fáránlega samningagerð yfrstjórnunarapparats verkalýðsfélaga um samninga millum afar ólíkra hópa með afar mismunandi laun, er barn síns tíma og vinnustaðasamningar skyldu fyrir löngu hafa tekið við, þar sem ólíkir hópar með mismunandi menntun vinna saman að sama markmiði starfa fyrir hið opinbera.

Ef einhvern tímann á að ná sátt millum tekjuhópa í okkar samfélagi þá er það með gagnkvæmri virðingu gagnvart mikilvægi allra er koma að málum.

Vinnustaðasamningar gera það að verkum að hægt er að taka á ólíkum starfsskilyrðum starfsmanna að störfum sem er endalaust deiluefni alla jafna en hægt er að leysa með sérstökum samningum á hverjum stað.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Ósamið við starfsfólk sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hefst nú hagsmunavarsla lækna, með hagfræðing á eigin vegum.

Afar fróðleg frétt, um það að LÆKNAVAKTIN sé ódýrasta fyrirkomulag þjónustu.

Raunin er sú að höfuðborgarbúar hafa mátt búa við lélegri þjónustu heilsugæslukerfisins en aðrir landsmenn hvað varðar það atriði að vitjun læknis hefur ekki getað átt sér stað að dagtíma heldur einungis eftir klukkan fimm.  Það er lélegt.

Heilsugæsla hefur verið í lamasessi á höfuðborgarsvæðinu í mörg herrans ár og fyrirtæki lækna Læknavaktin er dýrari þjónusta en það atriði að hver læknir sjái um sína sjúklinga þar með talið vitjanir eins og tíðkast úti á landi. Sérgreinalæknum á ekki að blanda inn í þessa tegund þjónustu fyrir fimm aura eins og hér er gert í því sem ég dreg fram úr þessari frétt.

Hér er nefnilega verið að ræða um grunnþjónustu heilsugæslunnar.

 

 "Fjárframlög ríkisins til Læknavaktarinnar árið 2007 var 247 milljónir króna. Til að bera saman kostnað heilsugæslunnar, sérgreinalækna og læknavaktarinnar var vitjanahlutinn tekinn út sem og 75% af kostnaði vegna símaþjónustu hjúkrunarfræðinga. Heildarkostnaður á hverja komu sjúklinga á Læknavaktina árið 2007 var um 3.700 krónur að meðaltali. Hlutur sjúklings í þessum kostnaði var tæplega 40% að meðaltali sem þýðir að ríkið greiddi 2.260 krónur fyrir hverja komu."

Væri þjónusta þessi allan sólarhringinn er kostnaður þessi réttlætanlegur en þjónustan er EKKI allan sólarhringinn, þess á milli er ætlast til þess að fólk komi fárveikt á heilsugæslustöðvar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Læknavaktin ódýrust fyrir ríkissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið íslenzka flokksræði og lýðræði landsmanna.

Það hefur verið sérstakt að fylgjast með flokksmönnum Samfylkingar sem og hluta VG við það að reyna að verja tilvist icesavesamkomulagsins, til handa þjóðinni.

Þvílík og önnur eins flokkshollusta fyrirfinnst vart, sem aftur færir heim sanninn að það er sami rassinn undir bæði vinstri og hægri flokkum við stjórnvölinn, þ.e. í nafni flokka sinna munu þeir bjóða þjóðinni allt það sem flokksforystunni dettur í hug að bera á borð, einkum og sér í lagi ef menn sitja við stjórnvölinn.

Hið sama gildir um meinta miðjuflokka, Frjálslyndi flokkurinn náði að þurrka sjálfan sig út af þingi með flokksræði og endurnýjunarleysi í forystu flokksins, meðan Framsóknarflokkurinn hafði þó vit á að skipta um menn í brúnni, þótt ekki hefði stefnan breyst eitthvað sérstaklega, þá græddu þeir eigi að síður á því hinu sama.

Fjötra flokksræðisins er eigi að síður að finna innan valdapíramída íslenska stjórnkerfisins þar sem gamla skipulagið var það að vinstri flokkarnir fengu að hafa sína menn heilbrigðis og tryggingamálaflokki sem og félagsmálageira meðan hægri menn sátu við valdatauma og höfðu tögl og hagldir um fjármál og dómsmál, og Framsóknarflokkurinn við stjórnvaldatauma fékk yfirleitt einhvers konar byggðamálanefndarformannastarfssemi allra handa en á siðari árum frjálshyggjunnar hinnar endamarkalausu gat flokkurinn komið sínum mönnum vel fyrir í viðskiptaumhverfinu líkt og þáverandi samstarfsflokkur íhaldið sem gerði hið sama.

Ef einhver vildi fara að breyta einhverju í viðkomandi málaflokkum þá var eins gott að gera sér grein fyrir þessum gamla valdapíramída sem var til á blaði með ósýnilegu bleki.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Íslendingar þurfa að fá Færeyinga til ráðgjafar um fiskveiðistjórnun.

Í raun og veru gilda sömu lögmál um Ísland og Færeyjar, hvað varðar stjórnun fiskveiða í sátt við lífríkið og Íslendingar geta fengið mikla vitneskju frá Færeyingum í þessu efni ekki hvað síst varðandi það atriði að huga að samsetningu fiskiskipastólsins, svo ekki sé minnst á kerfisfyrirkomulagið.

Færeyingar höfnuðu kvótakerfisfyrirkomulagi vegna þess að þeir sáu að það leiddi til sóunar.

Sókn er hægt að takmarka með öðru móti svo mikið er víst, og framsalsbrask og fjármunaumsýslu þarf að koma á brott hér á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ráðgjafahópur um endurskoðun stjórnkerfis fiskveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband