Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Stjórnvöld mega gjöra svo vel að huga að því sem kemur fram í þessari frétt.

Ég hef sagt það áður og segi enn, að ég tel að taka þurfi málefni erlendra ríkisborgara sem misst hafa atvinnu á Íslandi til sérstakrar skoðunar, áður en til þess kemur tölur sem þessar hækki enn frekar.

Við buðum fólk af erlendu bergi brotnu velkomið til vinnuþáttöku í okkar samfélagi og okkar siðferðilega skylda er að virða þá hina sömu vinnuþáttöku og standa vörð um réttindi fólks að erlendu bergi brotnu til jafns við okkar eigin.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikið atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAR voru hinir gagnrýnu fjölmiðlar í landinu, hver er hlutur þeirra í " útrásarævintýramennskunni " ?

Voru fjölmiðlarnir uppteknir af því að segja frá hlutabréfavísitölugengi hvers dags, eða voru þeir með gagnrýna umfjöllun um þróun markaðshyggju á sviði fjármála ?

Raunin er sú að fjölmiðlarnar voru uppteknir af frásögnum af hinu endalausa góðæri sem dásamað var enda á milli alla daga og útrásarvíkingar baðaðir sviðsljósinu sem bjargvættir og góðmenni.

Hugmyndir um fjölmiðlalagasetningu þar sem reynt var að leiða í lög takmörkun á eignarhaldi fékk afar skringilegan málatilbúnað ekki hvað síst með aðstoð fjölmiðlanna sjálfra sem fóru offari gegn því hinu sama eins sjálfsagt og slíkt var á þeim tima.

Afar fáir sáu í gegn um þann hamagang allan sem að hluta til var Hrunadans hinna nýríku peningaafla hins meinta frelsis landsmanna sem hafði snúist í helsi einokunar en fært var í búning takmörkunar á tjáningarfrelsi eins hjákátlegt og það nú var.

Gagnrýn umfjöllun var ekki fyrir hendi heldur lofgjörð og dásömun á viðvarandi ástandi meira og minna, og allar úrtöluraddir fengu ekki inni með gagnrýni.

Helmingur fjölmiðlamarkaðar var enda í eigu stjórnvalda, og hinn helmingur í eigu ráðandi markaðsaðila á fleiri en einu sviði á íslenskum markaði ásamt umsvifum erlendis.

kv.Guðrún María.

 


HVER bjó til umhverfið fyrir " útrásarvíkingana " ?

Getur það verið að sitjandi stjórnvöld á góðæristímanum hafi áttað sig á því til fullnustu hvert fjármálaævintýramennska einnar þjóðar gat leitt ?

Hvað með Alþingi allt, þar með talið stjórnarandstöðuflokka sem flestir voru farnir að tala um markaðaslausnir hver um annan þveran ?

Hvar voru allir vitringar og spekingar sem kosnir höfðu verið sem fulltrúar almennings í landinu ?

Dönsuðu þeir með og hver er ábyrgð þeirra hinna sömu ?

Hafi fjármálafyrirtækin farið að lögum þá hljóta lögin annað hvort að hafa verið illa úr garði gerð eða ónýt, og hver smíðaði lögin ?

Hafði Alþingi ekkert eftirlit með því að stofnanir virkuðu sem skyldi, svo sem eftirlit með fjármálaumhverfinu ellegar annars konar virkt eftirlit með stofnunum ríkisins ?

ER það eðlilegt að sami stjórnmálaflokkur og sat í ríkisstjórn er fjármálahrunið varð, sitji nú við völd með forsvar í ríkisstjórn ?

Það þarf að velta upp fleiri flötum hvað varðar ábyrgð á skipulagi sem og ábyrgð flokka og alþingismanna í þessu sambandi ef rannsókn mála á að skila okkur einhverju.

kv.Guðrún María.

 

 


Alls konar nefndir og ráð skulu stjórna og stýra,.....

Ég velti fyrir mér hvað þetta framtak kosti þ.e. hver eru launin fyrir setu í þessu nýskipaða ráði sem inniheldur hvorki meira eða minna en 17 manns ásamt þremur ráðherrum til viðbótar ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Nýtt Vísinda- og tækniráð skipað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með lögmenn með málarekstur fyrir dómstólum, gegn hinu opinbera ?

Er það allt í lagi að þeir hinir sömu vaði á súðum í fjölmiðlum í málsvörn allra handa ?

Finnst þessi ályktun nú hálf skringileg satt best að segja einkum vegna þess að gagnrýni saksóknarans var á þann veg að ekki kom við rannsókn mála að nokkru leyti.

kv.Guðrún María.


mbl.is Virða ber lagareglur um hæfi embættismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú reynir á hvort Ísland stendur vörð um réttarfarslega hagsmuni eigin þjóðar.

Íslendingar sjá í gegn um flokkspólítískan undirlægjuhátt varðandi samninga um Icesave fjárskuldbindingar þar sem Samfylkingin með sín flokksmarkmið um inngöngu í Esb, reynir að telja þjóðinni trú um að við skulum " bara borga skuldir, ævintýramennsku án landamæra " sem Evrópa öll er BER ÁBYRGÐ á.... 

Auðvitað eigum við að láta reyna á gildi þessara samninga fyrir alþjóðlegum dómstól, annað er óábyrgt, með tilliti til þess hvað um ræðir í því sambandi.

Við tökum okkar ábyrgð en það er út úr korti að við berum EIN ábyrgð á Evrópskum skorti á löggjöf í þessu sambandi, og að íslenskir stjórnmálaflokkar skuli bera slíkt á borð fyrir landsmenn er hneisa og skömm og sýnir og sannar betur en flest hve " hin flokkspólítísku markmið, eiginhagsmuna stjórnmálaflokka " geta leitt menn í villigötur með.

Evrópusambandið getur hundskast til að viðurkenna eigin annmarka á sviði fjármálagerninga í Evrópu án aðstoðar, þess að setja íslensku þjóðina í fjötra um aldur og ævi , vegna flokka sem telja sínum flokkspólítísku markmiðum best borgið með slíku, eins fáránlegt og það er.

Það er alþjóðlegra dómsstóla að skera úr um gildi ábyrgðar í þessu sambandi til handa þjóðum sem leyfðu starfssemi fjármálafyrirtækja í sínum löndum.

kv.Guðrún María.

 


Reynsluleysi vinstri manna við stjórnvölinn, og úreltar hugmyndir um stofnanaumsýslu.

Frumvarp um bankaumsýslu ríkisins sem stofnun á þessum tímum er eins og " nýju fötin keisarans í markaðshyggjuþokumóðu frjálshyggjunnar "  ....

Því miður kemur það betur og betur í ljós hve litla reynslu vinstri menn hafa við stjórnvölinn, og gamaldags viðhald ríkisreksturs , án skoðunar á hvað hann kostar oss á þeim tímum sem þjóðin meðtekur nú er furðulegt viðhorf.

Lagafrumvarp um enn eitt ríkisapparat er einu frumvarpi of mikið nú um stundir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kafka og Kundera í Bankasýslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessir hópar hafa tekið á sig tekjuskerðingar allt góðæristímabilið, vegna frosinna skattleysismarka.

Mótmæli eldri borgara eru réttmæt, því svo sannarlega hefði fyrst átt að koma fram með tillögur frá hinu opinbera til þess að draga úr umsvifum í rekstri stofnanna ríkisins, áður en kjaraskerðing þeirra hópa sem hér um ræðir skyldi á dagskrá.

kv.Guðrún María.


mbl.is Eldri borgarar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður póstkosning til handa félagsmönnum ?

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með framhaldi þessarra ráðagerða, þ.e. hvort í kjölfar formnnafundar, verður boðað til funda í félögum ellegar póstkosningu til handa félagsmönnum.

kv.Guðrún María.


mbl.is ASÍ boðar til formannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milliliðamiðstjórnarapparat verkalýðsforkólfa og atvinnulífs, við sérsamningagerð er óþarft.

Það er alveg nóg að hafa verkalýðsfélög sem semja við vinnuveitendur þótt sérsambönd félaga og félag atvinnurekenda sé ekki einnig í samningagerð við stjórnvöld, því til viðbótar, eins og einhver hliðarríkisstjórn í landinu...

Við höfum ALDREI þurft þessi yfirregnhlífarbandalög verkalýðshreyfingar hér ALDREI og hafi einhvern tíma verið tímabært að afleggja slíkt þá er það núna.

Það gildir sama um slík yfirrregnhlífasamtök atvinnurekenda, þeir hinir sömu gera ekkert annað en greiða í þetta miðstýringaryfirstjórnunarapparat rétt eins og launþegar til að viðhalda ASÍ.

Því til viðbótar eru þessir aðilar orðnir á sama báti þegar kemur að fjármunum sem launþegar greiða í lifeyrissjóðina, sem fjárfestar.

Hringavitleysa sem Alþingi þarf að taka á með endurskoðun laga þar að lútandi.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Halda áfram viðræðum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband