HVER bjó til umhverfið fyrir " útrásarvíkingana " ?

Getur það verið að sitjandi stjórnvöld á góðæristímanum hafi áttað sig á því til fullnustu hvert fjármálaævintýramennska einnar þjóðar gat leitt ?

Hvað með Alþingi allt, þar með talið stjórnarandstöðuflokka sem flestir voru farnir að tala um markaðaslausnir hver um annan þveran ?

Hvar voru allir vitringar og spekingar sem kosnir höfðu verið sem fulltrúar almennings í landinu ?

Dönsuðu þeir með og hver er ábyrgð þeirra hinna sömu ?

Hafi fjármálafyrirtækin farið að lögum þá hljóta lögin annað hvort að hafa verið illa úr garði gerð eða ónýt, og hver smíðaði lögin ?

Hafði Alþingi ekkert eftirlit með því að stofnanir virkuðu sem skyldi, svo sem eftirlit með fjármálaumhverfinu ellegar annars konar virkt eftirlit með stofnunum ríkisins ?

ER það eðlilegt að sami stjórnmálaflokkur og sat í ríkisstjórn er fjármálahrunið varð, sitji nú við völd með forsvar í ríkisstjórn ?

Það þarf að velta upp fleiri flötum hvað varðar ábyrgð á skipulagi sem og ábyrgð flokka og alþingismanna í þessu sambandi ef rannsókn mála á að skila okkur einhverju.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Sævar Einarsson, 24.6.2009 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband