Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Hvernig væri það að kjörnir alþingismenn færu að mynda sér skoðun sjálfir án sérfræðinga til að semja lög ?

Alþingismenn eru kosnir til þess að stjórna og þar með talið að mynda sér skoðun á málum og búa til lagaumgjörð eins samfélags. 

Hversu mikið mark taka kjörnir alþingsismenn á utanaðkomandi áliti allra handa sérfræðinga hér og þar í ráðuneytum, úr atvinnulífinu, af lögspekingum osfrv. ?

Mín skoðun er sú að meira og minna sé það því miður orðið hluti af starfi stjórnmálamanna á þingi að skýla sér bak við skoðanir allra handa sérfræðiaðila til þess að móta afstöðu til mála.

Með því móti þurfa þeir sjálfir ekki að bera nema litla sem enga ábyrgð á ákvarðanatöku að eigin mati.

Fjarlægð alþingismanna frá framkvæmd mála að lokinni lagasetningu er alger og haf og himinn milli þess sem menn virðast hafa vitund um í samfélaginu og þess sem menn telja að þeir hafi áorkað til bóta.

Þar þarf sannarlega að snúa við blaðinu og draga menn til ábyrgðar á eigin greiddum atkvæðum um mál öll sem og af ákvörðunum við stjórn eins samfélags, til hins verra eða betra hverju sinni.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


Gott framtak, til hamingju, baráttan gegn fíkniefnum í samfélaginu er stöðug.

Hin fjölmörgu félagslegu og heilbrigðislegu vandamál af völdum af völdum fíkninefnaneyslu ásamt öllum þeim kostnaði sem dómsmálayfirvöld, mega meðtaka á hverju ári er of stór þáttur í okkar samfélagi.

Því til viðbótar kemur andleg þjáning aðstandenda þeirra sem ánetjast fíkniefnum og endalaus barátta fjölskyldna við þennan vágest þar sem fíkill í fjölskyldu kann að setja allt fjölskyldulíf í uppnám, meira og minna.

Þá sögu þekkir sú er þetta rítar af báráttu sem slíkri sem aðstandandi en eins sérkennilegt og það nú er er okkar kerfisfyrirkomulag hvoru tveggja á félags og heilbrigðissviði illa samhæft til þess að taka á þessu vandamáli af alvöru á frumstigum, þ.e. þegar börn eiga í hlut, því miður.

Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um dómsmálayfirvöld og lögreglu sem eiga heiður skilið að nær öllu leyti í þessari baráttu.

Blessuð sé minning þeirra sem kvatt hafa þetta jarðlíf og ég vona að þetta átak skili vitund og viðhorfi til almennings gagnvart fíkniefnum.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Ég verð ekki fíkill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur, fyrrum pólítískur flokksbróðir var formaður samninganefndar þessarar, hvers vegna ?

Þetta mál lyktar af íslenskri pólítík þar sem hin afdalavitlausa venja að skipa menn af sama bás pólískt er valin, aftur og aftur og aftur.

Ekki þurfti þar Framsóknarflokkinn til, nei það voru Vinstri Grænir, en formaður samninganefndarinnar er einnig faðir eins ráðherra í ríkisstjórn landsins, því til viðbótar og ætti samkvæmt stjórnsýslulögum að mínu viti að vera vanhæfur vegna vensla ,ef góðum stjórnsýsluháttum væri fylgt í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekkert til sparað að aðstoða samninganefndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfugþróun í sjávarútvegi hjá Skotum við inngöngu í Evrópusambandið.

Við Íslendingar eigum enn eftir að laga okkar meingölluðu fiskveiðistjórn en, innganga í Evrópusambandið væri að fara úr öskunni í eldinn, miðað við reynslu Skota.

Það er nefnilega eitt að hafa vald í eigin landi til umbreytinga og annað að framselja það einhvers konar yfirstjórn í Brussel.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skelfileg reynsla Skota af fiskveiðistefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú reynir á lýðræðið.

Verði sú niðurstaða uppi að Alþingi samþykki Icesavesamningana, þá hefur forseti það í hendi sér að synja lögum staðfestingar og leggja mál í dóm þjóðarinnar, en sá hinn sami hefur skapað þar fordæmi og fróðlegt mun vera að fylgjast með framvindu mála.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja að forseti synji staðfestingu á ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað var maður að segja 2007 ?

Það er ágætt að fletta gömlum pistlum og draga fram að nýju.

 "

Sem bóndadóttur úr sveit hefði mér ekki þótt það góð lexía að hleypa bústofni út á akra , nautgripum með horn og hala til dæmis , án þess að til staðar væri afmarkað svæði afgirt sérstaklega til hýsingar.

Hér á landi varð til hlutabréfamarkaður allt í einu , þar sem fjárfestar hver um annan þveran nær tróðust undir í aðkomu að slíku, án þess þó að til staðar væri ýkja fullkomin löggjöf um markað og samkeppnisumhverfi sem aftur hefur leitt hvað af sér ?

Jú frumskógarlögmál og einokun þar sem þeir fjársterkustu ná einokunaraðstöðu í fákeppnismarkaði, með einstökum skilyrðum þar að lútandi.

Hið opinbera , stjórnvöld gátu ekki á sér setið meðan slíkur markaður fengi að þróast um stund hvað varðar það atriði að einkavæða allt í einu rikisbanka , símaþjónustu, samgöngur osfrv. með tilheyrandi aðkomu fjársterkra aðila örfárra eðli máls samkvæmt í fámennu landi, þar sem landsmenn einnig hinir fáu máttu gjöra svo vel að borga fyrir þá hina sömu " markaðsþróun " í formi hærri vaxta og verðlags almennt í landinu svo fyrirtækin gætu tekið þátt í markaðslögmálum undir formerkjum hins meinta frelsis.

Frelsi þurfa hins vegar að finnast mörk í upphafi því annars fáum við ekki notið þess og það kann að snúast í öndverðu sína ef þau hin sömu mörk skortir í upphafi.

Sala ríkisbanka án þess að afnám verðtryggingar fjárskuldbindinga fylgi þar með samtímis er einn skandall af mörgum en all þýðingarmikill fyrir vora þjóð.

kv.gmaria. "


Fyrrum stjórnarformaður Nasdaq hlutabréfamarkaðar, á leið í 150 ára fangelsi.

Óhjákvæmilega leitar hugurinn hingað heim varðandi það atriði hver ábyrgð hins íslenska hlutabréfamarkaðar er í útrásarævintýri Íslendinga.

Vonandi ef þar ekki um sambærileg mistök að ræða og þarna virðist hafa átt sér stað en allir þáttakendur í loftbóluævintýri hér á landi skyldu sannarlega hver um sig bera sína ábyrgð, hvar sem standa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Krefjast 150 ára fangelsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurvöllur dugir til mótmæla, það þarf ekki að funda um þetta mál.

Til hvers að vera að spyrja " getum við borgað " við vitum að við getum ekki borgað og hvers konar blaðursfrummælandafundir breyta þar engu um, það nægir að mótmæla á Austurvelli eins og menn hafa gert og það að vera að draga fólk inn í smákofa eins og Iðnó til þess að hlusta á einhverja fyrirfram útvalda ræðumenn " frummælendur "  með fjármálaráðherra þar ennig, er óþarft í þessu sambandi að mínu viti.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


mbl.is Borgarafundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlent eignarhald í orkufyrirtæki !

ER þetta það sem koma skal eða hvað ?

Eru Suðurnesjamenn ánægðir með þessa þróun mála ?

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Kanadískt félag kaupir í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smávegis fróðleikur um ríkisstarfsmenn úr fjármálaráðuneyti.

Þetta fann ég á síðu fjármálaráðuneytisins, og set hér inn en þar kemur meðal annars fram að hið opinbera hefur ekki vitað hvað margir eru að störfum vegna skorts á samkeyrslu upplýsinga.

 

"

Starfsmenn og stofnanir

4/2009

Starfsmenn

Starfsmenn ríkisins eru um 23 þúsund eða rúmlega 12% af heildarvinnuafli í landinu, 184 þúsund manns á ársgrundvelli. Launakostnaður ríkisins er um fjórðungur heildarútgjalda þess samkvæmt ríkisreikningi fyrir árið 2007.

Starfsmenn ríkisins eru að miklum meirihluta konur, eða 62%. Meðalaldur starfsmanna í ársbyrjun 2009 er 45,3 ár, konur eru að meðaltali 44,6 ára og karlar 46,6 ára. Er þá miðað við starfsmenn sem fengu greidd mánaðarlaun.

Stofnanir

Stofnanir ríkisins að ráðuneytunum meðtöldum eru um 200 talsins. Flestar stofnanir heyra undir menntamálaráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Tæpur helmingur ríkisstofnana er með færri en 20 starfsmenn. Landspítali - háskólasjúkrahús er langfjölmennasta stofnunin en þar starfa tæplega 5.000 manns.

Endurnýjun upplýsingakerfa

Hingað til hafa ekki legið fyrir samræmdar upplýsingar um starfsmannamál ríkisins í heild, enda voru ekki allar ríkisstofnanir með sama launakerfi fyrr en nýlega. Samræmdar upplýsingar hefur skort um heildarfjölda starfsmanna, ársverk o.s.frv. Eitt markmiðið með endurnýjun upplýsingakerfa ríkisins undanfarin ár er samræming á launavinnslu innan þess og uppbygging gagnagrunns til að auðvelda upplýsingagjöf um starfsmannamál.

Gagnagrunnur ríkisins

1. janúar 2007 var loks sameinuð launavinnsla hjá öllum stofnunum ríkisins. Þaðan í frá munu því liggja fyrir heildstæðar tölfræðiupplýsingar um starfsmannamál ríkisins. Jafnframt er hafinn undirbúningur að því að samræma og safna saman heildstæðum upplýsingum fyrir ríkið aftur í tímann í einn aðgengilegan gagnagrunn. Það er umfangsmikið verkefni og ekki ljóst hvenær því lýkur. Fyrsti hluti gagnagrunnsins verður væntanlega tekinn í notkun árið 2009, en þangað til má gera ráð fyrir einhverri ónákvæmni í tölum.

Starfsmenn í gagnasafni

Í launavinnslukerfi Fjársýslunnar eru allir starfsmenn sem fá greidd laun frá ríkisstofnunum. Kerfið nær hins vegar ekki yfir starfsmenn opinberra hlutafélaga, stofnana sem gert hafa þjónustusamning eða verktakasamning við ríkið eða sjálfseignarstofnana sem sinna öldrunarþjónustu

Nokkrar tölur um starfsmannafjölda ríkisins

Fjöldi starfsmanna í launakerfi ríkisins á ársgrundvelli 2003-2008

Ár

Karlar
Konur
Samtals
2003
10.400
17.000
27.400

2004

10.300

17.000

27.300

2005

10.300

17.400

27.700

20061
10.200
18.300
28.500
2007
10.500
18.800
29.300
2008
10.100
18.600
28.700

1 Tölur fyrir FSA 2006 eru bráðabirgðatölur. Þann 1. október 2006 bættust við 97 stöðugildi þegar ríkið yfirtók verkefni Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.

Fjöldi starfa er töluvert færri en fjöldi starfsmanna, enda vinna margir í hlutastörfum eða aðeins hluta af ári, til dæmis í námshléum, við sumarafleysingar og fleira. Fastir starfsmenn eru að jafnaði um 22-23 þúsund, en kennitölur á skrá eru talsvert fleiri þegar heilt ár er skoðað í senn. Sem dæmi fengu ríflega 28.700 einstaklingar a.m.k. einu sinni greidd laun frá ríkinu árið 2008.


Ársverk 2003-2008

Ár

Karlar

Konur

Samtals

2003
7.500
10.600
18.100
2004
7.500
10.900
18.400
2005
7.500
10.900
18.400
2006
7.300
11.100
18.400

2007

7.200

11.300

18.400

2008

7.200

11.500

18.600

 

Aldursskipting ríkisstarfsmanna í ársbyrjun 2009


Aldurshópur

Karlar
Konur
Meðal-
starfs-
hlutfall

 

Allir

Yngri en 25 ára
5%
5%

6%

54%
25-29  ára
9%
8%

9%

77%
30-34 ára
8%
10%

9%

81%
35-39 ára
9%
10%

10%

84%
40-44 ára
11%
11%

11%

86%
45-49 ára
12%
13%

13%

88%
50-54 ára
14%
14%

14%

89%
55-59 ára
15%
13%

13%

90%
60-64 ára
11%
9%

10%

88%
65 ára og eldri
7%
6%

5%

77%
Samtals
100%
100%

100%

83%

  

"

afar fróðlegt.

 

kv.Guðrún María.

  


 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband