Smávegis fróðleikur um ríkisstarfsmenn úr fjármálaráðuneyti.

Þetta fann ég á síðu fjármálaráðuneytisins, og set hér inn en þar kemur meðal annars fram að hið opinbera hefur ekki vitað hvað margir eru að störfum vegna skorts á samkeyrslu upplýsinga.

 

"

Starfsmenn og stofnanir

4/2009

Starfsmenn

Starfsmenn ríkisins eru um 23 þúsund eða rúmlega 12% af heildarvinnuafli í landinu, 184 þúsund manns á ársgrundvelli. Launakostnaður ríkisins er um fjórðungur heildarútgjalda þess samkvæmt ríkisreikningi fyrir árið 2007.

Starfsmenn ríkisins eru að miklum meirihluta konur, eða 62%. Meðalaldur starfsmanna í ársbyrjun 2009 er 45,3 ár, konur eru að meðaltali 44,6 ára og karlar 46,6 ára. Er þá miðað við starfsmenn sem fengu greidd mánaðarlaun.

Stofnanir

Stofnanir ríkisins að ráðuneytunum meðtöldum eru um 200 talsins. Flestar stofnanir heyra undir menntamálaráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Tæpur helmingur ríkisstofnana er með færri en 20 starfsmenn. Landspítali - háskólasjúkrahús er langfjölmennasta stofnunin en þar starfa tæplega 5.000 manns.

Endurnýjun upplýsingakerfa

Hingað til hafa ekki legið fyrir samræmdar upplýsingar um starfsmannamál ríkisins í heild, enda voru ekki allar ríkisstofnanir með sama launakerfi fyrr en nýlega. Samræmdar upplýsingar hefur skort um heildarfjölda starfsmanna, ársverk o.s.frv. Eitt markmiðið með endurnýjun upplýsingakerfa ríkisins undanfarin ár er samræming á launavinnslu innan þess og uppbygging gagnagrunns til að auðvelda upplýsingagjöf um starfsmannamál.

Gagnagrunnur ríkisins

1. janúar 2007 var loks sameinuð launavinnsla hjá öllum stofnunum ríkisins. Þaðan í frá munu því liggja fyrir heildstæðar tölfræðiupplýsingar um starfsmannamál ríkisins. Jafnframt er hafinn undirbúningur að því að samræma og safna saman heildstæðum upplýsingum fyrir ríkið aftur í tímann í einn aðgengilegan gagnagrunn. Það er umfangsmikið verkefni og ekki ljóst hvenær því lýkur. Fyrsti hluti gagnagrunnsins verður væntanlega tekinn í notkun árið 2009, en þangað til má gera ráð fyrir einhverri ónákvæmni í tölum.

Starfsmenn í gagnasafni

Í launavinnslukerfi Fjársýslunnar eru allir starfsmenn sem fá greidd laun frá ríkisstofnunum. Kerfið nær hins vegar ekki yfir starfsmenn opinberra hlutafélaga, stofnana sem gert hafa þjónustusamning eða verktakasamning við ríkið eða sjálfseignarstofnana sem sinna öldrunarþjónustu

Nokkrar tölur um starfsmannafjölda ríkisins

Fjöldi starfsmanna í launakerfi ríkisins á ársgrundvelli 2003-2008

Ár

Karlar
Konur
Samtals
2003
10.400
17.000
27.400

2004

10.300

17.000

27.300

2005

10.300

17.400

27.700

20061
10.200
18.300
28.500
2007
10.500
18.800
29.300
2008
10.100
18.600
28.700

1 Tölur fyrir FSA 2006 eru bráðabirgðatölur. Þann 1. október 2006 bættust við 97 stöðugildi þegar ríkið yfirtók verkefni Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.

Fjöldi starfa er töluvert færri en fjöldi starfsmanna, enda vinna margir í hlutastörfum eða aðeins hluta af ári, til dæmis í námshléum, við sumarafleysingar og fleira. Fastir starfsmenn eru að jafnaði um 22-23 þúsund, en kennitölur á skrá eru talsvert fleiri þegar heilt ár er skoðað í senn. Sem dæmi fengu ríflega 28.700 einstaklingar a.m.k. einu sinni greidd laun frá ríkinu árið 2008.


Ársverk 2003-2008

Ár

Karlar

Konur

Samtals

2003
7.500
10.600
18.100
2004
7.500
10.900
18.400
2005
7.500
10.900
18.400
2006
7.300
11.100
18.400

2007

7.200

11.300

18.400

2008

7.200

11.500

18.600

 

Aldursskipting ríkisstarfsmanna í ársbyrjun 2009


Aldurshópur

Karlar
Konur
Meðal-
starfs-
hlutfall

 

Allir

Yngri en 25 ára
5%
5%

6%

54%
25-29  ára
9%
8%

9%

77%
30-34 ára
8%
10%

9%

81%
35-39 ára
9%
10%

10%

84%
40-44 ára
11%
11%

11%

86%
45-49 ára
12%
13%

13%

88%
50-54 ára
14%
14%

14%

89%
55-59 ára
15%
13%

13%

90%
60-64 ára
11%
9%

10%

88%
65 ára og eldri
7%
6%

5%

77%
Samtals
100%
100%

100%

83%

  

"

afar fróðlegt.

 

kv.Guðrún María.

  


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband