Hvernig væri það að kjörnir alþingismenn færu að mynda sér skoðun sjálfir án sérfræðinga til að semja lög ?

Alþingismenn eru kosnir til þess að stjórna og þar með talið að mynda sér skoðun á málum og búa til lagaumgjörð eins samfélags. 

Hversu mikið mark taka kjörnir alþingsismenn á utanaðkomandi áliti allra handa sérfræðinga hér og þar í ráðuneytum, úr atvinnulífinu, af lögspekingum osfrv. ?

Mín skoðun er sú að meira og minna sé það því miður orðið hluti af starfi stjórnmálamanna á þingi að skýla sér bak við skoðanir allra handa sérfræðiaðila til þess að móta afstöðu til mála.

Með því móti þurfa þeir sjálfir ekki að bera nema litla sem enga ábyrgð á ákvarðanatöku að eigin mati.

Fjarlægð alþingismanna frá framkvæmd mála að lokinni lagasetningu er alger og haf og himinn milli þess sem menn virðast hafa vitund um í samfélaginu og þess sem menn telja að þeir hafi áorkað til bóta.

Þar þarf sannarlega að snúa við blaðinu og draga menn til ábyrgðar á eigin greiddum atkvæðum um mál öll sem og af ákvörðunum við stjórn eins samfélags, til hins verra eða betra hverju sinni.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband