Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Minning um mann.

Faðir minn heitinn hefði orðið áttræður í dag, blessaður hefði hann lifað.

Pabbi ólst upp hjá móðursystur sinni á Miðbælisbökkum, Guðrúnu sem ég heiti í höfuðið á, en Steinunn amma, bjó og vann úti í Vestmannaeyjum. Hann fór í gagnfræðaskóla hjá ömmu úti í Eyjum og á sjóinn á Eyjabátum sem ungur maður. Síðar tók hann við búi fósturforeldra sinna á Miðbælisbökkum, Guðrúnu og Ingvars, og stundaði búskap meðan hann lifði, til 1993.

Það var nokkuð brátt um pabba, því hann greindist með krabbamein á lokastigi, að mig minnir þann 7. maí og dó á lokadaginn þann 11.maí.

Hann þurfti alltaf að vita allt um sjóinn, og afla og stóð í sambandi við Eyjamenn varðandi það hið sama, en pólítikin var einnig eitthvað sem ekki mátti missa af og fréttatímar voru heilagar kýr, en einnig pósturinn þar sem faðir minn þurfti að senda bréf á bréf ofan á hina ýmsu staði til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Hinn óbilandi áhugi hans á pólítik, smitaði óhjákvæmilega út frá sér og það atriði að fylgjast með öllu alltaf, varð hluti af mínum uppvexti.

Hann var óspar á skoðanir hvar varðar gagnrýni á  landbúnaðarkerfið og kvótakerfi sjávarútvegs, þar sem hann sagði mér af hverju sandstrendur breyttust, þannig að þang rak ekki lengur á fjöru, jú það var af því að það var búið að skrapa botninn.

Hann sagði alltaf við mig, Gunna, taktu eftir hvað rollan ætlar að gera..... þegar einhver rolla ætlaði að troðast gegnum girðingu eða komast þangað sem hún átti ekki að fara.

Þetta varð tilefni íhugunar barnshugans, um það hið sama sem ég tel að oftar en ekki hafi nýst síðar á ævinni, í hinum ýmsu aðstæðum.

Blessuð sé minning föður míns.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Framþróun landbúnaðar og sjávarútvegs hér á landi.

Áhersla á stærðarhagkvæmni eingöngu er hluti af því hagkerfi sem hrundi til grunna hér á landi síðastliðið haust og skipulag mála í landbúnaði og sjávarútvegi þar sem kerfin bæði tvö hafa verið sniðin að formúlum stærðarhagkvæmni eininga, er á kostnað aðkomu fjölda manns að atvinnu sem og nýliðun í atvinnugreinunum.

Stjórnvöldum hefði nefnilega verið í lófa lagið að búa til kerfi sem innihéldi það atriði að matvælaframleiðsla í landinu gæti verið þess umkomin að uppfylla stranga gæðastaðla um umhverfisvitundarvottun framleiðslu með því móti að skipta kerfum í tvo hluta.

Annars vegar umhverfisvænar veiðar með gæðavottun og flokkun fiskjar eftir veiðiaðferðum, í sjávarútvegi samhliða kerfinu sem í notkun hefur verið og byggist á stærðarhagkvæmni eingöngu burtséð frá aðferðafræðinni.

Hins vegar í landbúnaði, með framleiðsluháttum sem inniheldur ströngustu kröfur vottunar um lífræna framleiðsu matvæla samhliða ákveðnu magni af verksmiðjuframleiðslu núverandi kerfis sem inniheldur aðeins stórar einingar.

Með þvi móti að skipta atvinnuvegakerfunum gömlu í tvennt með sitt hvorum markmiðum, þar sem verðmæt framleiðsla gæðaafurða er fyrir hendi ásamt núverandi verksmiðjuframleiðslu, er hægt að færa magn verkefna á milli varðandi markaði afurða og möguleika til verðmætasköpunar hverju sinni, einu þjóðfélagi til hagsbóta til framtíðar.

kv.Guðrún María.

 

 


Að setja þetta eða hitt í stjórnarskrá sem lög hafa ekki náð að framfylgja nú þegar er hámark heimskunnar.

Fiskimiðin við Ísland ERU sameign þjóðarinnar samkvæmt fyrstu grein laganna um Stjórn fiskveiða hér á landi, og það atriði að setja ákvæði um það í stjórnarskrá þegar ekki er hægt að framfylgja í þeim hinum sömu lögum ,  er loddaragangur af hálfu allra hlutaðeigandi er sem vilja það viðhafa hvar í flokkum sem standa.

Sjónarspil þar sem almenningur er hafður að leiksoppi sýndarmennsku að mínu viti.

kv.Guðrún María.

 


Frelsi - jafnrétti - bræðralag.

Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins fáum við notið þess.

Það hefur mér oft orðið tíðrætt um undanfarinn áratug eða svo, ekki hvað síst í sambandi við skipan mála í meintu markaðsþjóðfélagi okkar Íslendinga. Þar hefur Hrunadansinum nú lokið því engin fundust mörk frelsisins, og finnast ef til vill ekki enn.

Jafnrétti í íslensku þjóðfélagi er vinsælt orð á blaði en erfiðara að koma í framkvæmd í raun því alltaf skal okkur takast að áskapa misrétti, þar sem sumir eru jafnari en aðrir vegna einhvers konar hugmynda mannsins um sértækar úrlausnir, öðru nafni handapatalausnapokinn, ellegar þá að lög seú sniðin að hagsmunum örfárra á kostnað fjöldans.

Bræðralag er eitthvað sem maður vill ætta við kærleikann sem aftur tengist virðingu, en þar er heldur ekki því að heilsa að menn uni náunga sínum framgöngu án þess að öfundin sé alla jafna einnig fylgifiskur, sem aftur eyðileggur bræðralagið einhvern veginn.

Þar víla menn ekki að höggva mann og annan líkt og var forðum daga, á altari sjálfsupphafningar með hverju því móti sem verða má, hverju sinni.

Afrek og eftirtekja er því eins og amen á eftir efninu.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 


Lífið það er fullt af ýmsu...

Lífið það er fullt af ýmsu, fagurlega gerðu.

ef að aðeins örlítið, af tíma þínum verðu,

til þess að líta kring um þig og sjá það sem að er,

finnur þú að fegurðin, fylgir alltaf þér.

 

kv.Guðrún María.


Forgangsröðun þjónustuverkefna hins opinbera, í niðurskurði.

Það mun reyna mikið á nýkjörið þing að loknum kosningum hvað varðar það atriði að eygja heildarsýn og jafnræði í niðurskurði fjármuna til hins opinbera, þar sem menn munu verða að gjöra svo vel að forgangsraða samfélagsverkefnum hins opinbera.

Samhliða mun þurfa endurskoðun á skattaumhverfi án efa, þar sem mér kæmi ekki á óvart að virðisaukaskattur myndi verða tekinn, út úr skattkerfinu.

Allt veltur á því hvort menn hafi kjark og þor til þess að koma hjólum atvinnulífs á skrið, með því að auka nýlíðun í gömlu atvinnuvegunum, sjávarútvegi og landbúnaði.

Jafnframt þarf nýsköpun hvers konar að fá þrifist með skilyrðum þar að lútandi, þar sem atorka og þekking einstaklinga fær notið sín hvarvetna.

Þar er skattkerfið stjórntæki.

kv.Guðrún María.


Góð ávöxtun í eigin fjárhúsi.

Það vantar ekki aðferðir af hálfu fjárhirða þessa lands til þess að finna leiðir til þess að benda á eigið ágæti, innan sinna raða.

Stórkostlegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lífeyrissjóður starfsmanna BÍ með jákvæða stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það munar um minna.

Það er ekki sama hvar maður kaupir páskaegg og sannarlega munar um minna en 40 % verðmun í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikill verðmunur á páskaeggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðunandi að niðurskurður heilbrigðismála bitni sem lækkun þjónustustigs á landsbyggðinni.

Ég skora á heilbrigðisráðherra að endurskoða nú þegar ákvarðanir þar sem landsmönnum er mismunað eftir hvar á landinu þeir búa hvað varðar bráðaþjónustu við heilbrigði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Öryggi íbúa ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki sama hvernig við veiðum fisk á Íslandsmiðum.

Gerð veiðarfæra og samsetning fiskiskipastólsins, varðandi það atriði hve mikið hlutfall veiðarfæra eru botnveiðarfæri hefur afgerandi áhrif á lífríki sjávar og fiskimiðin.

Niðurbrot kóralsvæða við Ísland er mikið og neðansjávarmyndatökur Hafrannsóknarstofnunar sýndu á sínum tíma svæði eins og Öræfagrunn þar sem hafsbotinn var eins og eyðimörk, að öllum líkindum vegna álags botnveiðarfæra.

Það gefur augaleið að umbreyting verður til í lífríkinu ef of mikið álag of stórra tækja og tóla hefur þar áhrif, og veiðar með stórvirkum veiðarfærum langt upp að ströndum landsins er atriði sem hefur verið gagnrýnt undanfarin ár.

Fjölgun máva uppi á landi í leit að æti, hefur sannarlega verið sýnileg, og í því ljósi er ótrúlegt hve litlum fjármunum hefur verið varið hér á landi í rannsóknir varðandi áhrif veiðarfæra og almennt umhverfisvitund um veiðar á Íslandsmiðum, með tilliti til þess að vernda lífríkið.

Ekki hvað síst í ljósi þess hvaða áhrif slíkt hefur á uppbyggingu fiskistofna í lifkeðjunni.

Þau hin sömu mál þarf að eyjga sýn á.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband