Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Munu verkalýðsfélögin upplýsa um styrki til stjórnmálaflokka ?

Það verður mjög fróðlegt að sjá hvort umræðan um styrki til stjórnmálaflokka muni verða til þess að koma ÖLLU upp á borðið sem ágætt er að hafa þar meðferðis.

Sú er þetta ritar hefur lengi gagnrýnt samkrull verkalýðshreyfingarinnar við vinstri flokka í landinu, og tel að verkalýðshreyfingin eigi ekki að koma nálægt pólítík enda tilgangur félaganna sá einn að vernda hagsmuni félagsmanna, hvar í flokkum sem þeir standa.

Verkalýðsfélögin skipa í stjórnir lifeyrssjóða og lífeyrissjóðir hafa fjárfest í atvinnulífinu sem að virðist hefur aftur tekið þátt í þvi að styrkja stjórnmálastarfssemi.

Hvaða styrki er þar um að ræða og hvert fóru þeir ?

Hvort er það iðgjaldið í lífeyrissjóðinn eða félagsgjaldið í verkalýðsfélagið sem notað og nýtt er í slíkar styrkveitingar ?

kv.Guðrún María.


Spillt flokkakerfi þarf uppstokkunar við hér á landi.

Þegar áhrif manna fara eftir magni peninganna hér og þar og hagsmunagæslan dansar vangadans viðvarandi umbreytingarleysis til framþróunar í einu þjóðfélagi, þá er illa komið og eins gott að stokka spilin upp á nýtt.

Vilji menn lýðræði í orði þá skulu þeir hinir sömu iðka það á borði og allur fagurgali um slíkt skyldi heyra sögunni til uns það sést í framkvæmdinni.

Það atriði að almenningur í landinu fái í kjörklefanum að velja fólk til starfa á Alþingi sem fulltrúa er sjálfsagt og eðlilegt.

Það er lýðræði.

kv.Guðrún María.


Klíkustjórnmál og þróun lýðræðis í einu landi.

Var í umræðuþætti í gær í Kraganum, fyrir Lýðræðishreyfinguna, þar sem gerð var tilraun til þess að ræða " klíkustjórnmál " hér á landi og þar kom fram spurning úr sal til nýkjörins formanns Sjálfstæðisflokksins, um stuðning við hagsmunaaðila núverandi kerfis í sjávarútvegi.

Sú hin sama spurning fékk ekkert svar þar, en ég tel hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að flokkar sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi Íslendinga upplýsi um alla aðkomu sína að sjávarútvegi hvers eðlis sem er.

Hafa einstakir menn eða fleiri en einn innan flokka af því hagsmuni að vernda einhverja eina stefnu í sem til staðar er málaflokknum ?

Hvar er aðhaldið að slíku ?

Kemur það frá almenningi í landinu og þá hvernig ?

Gamla fimmflokkakerfið er staðnað frá þeim smæsta upp í þann stærsta, þar sem lýðræði er álíka línudansleik þjónkunnar við sama fyrirkomulag og verið hefur þar sem vald almennings í landinu er í lágmarki.

Hinir stærstu á fjármálalegan mælikvarða virðast hafa æ ofan í æ , þing eftir þing, hafa fengið áheyrn sinna sjónarmiða hvarvetna, einungis ef þeir hinir sömu velta nógu miklum fjármunum milli handa.

Siðgæðishnignun eins samfélags sem teymt hefur verið að altari efnishyggjunnar eingöngu án þess að eygja sýn á annað, er staðreynd því miður.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Með snjallari hugmyndum síðari ára.

Auðvitað færu fjármunir þessir beint í " lögfræðihítina " en svo mikið er víst að þörfin er brýn fyrir aðstoð til handa þeim sem hafa EKKERT milli handanna í okkar þjóðfélagi þar sem atvinnuleysisdraugurinn gengur ljósum logum.

Þeir sem ekki báru mikið úr býtum í hinu meinta góðæri s.s. örorku og ellilífeyrisþegar,  hafa aðeins upplifað enn erfiðari stöðu, og samhliða er fólk af erlendu bergi brotið sem fluttist hingað til lands til þess að vinna, en má nú upplifa atvinnuleysi eingöngu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Styrkir stórfyrirtækja til nauðstaddra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kraftaverkamaður í íslenskri pólítik.

Get ekki á mér setið að setja inn þetta sem ég fann um vin minn Eirík Stefánsson.


Það þarf að gangsetja hjól atvinnulífsins, að nýju, og skera niður hjá hinu opinbera.

Það eina sem byggir upp eitt þjóðfélag er það atriði að skapa atvinnu.

Við eigum margar leiðir Íslendingar en til þess þarf að breyta út úr stöðnuðum kerfum sem maðurinn hefur búið til, og komið hefur þjóðinni í ógöngur.

Kerfin þarf að endurskoða í þágu þjóðarinnar, hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða landbúnað, og gefa einstaklingum frelsi til athafna í smærri einingum um allt land.

Sama máli gegnir um kerfi hins opinbera sem þanist hefur út á undanförnum árum og sannarlega má endurskoða, með þvi að sameina hlutverk hinna ýmsu stofnanna.

Varnarmálastofnun og Lýðheilsustöð eru tvö dæmi um verkefni úr sitt hvoru ráðuneyti stjórnkerfa okkar þar sem hið fyrra var afrek Samfylkingarinnar og hið síðara Framsóknarflokksins.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Persónukjörið snýst um vilja almennings og áhrif á ákvarðanatöku.

Að fá að velja í kjörklefanum hvaða fulltrúa hver og einn treystir best til starfa á Alþingi, sem fulltrúa fólksins, er eðlilegt lýðræði.

Hvorki prófkjör né uppröðun eða forval á lista flokkanna uppfylla þá hina sömu aðkomu kjósandans um beint val á persónum til starfa á Alþingi.

Prófkjör eru því miður eyðsla og sóun fjármuna hvað varðar auglýsingar millum manna, sem sýnilega hefur farið í ógöngur hjá okkur Íslendingum eins og margt annað.

Uppröðun á lista ellegar forval, hefur oftar en ekki þýtt sömu menn á sama stað kosningar eftir kosningar án mikillar endurnýjunar.

Það atriði að gefa almenningi kost á því að velja í kjörklefanum skiptir  öllu máli.

Með notkun tækninnar geta kjörnir þingmenn verið í beinu sambandi við almenning í landinu varðandi ákvarðanatöku um mál eins samfélags, þannig að vilji almennings geti verið þingi ljós, hverju sinni um hvað sem er.

Vægi fjölda atkvæða, varðandi hin ýmsu mál, er eitthvað sem hinir kjörnu fulltrúar verða að taka mið af, og þingmaðurinn því sjálfkrafa fulltrúi fólksins sem fólkið getur haft áhrif á samtímis og hvert samfélagsmál kemur til umræðu.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Að lofa jarðgöngum fyrir kosningar.

Kosningaumræður í Norðvesturkjördæmi voru fróðlegar, en þar féllu allir nema einn í loforðapyttinn um samgöngubætur, sem er sannarlega ekki nýnæmi.

Sá sem ekki féll í þennan pytt var frambjóðandi Lýðræðishreyfingarinnar, sem vildi forgangsraða fjármunum til menntunar og heilbrigðis framar í forgangsröð þjóðfélags í fjárhagsvanda.

 

kv.Guðrún María.


Og hefst nú söngurinn.

Alkunnur söngur útgerðarmanna fyrir kosningar, ef rætt er um að breyta kvótakerfi sjávarútvegs.

Nú var það of stór flokkur sem skipti um skoðun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ávísun á fjöldagjaldþrot í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að virða lýðræðið.

Rétt eins og menn vilja viðhafa lýðræði og kenna sig við það, þá verða þeir hinir sömu jafnframt að una því hinu sama lýðræði og auka vegu þess í stað þess að hamla þar þróun mála.

Frá árinu 2003, hefi ég tekið þátt í virku starfi innan eins stjórnmálaflokks, og þá með þáttöku í framboði, þar sem fylgi þess flokks tvöfaldaðist og viðkomandi flokkur fékk þingmann í mínu kjördæmi.

Hvað gerðist í kjölfarið ? Jú þrátt fyrir ýmsar tilraunir og mikinn vilja þeirra hinna sömu í því kjördæmi til þess að efla starf og auka var það flokkurinn sjáflur sem sló á allar slíkar hugmyndir og þingmaðurinn sem kjördæmið fékk kjörinn yfirgaf flokkinn að lokum.

Sama gerðist í sama flokki eftir kosningar 2007, þá komu nýjir menn á þing fyrir flokk þennan,í Reykjavík en hver voru viðbrögðin þegar tilraunir voru gerðar til þess að efla starf og auka ?

Það mátti ekki og fullt af bökurum voru hengdir fyrir smiði allra handa vandræða innan flokks þar sem aðalvandamálið virtist vera það að flokkurinn vildi ekki stækka sjálfan sig og auka áhrif sín, einu sinni enn, því eins og áður sagði var það atriði sem ég áður hafði upplifað þar á bæ. Flokkurinn missti þingmanninn frá sér.

Virðing fyrir leikreglum lýðræðis, sem og lokað baktjaldamakk ákvarðanatöku örfárra um það atriði að tryggja eigin stöðu innan flokksins, með alls konar aðferðum þar sem mannvirðing fer fyrir lítið er ástæða þess að ég sagði skilið við þennan stjórnmálaflokk, sem ég hefi gefið ríkulega af kröftum mínum hálfan áratug.

Einn flokkur sem þiggur fjármuni af almannafé getur ekki nokkurn tíma gefið sig út fyrir mannréttindabaráttu þegar lýðræðislegar leikreglur eru lítilsvirtar, hvað varðar aðkomu flokksmanna að fundum og starfi hvers konar, þar sem sömu menn standa að því að skipa sjálfa sig á framboðslista til Alþingis ellegar þola ekki mótframboð í forystusveit eins flokks.

Upphafleg aðkoma mín að íslenskri pólítik,hafandi staðið utan flokka alltaf, var stofnun Lýðræðishreyfingar á sínum tíma sem nú býður fram undir listabókstafnum P lista Lýðræðishreyfingarinnar, þar sem skrefið framávið hvað varðar beint lýðræði er tekið til fulls, og aðkoma almennings að ákvarðanatöku um eigin mál, er til staðar.

 

 

Guðrún María Óskarsdóttir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband