Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Færum vald til fólksins í landinu, ekki veitir af.
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Framboð Lýðræðishreyfingarinnar um allt land er fyrsta skrefið í átt að beinu lýðræði til handa fólkinu í landinu, varðandi áhrif á þá þingmenn sem kjörnir yrðu á Alþingi Íslendinga.
Áhrif sem EKKI þurfa að fara gegnum þunglamalalegt ferli landsfunda og miðstjórnarákvarðana innan gamla flokkaappartsins, heldur sem bein aðkoma að fulltrúum á þingi, þar sem kjósendur fara í hraðbanka til þess að kjósa um mál , eða safna undirskriftum fyrir sinn þingmann til þess að segja honum sinn hug sinn.
Í þeim sporum sem við Íslendingar stöndum nú um stundir eftir hrun fjármálamarkaða er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að þjóðþingið gangi á undan með góðu fordæmi og leggi til fækkun þingmanna.
Þess vegna tölum við um það að hver sá kjósandi sem greiðir okkar fulltrúm brautargengi á þing, sé að kjósa áhrif til handa sjálfum sér.
Við talsmennirnir eigum það eitt sameiginlegt að ganga fram undir fána lýðræðisins, vilja fólksins í landinu, um áhrif ákvarðana á eigið líf og framtíð.
kv.Guðrún María.
Hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að fækka þingmönnum.
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Í þeim sporum sem við Íslendingar stöndum nú um stundir eftir hrun fjármálamarkaða er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að þjóðþingið gangi á undan með góðu fordæmi og leggi til fækkun þingmanna.
Sjálf er ég hins vegar ekki komin til með að sjá að sú krafa komi til af hálfu þeirra sem sitja á þingi og tel að sú krafa muni einungis koma til með tilstyrk almennings í landinu.
Viðtal Agnesar og Þóru við Ástþór, var mjög gott og upplýsandi um athafnamanninn Ástþór og hans hugsjónaanda í þágu friðar og réttlætis, sem hann hefur barist fyrir og við talsmenn i Lýðræðishreyfingunni berjumst fyrir að koma til skila til almennings, svo mest sem verða má.
kv.Guðrún María.
Færri þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hin íslensku hagstjórnarmistök hafa verið landlægur vandi í áratugi.
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Hve lengi höfum við Íslendingar horft á stjórnmálaflokka smala sínum mönnum á jötuna til að virðist að tryggja eigin áhrif innan stjórnkerfis einnar þjóðar.
Koma þar kanski fyrst eiginhagsmunir, svo flokkshagsmunir , síðan fólkið í landinu ?
Framstæði sjálfsóknarflokkurinn sem innihaldið hefur íhald og framsókn, ásamt krötum og allaböllum allra handa sem skipt hafa völdum á milli sín í valdastofnunum í áraraðir.
Nægir þar að nefna stjórn ríkisútvarpsins, sem þessir aðilar hafa átt aðkomu að áratugum saman, og vandlega verið tryggt að nýjir talsmenn fólksins í landinu færu nú ekki svo mikið að setja tærnar þar sem þessir flokkar hefðu hælana.
EF útvarpsráð, og fulltrúar flokkanna gömlu þar inni, ættu að standa fullkomlega skil og ábyrgð á því að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hefði verið virt í hvívetna í framkvæmd mála við dagskrárgerð, þá veit ég ekki alveg hvort sömu aðilar sætu enn í þessu ríkisráði.
Vinstri og hægri forsjárhyggja hefur tröllriðið húsum, og viðkomandi stofnum pikkföst í fjötrum yfirráða hins aldagamla flokkabandalags umbreytingaleysis.
þvi miður.
kv.Guðrún María.
Þjóðin losni úr ánauð fjötra gamla flokkakerfisins.
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Framboð Lýðræðishreyfingarinnar um allt land er fyrsta skrefið í átt að beinu lýðræði til handa fólkinu í landinu, varðandi áhrif á þá þingmenn sem kjörnir yrðu á Alþingi Íslendinga.
Áhrif sem EKKI þurfa að fara gegnum þunglamalalegt ferli landsfunda og miðstjórnarákvarðana innan gamla flokkaappartsins, heldur sem bein aðkoma að fulltrúum með notkun tækninnar þar sem kjósendur fara í hraðbanka til þess að kjósa um mál hvers tíma, ellegar safna undirskriftum fyrir sinn þingmann til þess að segja honum sinn hug um hvert eitt mál.
Þess vegna tölum við um það að hver sá kjósandi sem greiðir okkar fulltrúm brautargengi á þing, sé að kjósa áhrif til handa sjálfum sér með því móti, því við talsmennirnir eigum það eitt sameiginlegt að ganga fram undir fána lýðræðisins, vilja fólksins í landinu, um áhrif ákvarðana á eigið líf og framtíð.
kv.Guðrún María.
" Útrásarvíkingar í verðmati á skuldabréfum "
Sunnudagur, 19. apríl 2009
Hið ævintýralega fjármálabrask sem átt hefur sér stað hér á landi er með ólíkindum en svo sem mátti segja sér það að þegar fjármálastofnir hér á landi hófu að taka veð i óveiddum fiski úr sjó, þá hafi nýjum hæðum verið náð.
kv.Guðrún María.
Óvissa ríkir um skuldabréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lélegt svarhlutfall í þessari könnun.
Sunnudagur, 19. apríl 2009
" .... var fjöldi svarenda í kjördæminu 460, þar af tóku 251 afstöðu eða 54,6%, 32 sögðust myndu skila auðu eða 6,9% og 177 neituðu að svara eða 38,5%. "
kv.Guðrún María.
Frjálslyndir með 9,3% í NV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
" Tala máttu, stundum ef talar ekki hátt.... "
Sunnudagur, 19. apríl 2009
Samkvæmt fyrstu málsgrein, þá er bannað hér að tala,
önnur málsgrein segir, nú kem ég til skjala.
Tala máttu stundum ef talar ekki hátt,
og talar ekki um það sem á að fara lágt.
( gamalt úr skúffunni)
kv.Guðrún María.
Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sögulegur sigur á lýðræðislegan mælikvarða.
Laugardagur, 18. apríl 2009
Það verður að telja það sigur að fá hnekkt úrskurði undirkjörstjórna, með tilkomu æðra stjórnsýslustigs, Landsyfirkjörsstjórnar í þessu tilviki, fyrir framboð er býður fram í fyrsta skipti hér á landi.
Detti einhverjum í hug að það hafi ekki kostað tíma og orku þá skal það hér með upplýst að heilir þrír dagar af kosningabaráttu hafa farið í það að uppfylla ýmis skilyrði þessarar endanlegu ákvarðanatöku, með fundum á fundum ofan og vinnu við að uppfylla hinar ýmsu kröfur er undirstjórnsýslustigsaðilar óskuðu eftir að uppfylltar yrðu í þessu sambandi.
Niðurstaðan er eigi að síður að mínu viti sigur fyrir lýðræðið í landinu og stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.
kv.Guðrún María.
Framboð P-lista úrskurðað gilt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lýðræðishreyfingin í Reykjavík Norður og Suður.
Laugardagur, 18. apríl 2009
Það var afskaplega ángægjulegt að ganga út af fundi Landsyfirkjörstjórnar í dag með þá ákvörðun í farteskinu að fyrri ákvörðun yfirkjörstjórna í Reykjavík, hefði verið hnekkt og framboð þar með gilt á landsvísu.
Skömmu áður hafði ég setið hluta fundar með ÖSE, ásamt félögum mínum en fyrri fundur með Landsyfirkjörstjórn var þá rétt nýyfirstaðin.
Það var sérstök tilfinning að ganga fram hjá styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli þessu sinni í dag.
Ég óska félögum í Reykjavík til hamingju.
kv.Guðrún Maria.
Alþingi er enn ekki þess umkomið að koma á lýðræðisumbótum.
Föstudagur, 17. apríl 2009
Deilurnar á hinu háa Alþingi um stjórnarskrármálið endurspegla að hluta til tilraunir sitjandi ráðamanna til þess að setja ákvæði inn í stjórnarskrá um ákveðna hluti sem núverandi lagaumhverfi ætti að þjóna ef eftirfylgnin væri í framkvæmd sinni eftir laganna hljóðan.
Rifrildi og þras gamla fjórflokkakerfisins og þess valdastrúktúrs sem þeir hinir sömu hafa skapað í okkar samfélagi endurspeglar aðkomu flokkanna að málinu.
Menn geta ekki komið sér saman um lýðræðisþróun og bjóða þjóðinni upp á annars vegar málamyndatilfærslu gildandi laga yfir í stjórnarskrá með hugmyndum um aukna virkni þess hins sama með því móti ( sem engin er ) og hins vegar algjöra andstöðu við við slíkt sem sannarlega er ekkert betri afstaða i raun.
Við þurfum ekki að setja ákvæði i stjórnarskrá sem myndastyttur laga sem stjórnarskráin kveður nú þegar á um að skuli gilda að mínu viti. Það er tímaeyðsla, mun nær hefði verið fyrir gömlu flokkanna að opna aðkomu almennings að ákvarðanatöku um mál og stefnumótun innan sinna vébanda.
Geti flokkarnir ekki þolað lýðræðislega aðkomu almennings í landinu að ákvörðunum um eigin mál, þá hafa þeir hinir sömu fjarlægst tilgang sinn og markmið að verulegu leyti.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)