Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Veiðigeta fiskveiðiflotans í heiminum er langt umfram það sem lífríkið þolir.

Smærri færri einingar til sóknar á fiskimiðin eru svarið hvað varðar verndun, ekki friðun einstakra svæða meðan öll hin eru ofnýtt af ofurtóla og tækjavæðingu til veiða.

Hér þarf því að athuga það að aðferðir mannsins við veiðar eru komnar fram úr því sem hægt er og mögulegt, og ég er sammála Bretum að þessu leytinu til að friðun einstakra svæði er ekki lausnin.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja friða þriðjung hafsins fyrir veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruv maðurinn Egill Helga, hefur valið jámenn Esb í langan tíma, í þátt sinn.

Það var ekki skrítið að Steingrímur skyldi taka undir ágæta gagnrýni Ástþórs á fjölmiðlana, þar sem svo vill til að hver maður sem fylgst hefur með þáttum Egils Helgasonar, hefur séð að sá hinn sami hefur valið viðhlæjendur Esb í þætti sína í langan, langan tíma.

Svo virðist sem Egill hafi vald sem ekki lýtur hlutleysiformúlum í þessu efni.

Það er miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Elítan vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökk fyrir stuðninginn, Lýðræðishreyfingin mun lifa.

Þessari kosningabaráttu er lokið með ákveðnum áfanga fyrir okkur sem berjumst fyrir beinu lýðræði og persónukjöri á þing.

Í fyrsta skipti á Íslandi mér best vitanlega var settur fram stafrófsraðaður listi í framboði, utan talsmanns.

Yfirlýsingum Steingrims J. Sigfússonar og fleiri í umræðuþætti kvöldsins þess efnis að róa öllum árum að breytingum til persónukjörs, ber að fagna, því það er framtíðin.

Enn og aftur vil ég þakka því góða fólki sem tók þátt í baráttunni.

kveðja. Guðrún María.


Frelsi úr ánauð flokkafjötra.

Íslendingar hafa nú tækifæri til þess að velja leið út úr fjötrum hins staðnaða flokkakerfis hér á landi, til eigin áhrifa með beinu lýðræði.

Stjórnmálaflokkar, stórir jafnt sem smáir,  sem þróast í þá átt að þjóna þeim tilgangi einum að viðhalda sjálfum sér án nægilegra tengsla við fólkið í landinu, hafa sjálfkrafa fjarlægst tilgang sinn í samfélaginu.

Stjórnmálaflokkar sem hafa þegið háa styrki hér og þar umfram allt velsæmi almennings í landinu, hafa einnig fjarlægst tilgang stjórnmála.

Stjórnmálin snúast um fólkið í landinu, og sameiginlega heildarhagsmuni einnar þjóðar sem krefur hvern og einn þáttakanda í stjórnmálum um samvinnu að því markmiði.

Þar eiga ekki að þurfa að liða fjögur ár á milli þess að fólkið í landinu fái ráðið um athafnasemi kjörinna fulltrúa á Alþingi Íslendinga.

Við eigum tækni og aðferðir til þess að tengja þjóð og þing saman, þar sem almenningur í landinu hefur áhrif á sinn eigin fulltrúa á þingi með beinu lýðræði sem er lykill frelsis til framtíðar.

Ég er einn talsmanna Lýðræðishreyfingarinnar X-P og býð mig fram i Suðvesturkjördæmi, en  Jón Pétur er i Norðvestur, Haukur í Norðaustur, Þorsteinn Valur á Suðurlandi, og Ástþór og Guðbergur í Reykjavíkurkjördæmum Norður og Suður.

kv.Guðrún María. 

 


Mín skoðun á sjávarútvegsmálum einnar þjóðar.

Afnema þarf nú þegar framsal og leigu aflaheimilda, sem aldrei skyldi hafa verið leitt í lög hér á landi.

Við græðum hins vegar ekki nokkurn skapaðan hlut á þvi að búa til nýtt brask á vegum ríkisins i formi útleigumarkaðar á aflaheimildum.

Gjald af veiddum fiski skal greitt til hins opinbera ÞEGAR FISKUR ER VEIDDUR, fyrr ekki, á fiskmörkuðum þar sem allur afli af Íslandsmiðum á að fara gegn um.

kv.Guðrún María.

 


Stjórnvöld = Framsóknarflokkur, eða hvað ?

Ætti Framsóknarflokkurinn ekki að ræða við sjálfan sig þegar talað er um núverandi stjórnvöld.

Veit ekki betur en sá hinn sami hafi varið núverandi ríkisstjórn falli.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar til sjávar og sveita.

Óska öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn.

góð kveðja.

Guðrún María Óskarsdóttir.


Haukur Haraldsson og Eiríkur Stefánsson ræða um Norðausturkjördæmið.

Stórskemmtilegt spjall þeirra Hauks og Eiríks.

kv.Guðrún María.


Styrkja verkalýðsfélögin stjórnmálaflokka og þá hverja ?

Mér hefur löngum runnið til rifja ákveðin skortur á lýðræði innan vébanda verkalýðshreyfingarinnar hér á landi þar sem stjórnum verkalýðsfélaga er falið það hlutverk að skipa í stjórnir lifeyrissjóða sem síðan aftur hafa það hlutverk á hendi að ávaxta fé með kaupum í hlutabréfum í fyrirtækjum.

Mér þætti mjög fróðlegt að vita hvort verkalýðsfélögin í landinu styrkja stjórnmálaflokkana því oftar en ekki hefur þáttaka í verkalýðsmálum þýtt það atriði að ýmsir fulltrúar hafa sest á framboðlista flokka í kosningum.

Núverandi formaður A.S.Í var virkur þáttakandi í einum stjórnmálaflokki, og bauð sig fram til embætta að mig minnir.

Formaður BSRB, hefur verið þingmaður á sama tíma og formaður félagasamtaka.

Ýmsir aðlilar í embættum innan verkalýðshreyfingarinnar hafa sest á framboðslista flokka, á sama tíma og þeir hinir sömu voru kjörnir til þess að gæta hagsmuna launþega sem eðli máls samkvæmt kunna að tilheyra ýmsum flokkum í litrófi stjórnmálanna.

Er þetta eðlilegt eða þarf að skoða þessi mál betur ?

kv.Guðrún Maria.

 


Skyldi þurfa að skoða starfssemi stjórnmálaflokka ögn nánar ?

Það er mjög gott ef þessi flokkur er einn án þess að hafa þegið háar fjárhæðir i formi styrkja, en þarf ekki að skoða betur starfssemi stjórnmálaflokka og það fé sem þeim hinum sömu er fengið í hendur í þágu lýðræðis í landinu ?

Eru þeir að nota þá fjármuni til að funda með fólkinu til dæmis ?

kv.Guðrún María.


mbl.is VG menn þáðu ekki styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband