Færum vald til fólksins í landinu, ekki veitir af.

Framboð Lýðræðishreyfingarinnar um allt land er fyrsta skrefið í átt að beinu lýðræði til handa fólkinu í landinu, varðandi áhrif á þá þingmenn sem kjörnir yrðu á Alþingi Íslendinga.

 

Áhrif sem EKKI þurfa að fara gegnum þunglamalalegt ferli landsfunda og miðstjórnarákvarðana innan gamla flokkaappartsins, heldur sem bein aðkoma að fulltrúum á þingi, þar sem kjósendur fara í hraðbanka til þess að kjósa um mál , eða safna undirskriftum fyrir sinn þingmann til þess að segja honum sinn hug sinn.

 

Í þeim sporum sem við Íslendingar stöndum nú um stundir eftir hrun fjármálamarkaða er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að þjóðþingið gangi á undan með góðu fordæmi og leggi til fækkun þingmanna.

 

Þess vegna tölum við um það að hver sá kjósandi sem greiðir okkar fulltrúm brautargengi á þing, sé að kjósa áhrif til handa sjálfum sér.

Við talsmennirnir eigum það eitt sameiginlegt að ganga fram undir fána lýðræðisins, vilja fólksins í landinu, um áhrif ákvarðana á eigið líf og framtíð.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband