Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Það telst til tíðinda að stjórnvöld svari spurningum um skuldir útgerðarinnar.

Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur margsinnis spurt spurninga um skuldastöðu útgerðarinnar í landinu frá því hann settist á Alþingi en illa gengið að fá svör við þeim hinum sömu spurningum.

Raunin er nefnilega sú að skuldir útgerðarinnar vöru allt of miklar áður en fjármálahrunið kom til sögu síðastliðið haust, en menn vildu sem minnst um það ræða, hvernig eitt kerfi hefur þróast með því að veðsetja kvóta og ofskuldsetja fyrirtæki í greininni.

Það kemur fram í svari núverandi ráðherra sjávarútvegsmála að staðan er alvarleg og ætti að segja sína sögu um nauðsyn þess að taka málin til gagngerrar skoðunar, varðandi það atriði hvernig slík staða hefur getað komið til sögu.

Þar þarf að velta um öllum steinum, svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Alvarleg staða sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matadorbókhaldsendurskoðun einkavæddra fjármálafyrirtækja.

Datt í hug gamall kveðskapur, í þessu sambandi.

 

" Meðan stjórnvöld, reikna og reikna,

   reyna að finna hagkvæmni.

   Situr Páll, með Pétri að teikna,

   notað tap, með nákvæmni. "

 

   kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Afskrifuðu ekki tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er sameiginlegt með VG og Samfylkingu ?

Það er nú nokkuð hjákátlegt að hlýða á hugmyndir um kosningabandalag þessarra tveggja flokka sem greint hefur meðal annars á um aðild að Evrópusambandinu, svo eitt dæmi sé tekið.

Það sem sameinar þessa tvo flokka, er skammtímaseta við valdataumana fram að kosningum, og það skyldi aldrei vera að það væri ástæða þess að menn viðra slíkar hugmyndir.

Í mínum huga er það flokksmanna flokka að taka ákvarðanir um slíkt , ALLRA, ekki forystumanna flokkanna, annað er skortur á lýðræði.

kv.Guðrún María.


Kvenmenn, bara að bretta upp ermarnar !

Konur eru menn, en þessi niðurstaða endurspeglar að hluta til skiptingu þjóðfélagsins í valdastöður hvarvetna.

Vér kvenmenn þurfum bara að bretta upp ermarnar og bíta á jaxlinn, það kemur betri tíð með blóm í haga varðandi þessar prósentutölur.

Þarf hins vegar svo sem ekkert að kvarta að í mínum stjórnmálaflokki Frjálslynda flokknum er afar virk kvennahreyfing, sem til dæmis setti svip á Sjómannadaginn síðasta með mótmælum við Mannréttindabrotum stjórnvalda í kvótakerfinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is 78% viðmælenda ljósvakamiðla karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er auðvelt að breyta kvótakerfi sjávarútvegs til hagsbóta fyrir Íslendinga.

Það er ekki flókið að leyfa trillusjómönnum að veiða fisk með tvær handfærarúllur, en menn hið háa Alþingi hefur ekki getað hugsað sér að samþykkja það frelsi, í tíu ár,  sem alla tíð hafði þó ríkt hér á landi áður en kvótakerfið var tekið í notkun. Ekki einu sinni þótt til hafi komið álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um brot á sjómönnum á Íslandi.

Það er heldur ekkert flókið að kalla inn aflaheimildir og leigja aftur út en það þýðir ákvörðun af hálfu sitjandi stjórnvalda í einu landi. Ákvörðun sem menn hafa allsendis ekki getað svo mikið sem hugsað sér, hvað þá að breyta kerfi sem á alla lund hefur verið þjóðhagslega óhagkvæmt, og ekki þjónað að nokkru upphaflegum markmiðum laga um fiskveiðistjórn.

Fyrsta grein laganna er minnisvarði um það sem menn vildu gera með framkvæmd sem síðan varð sannarlega allt önnur.

Getur það verið að stjórnvöld treysti sér ekki til þess að aðlaga eitt stykki kerfi sem búið er til af mönnum í þágu einnar þjóðar ?

Og þá hvers vegna ?

Loftbólufjármálabraskið upphófst með frjálsu framsali óveidds fiskar í þessu kerfi, og því er lokið, það tók enda með vægast sagt niðursveiflu í einu samfélagi.

Ætla menn samt að halda áfram með sama kerfi í sjávarútvegi ?

spyr sá sem ekki veit.

kv.Guðrún María.

 

 


Hvers vegna þarf Umboðsmann sjúklinga ?

Raunin er sú að þegar sjúklingar þurfa á leita á náðir kerfisins með umkvartanir þá er staðan sú enn þann dag í dag að Landlæknisembættið hefur það hlutverk með höndum að taka við kærumálum á heilbrigðisþjónustu, og kveða úr um réttmæti þeirra, sem og að sjá til þess að standa skil á gæðum kerfisins, jafnframt.

Þar er um að ræða mjög erfitt hlutverk að þurfa að vera beggja vegna borðs í raun, sem fulltrúi hins góða kerfis og fulltrúi sjúklinga sem hafa oftar en ekki réttmætar umkvartanir yfir annmörkum þess hins sama.

Fulltrúi sjúklinga þarf og verður að standa algjörlega utan kerfisins, því kerfið sjálft þar með talið sá aðili sem lögum samkvæmt skal standa skil á gæðum þess Landlæknisembættið, er hluti af því hinu sama kerfi.

Tilhneiging hvers konar kerfa til þess að verja kerfin sjálf þar sem stétt stendur með stétt, meira og minna, og upplifun sjúklinga af því að leita með umkvartanir, er höfnun.

 Það eitt að óska eftir sjúkraskýrslum hefur oftar en ekki þýtt að kerfið skellir í lás í stað þess að bregðast við með því móti að veita þær hinar sömu upplýsingar eins og eðlilegan og sjálfsagðan hlut sem hver á rétt á lögum samkvæmt.

Allt fram til ársins 2000, voru sjúklíngar algjörlega ótryggðir á einkastofum lækna sem dregið var fram eftir Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskonar á Tryggingastofnun ríkisisins, 1997, eftir gagnrýni Samtakanna Lífsvog.

Ný sjúklingatryggingarlög litu dagsins ljós í kjölfarið af hálfu Alþingis, þar sem læknum á einkastofum varð meðal annars gert að tryggja starfssemi sína , en málsmeðferð og viðbrögð kerfisins gagnvart ferli umkvartana er enn eitthvað sem þarf að færa í farveg réttarbóta fyrir sjúklinga þar sem aðili utan kerfisins svo sem sérstakur Umboðsmaður sjúklinga getur tekið málin fyrir og fylgt eftir við hið opinbera.

Slíkur Umboðsmaður myndi öðlast yfirsýn í hinu umfangsmikla kerfi heilbrigðismála sem nýtast myndi hvoru tveggja sjúklingum og kerfinu sjálfu sem og skattgreiðendum í landinu en hæstu verg þjóðarútgjöld á hverjum tíma fara í kerfi heilbrigðismála.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Heilbrigðiskerfið meira.

Hér er grein, einnig frá árinu 2000,

 

 

Heilbrigðiskerfið og sjúklingurinn

Guðrún María Óskarsdóttir
Guðrún María Óskarsdóttir
Hér skortir enn nokkuð á, segir Guðrún María Óskarsdóttir, að ferli til dæmis áminninga til handa heilbrigðisstarfsmönnum sé virkt í raun og að minnsta kvörtun fái hljómgrunn og áheyrn.

 

SEINNI ár hafa verið stigin skref í átt til aukins hagræðis í heilbrigðiskerfinu og þar með betri þjónustu við sjúklinga, má þar nefna sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og aukna notkun upplýsingatækni til þess að bæta boðskipti innan heilbrigðiskerfisins í heild á landsvísu. Átök og fræðslustarfsemi af hálfu landlæknisembættisins ber að þakka. Aukið hagræði í þessum fjárfreka útgjaldaflokki ætti hins vegar að geta þýtt aukið svigrúm til þess að hlúa betur að þeim er eiga við sjúkdóma og örorku að stríða þannig að álögur í formi skatta leggist ekki á þennan hóp þegnanna og við getum talið okkur af heilindum meðal velferðarríkja er sinna sjúkum og öldruðum sem skyldi.

 

Innra skipulag

Tilraunir stjórnvalda til þess að fá lækna til þess að starfa í heilsdagsvinnu á sjúkrahúsunum í stað hlutavinnu virðast þó ekki enn hafa gengið eftir, að öllum líkindum vegna launamismunar þeirra hinna sömu varðandi þau atriði, og því bíða margir sjúklingar enn bæklunaraðgerða sem bráðnauðsynlegar eru.

Sumarfrí heilbrigðisstarfsmanna eru enn stórkostlegt vandamál og lokanir deilda af þeim sökum ekki viðunandi, því slíkar aðgerðir safna aðeins upp vandamálum til að leysa úr að loknum sumarfríum. Það á að heyra sögunni til að fá af því fréttir á hverju sumri að fólk sé sent heim af sjúkrahúsum og umönnunardeildum, vegna sumarlokana, sem engan veginn er í stakk búið til þess að sjá um sig sjálft eða hefur engan upp á að hlaupa. Ef ekki er hægt að bjóða hluta starfsfólks vetrarfrí þarf að bjóða fólki kaupauka til vinnu að sumri til að leysa vandann, hvort sem um er að ræða sjúkraliða, lækna eða hjúkrunarfræðinga.

 

Eftirlit og aðhald sjúklinga

Aðhald sjúklinga, sem neytenda þjónustu, hefur aukist í eðlilegu samræmi við upplýsingar um sín réttindi. Eftirlit hins opinbera á sjálfu sér er hins vegar enn til staðar og þar er á ferð erfitt hlutverk, þeirra er á halda. Hér skortir enn nokkuð á að ferli til dæmis áminninga til handa heilbrigðisstarfsmönnum sé virkt i raun og að minnsta kvörtun fái hljómgrunn og áheyrn. Það er ekki nægilegt að birta skýrslur um afmörkuð rannsóknarefni ef hið daglega starf inniheldur ekki ákveðið ferli, til þess að takast á við einhverja þá vankanta þjónustunnar sem sjúklingur kann að hafa fram að færa hverju sinni. Einnig tel ég að nýta beri mun betur þann mikla og góða hóp er hefur áfallahjálp að atvinnu innan heilbrigðiskerfisins ef mannleg mistök eiga sér stað í meðferð sjúklinga. Samtökin Lífsvog, sem stofnuð voru til handa þeim er töldu sig hafa orðið fyrir læknamistökum, vildu svo sannarlega hafa á sínum vegum sálfræðing og félagsráðgjafa handa því fólki er þangað leitar, en enn þann dag í dag er starf þetta unnið í sjálfboðavinnu þeirra sem því sinna. Þörf fyrir aðstoð sem þessa er enn nauðsyn, þótt sjúklingatrygging hafi nú litið dagsins ljós, sem er vissulega stórt skref til bóta varðandi mál þessi, sem og betrumbætt skaðabótalög. Hvert skref til bóta ber að þakka, en enn er nokkuð langt í land hvað varðar leiðréttingu þeirra er hér hafa borið skarðan hlut frá borði og þeir hinir sömu standa nú margir í málarekstri fyrir dómstólum, til þess að reyna að rétta hlut sinn. Slíkum þrautagöngum mun vonandi fækka í framtíðinni, en upplýsing og aðhald að heilbrigðiskerfinu er nauðsynlegt og eðlilegt.

Höfundur er stjórnarmaður í Samtökunum Lífsvog."

kv.Guðrún María.

 


Sjúklingar og kvartanir yfir heilbrigðiskerfinu.

Set hér inn grein frá árinu 2000, sem birtist í Mbl, frá sjónarhóli Samtakanna Lífsvog.

"

 

Sjúklingar og kvartanir þeirra

Guðrún María  Óskarsdóttir
Guðrún María Óskarsdóttir
[ Smelltu til að sjá stærri mynd ]
Sjúklingatrygging, segja Guðrún María Óskarsdóttir og Jórunn Anna Sigurðardóttir, er nú loks til staðar.

 

TIL samtakanna Lífsvogar berast reglulega fyrirspurnir þess efnis hvort mikið hafi verið kvartað yfir þeim lækni er sjúklingar hyggjast leita til. Við tjáum sjúklingum kurteislega að því miður getum við ekki veitt upplýsingar um kvartanir vegna einstakra starfsmanna, til þess höfum við ekki leyfi. Við getum einungis vísað á þær upplýsingar sem við höfum nú þegar birt og er á okkar færi að birta, s.s. fjölda kvartana innan sérfræðigreina lækninga sem og fjölda þeirra vegna sömu lækna. Það er síðan landlæknisembættið og heilbrigðisráðuneytið sem hefur yfir að ráða upplýsingum um hvort kvörtun hefur í för með sér athugasemd eða áminningu til handa viðkomandi heilbrigðisstarfsmanni, hve margar kvartanir eru innan einstakra sérfræðigreina, sem og hvort leyfissvipting eða brottvikning úr starfi kunni að hafa átt sér stað í kjölfar vegna uppsafnaðra áminninga.

 

Mistök?

Ef til vill kann svo að vera að um óhappatilvik kunni að hafa verið að ræða varðandi kvörtun, en afskaplega mikilvægt er einmitt að flokka í sundur fjölda óhappatilvika og kvartana er hafa í för með sér alvarlega áminningu þar sem um er að ræða einhverja vankanta í hinni faglegu meðferð er fram skal fara.

Okkur er kunnugt um að bæta átti skráningarkerfi á sjúkrahúsum hvað varðar hvers konar mistök/óhappatilvik, er eiga sér stað þar, en hvort sama á við um einkastofur lækna er ekki ljóst. Það er hins vegar ljóst að umfang starfsemi hins opinbera í þjónustu við heilbrigði landsmanna frá brjóstastækkunum til hjartaaðgerða, og kynskiptaaðgerðum til kvilla í maga, er eðli máls samkvæmt undirorpið viðhorfi sjúklingsins á þeirri meðferð sem hann fær. Í auknum mæli og réttu samhengi við upplýsingastreymi um sjúkdóma og meðhöndlun þeirra koma fram kvartanir, þar sem sjúklingar telja sig ekki hafa fengið þá bestu þjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Læknamistök eiga sér stað eins og mistök annars staðar hjá vinnandi mönnum. Sjúklingatrygging er nú loks til staðar í okkar umfangsmikla heilbrigðiskerfi og er það vel, en eigi að síður vantar enn sárlega tölulegar upplýsingar af hálfu opinberrra aðila, sem eru aðgengilegar almenningi, varðandi fjölda skráðra kvartana hjá hinu opinbera, flokkun þeirra og meðferð hvað varðar áminningarferli fjölda óhappatilvika og fjölda leyfissviptinga til handa heilbrigðistarfsmönnum ár hvert. Sjúklingar, sem eru einnig skattgreiðendur er reka heilbrigðiskerfið, eiga rétt á þessum upplýsingum í nútíma samfélagi.

 

Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvog.

"

kv.Guðrún María.


Hin furðulegu skrif Kolbrúnar Bergþórsdóttur um Frjálslynda flokkinn.

 

 af xf.is. "

Lýsa furðu á skrifum blaðamanns Morgunblaðsins í garð Frjálslynda flokksins.

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum,
lýsir furðu á pistilskrifum blaðamannsins Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu sunnudaginn 1. mars 2009, þar sem hún ræðst að Frjálslynda flokknum sem á kjörna fulltrúa á Alþingi Íslendinga.
Blaðamaðurinn virðist falla í þann fúla pytt að valda stétt sinni vanvirðu, vegna skorts á virðingu í garð fjölda fólks sem tilheyrir starfandi stjórnmálaflokki í landinu og jafnframt gera vinnuveitanda sínum óleik i þessu efni, að sjá má.
Hér með er skorað á viðkomandi blaðamann að biðjast nú þegar afsökunar á opinberum vettvangi, á þessum  illa ígrunduðu skrifum.


Reykjavík 1. mars 2009

f.h. stjórnar, Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum,

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Guðrún María Óskarsdóttir
Ragnheiður Ólafsdóttir
Margrét Harðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir "

 

kv.Guðrún María.


Frjálslyndi flokkurinn vill byggja Ísland allt, ekki hluta þess.

Baráttan fyrir byggð í landinu er áframhaldandi og nú er það ljóst að skipbrot hefur átt sér stað hvað varðar þróun mála í einu samfélagi, þar sem allt hefur miðast við það í raun meira og minna að Ísland yrði borgríki á Reykjanesskaganum.

Hin þjóðhagslega verðmætasóun sem fylgt hefur kvótakerfi sjávarútvegs og er í raun enn til staðar í skipulagi mála er hlutur sem þarf að breyta, til þess að hægt sé að byggja upp á heilbrigðum grunni, fyrir almenning í landinu.

Stefnuleysi stjórnvalda á umliðnum árum þess efnis að hamast við að byggja og byggja íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu umfram þarfir hefur verið sýnilegt og nú súpa menn seyðið af ákvarðanatökunni og hamgagangnum í þvi efni.

Eitt stykki skipulag eins atvinnuvegakerfis sem hefur gert það að verkum að gera heilu sjávarþorpin atvinnulaus á einni nóttu með tilheyrandi eignaupptöku íbúa á stöðunum var og er kerfi sem ekki á nokkuð skylt við skynsamlega atvinnustefnumótun og nýtingu í sjávarútvegi hér á landi.

Fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða kveður ekki aðeins á um það að fiskimiðin skuli sameign landsmanna, heldur sé einnig um að ræða það atriði að tryggja atvinnu og byggð á landinu öllu.

headmyndblogg3 

 

Útgerðarmenn sem fengið hafa úthlutað veiðiheimildum/kvóta til eins árs í senn geta því eðli máls samkvæmt aldrei verið eigendur að óveiddum fiski úr sjó, né heldur ættu að hafa geta veðsett slíkar tímabundnar heimildir til veiða sem veð í fjármálastofnunum.

Alveg sama hvað þeir hinir sömu telja sjálfir í því efni.

Það atriði að fjármálastofnanir í landinu skuli hafa tekið veiðiheimildir gildar sem veð á einhverjum tímapunkti með öllum þeim áhættuþáttum þar að lútandi svo sem mismunandi sveiflum í stærðum fiskistofna, olíuverði og fl. er álíka Enron ævintýramennskunni.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband