Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Er Orkuveitan enn í risarækjueldi ?
Mánudagur, 2. mars 2009
Mig minnir að Orkuveitan hafi verið komin í risarækjueldi, hvað ætli sé að frétta af því ?
kv.Guðrún María.
![]() |
73 milljarða halli á rekstri OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað eigum við að horfa oft á Jón Baldvin á silfurfati Egils ?
Mánudagur, 2. mars 2009
Einu sinni enn fengu áhorfendur Ríkissjónvarpsins að sjá fyrrum sendiherrann ræða um sinn Evrópusambandsáhuga, í þætti Egils Helgasonar.
Ekki í fyrsta, ekki annað og ekki þriðja skiptið, því sá hinn sami hefur nær reglulega verið á viðmælandaskrá hjá Agli síðan í sumar síðastliðið.
Því til viðbótar var þátturinn uppfylltur af fjölmiðlamönnum til þess að spjalla við, svo sem ekki í fyrsta skiptið og maður veltir því fyrir sér hvort þessi þáttur eigi að vera þjóðmálaumræða og hvar eru þá stjórnmálamennirnir til þáttöku í þeirri hinni sömu umræðu ?
Hefur það gleymst að Alþingi er enn starfandi ?
spyr sá sem ekki veit.
kv.Guðrún María.
Allir gömlu flokkarnir hafa haft tækifæri til þess að breyta kvótakerfinu, það hafa þeir EKKI gert.
Sunnudagur, 1. mars 2009
Hvorki Samfylking eða Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur eða Vinstri Grænir, hafa sýnt vilja í verki til þess að umbreyta mestu stjórnmálalegu mistökum allrar síðustu aldar hér á landi sem er það að leyða í lög framsal og leigu og síðar veðsetningu, kvóta í sjávarútvegi.
Við skulum því taka vel eftir því hverju þeir menn sem hyggjast bjóða sig fram til þings fyrir nefnda flokka munu nú draga fram til þess að auka hróður sinna eigin flokka, sem innistæða fyrir kann að reynast all fátækleg.
Ég legg til að menn varist lýðskrum allt í þessu efni.
kv.Guðrún María.
Íslenzkur landbúnaður þarf nýliðun.
Sunnudagur, 1. mars 2009
Nú mun reyna á vilja forystumanna bænda til þess hvort þeir hinir sömu séu tilbúnir til þess að aðlaga sig breyttum tímum og aðstæðum í okkar samfélagi.
Það er ljóst að kostnaður við fjárfestingu í landbúnaði hamlar nýliðun í atvinnugreininni þar sem ofurháherslan hefur verið færri og stærri bú, með ofurtóla og tækjavæðingu allra handa.
Mjólkurkvótinn er svo sem ósköp álíka þorskkvótanum og allar hagkvæmnisforsendur þar að lútandi því miður fyrirfram ofmetnar með stærðarhagkvæmnina eina og sér í farteskinu.
Það verður fróðlegt að sjá hvaða viðhorf mun endurspegla komandi Búnaðarþing.
kv.Guðrún María.
![]() |
Búnaðarþing sett á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Velkominn í Frjálslynda flokkinn.
Sunnudagur, 1. mars 2009
Líkt og mín er von og venja býð ég nýja flokksmenn velkomna í Frjálslynda flokkinn, og ég sé að Guðni fer beint í framboð til formanns en þangað stefndi ég á dögunum en dró mig til baka.
Vilji til þáttöku á stjórnmálasviðinu er af hinu góða og því meiri þáttaka manna í lýðræðislegri ákvarðanatöku allri því betra.
kv.Guðrún María.
![]() |
Býður sig fram til formanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Efnahagsmál einnar þjóðar.
Sunnudagur, 1. mars 2009
Það liggur við að það sé að bera í bakkafullann lækinn að ræða efnahagsmálin svo mjög hafa menn fabúlerað um hvað hafi farið úrskeiðis í því efni.
Fáir eru sammála um leiðir út úr vandanum, og nú sem aldrei fyrr í aðdraganda kosninga kann mönnum að hætta til að viðhafa gylliboð og töfralausnir.
Það eitt er ljóst að hluti fólks ræður ekki við þær skuldbindingar sem viðkomandi hafa tekist á hendur af mörgum orsökum til dæmis atvinnumissi, eða þeirra hækkana sem verðbólga hefur valdið, þótt fólk haldi enn atvinnu.
Það er einnig ljóst að einu þjóðfélagi er engin akkur í því að fjöldagjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja sé látið ná fram að ganga, gróði fyrirfinnst ekki af slíku, þegar upp er staðið.
Það MUN þurfa að koma til samstarfs Ráðgjafarstofu heimila, Umboðsmanns neytenda og fjármálastofnanna til þess að greiða úr málum einstaklinga í vanda, með það að markmiði að vinna úr vanda manna í hverju tilviki svo sem mögulegt er.
Afnema þarf verðtryggingu strax hvað varðar hvers konar lánaumsýslu á vegum bankanna sem nú eru í eigu hins opinbera. Þar er um að ræða ákvörðun stjórnvalda sem þarf að taka nú þegar, ekki hvað síst áður en vextir falla í takt við niðursveifluna. Þar með myndast eðlilegra umhverfi í íslensku efnahagslífi til framtíðar litið.
Enn er tími til athafna fyrir sitjandi ríkisstjórn.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)