Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Jæja Guðjón, er það ?
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Hafandi haft all nokkuð mikla yfirsýn yfir málefni Frjálslynda flokksins, sem einstaklingur í starfi hans, nokkuð lengi þá verður að segjast eins og er að það er afar ódýrt að kenna öðrum um allt sem vanhaga fer, hvort sem þar er um að ræða flótta þingmanna,ellegar flóttamannabúðir þeirra er tapað hafa í prófkjörum annarra flokka, og hampað hefur verið sem sigurvegurum af hálfu Frjálslynda flokksins og settir efstir á lista flokksins.
Vandamál Frjálslynda flokksins liggja í innra skipulagi flokksins og uppbyggingarstarfi þar sem nota þarf og nýta þann mannskap sem unnið hefur og vill vinna, með virðingu fyrir því hinu sama.
Á það hefur skort , því miður og vilji til umbóta lítill, og alls konar illindi og erjur daglegt brauð á kostnað þess að hin góðu réttætismál hafa ekki náð sjónum almennings á meðan.
Ég sendi formanni og þingmönnum flokksins bréf á haustdögum þegar mér ofbauð, rétt einu sinni enn illindagangurinn og set það hér inn.
"
Til kjörinna þingmanna og forystu Frjálslynda flokksins.
Stjórnmálamenn, þar með talið sitjandi þingmenn ávinna sér ekki traust með því að deila hver við annan í fjölmiðlum um innri mál flokka.
Við slíkt verður ekki unað lengur hver sem á í hlut.
Séu þeir hinir sömu ekki þess umkomnir að leysa innbyrðis deilumál, undir formerkjum lýðræðisaðferða, þá munu þeir ekki standa undir nafni, sem þingmenn eins flokks eða frambjóðendur sem fulltrúar fólksins og skyldu víkja fyrir sínum varamönnum, uns tekist hefur að sætta sjónarmið til grundvallar samvinnu.
Stjórnkerfi stjórnmálaflokka, formaður, varaformaður, framkvæmdastjórn, þarf að vera í góðu sambandi við fólk í hinum ýmsu félögum eins flokks, með skilvirku skipulagi þar að lútandi, þannig að ef upp kemur eitthvað mál sem ósætti er um, skyldu þeir hinir sömu hafa frumkvæði að lausn deilumála hvers konar.
Jafnframt þarf forysta flokksins að hafa frumkvæði að því að byggja upp innra starf í flokknum sem í öðrum stjórnmálaflokkum er alla jafna verkefni varaformanna flokka. Þar þarf að vera til markvisst skipulag fram í tímann, þar sem unnið er ákveðnum skrefum fram á við eftir efnum og ástæðum alls staðar á landinu, með fundahaldi og stjórnarfundum í félögum.
Allt slíkt skipulag fram í tímann kemur í veg fyrir það að hinn almenni flokksmaður kvarti í sífellu yfir að ekkert sé að gerast í flokknum.
Deilur og erjur.
Því miður tel ég að gulrót núverandi deilna í flokki okkar megi rekja til sáningar í formi loforðs um framkvæmdastjórastöðu flokksins af hálfu formanns til handa þingmanns fyrri kjörtímabils, sem engum var kunnugt um fyrr en eftir kosningar.
Fyrir það fyrsta er það illa ígrundað að gefa slík loforð þótt munnlega sé, og í öðru lagi jafn illa ígrundað að ætla að slíkt geti gengið eftir á slíkum forsendum af hálfu þess sem tók slíkt loforð í sín eyru án vitneskju annarra.
Þessi sama gulrót deilna sem grasserað hefur sem alls konar söguspuni um forystuna í langan tíma, virðist nú hafa sameinast í einum hrærigrauti þar sem deilur tveggja þingmanna , og hluta miðstjórnar innbyrðis blandast saman.
Þvílík og önnur eins endaleysa á sér vart fordæmi, og er til háborinnar skammar öllum hlutaðeigandi fyrir einn flokk, engum til trúverðugleika út í frá og skyldi lokið eins og skot.
Ég veit það nú þegar að ég tala fyrir munn margra í flokknum með þessum orðum mínum þess efnis að deilur verði settar niður með öllu því móti sem verða má, og þurfi þar einhver að brjóta odd af oflæti sínu til sátta þá vil ég benda á það að slíkt er einungis til virðingarauka til framtíðar.
Guðrún María Óskarsdóttir. "
þannig var það.
kv.Guðrún María.
Ná fólki frá okkur með mútum eða öðru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frjálslyndir með félagsfund í Kraganum.
Mánudagur, 30. mars 2009
af xf.is.
"
Félagsfundur - nánar
BOÐAÐ ER TIL FÉLAGSFUNDAR Í KJÖRDÆMAFÉLAGI KRAGANS: Boðað er til félagsfundar í Kraganum (SV-kjördæmi) þriðjudaginn 31. mars kl. 18 í kosningaskrifstofu Kragans á Nýbýlavegi 18 í Kópavogi. Fundarefni er tilllaga að endanlegum lista frá 6. sæti til 24. sætis vegna alþingiskosningana 2009. "
allir að mæta.
kv.Guðrún María.
Málefni ofar mönnum.
Mánudagur, 30. mars 2009
Eiginhagsmunapot, og alls konar deilur og erjur um menn á kostnað málefna, innan stjórnmálaflokka hér á landi er löstur á starfi stjórnmálaflokka.
Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum hve mikil timasóun það er að þurfa að taka þátt í slíku þegar ekki virðist nokkur einasti möguleiki að viðhafa eðlilegar aðferðir við það að setja málefni ofar mönnum hvarvetna.
Innra skipulag, eftirfylgni og aðferðafræði vegur vissulega þungt í þessu sambandi, hvað varðar það atriði að endalaust sé það hægt að deilur um menn verði ofar málefnum hvarvetna.
Veldur þar hver á heldur og eftir höfðinu dansa limirnir, og forystusveit flokkanna stendur þar í ábyrgð mála.
Ég lít svo á að hver flokkur er starfar í stjórnmálum skuli viðhafa opna fundi á sínum vegum um mál öll eins oft og mögulegt er þar sem aðkoma flokksmanna og kjósenda að starfi og mótun stefnu í málefnum er í hávegum hafður, en flokkar sem eiga kjörna fulltrúa á þingi fá fjármuni frá skattgreiðendum meðal annars til þess hins sama að ég tel.
kv.Guðrún María.
Bókhaldsleikir og loðin lög.
Mánudagur, 30. mars 2009
Hvers konar lagasetning þarf að standast tímans tönn, og hvað varðar rekstrarlegt umhverfi fyrirtækja, þá hlýtur að vera mögulegt að ramma hlutina inn í ramma skynsamlegra skilyrða til hagsbóta fyrir starfssemi í einu þjóðfélagi.
Auðvitað eiga ekkert að finnast glufur til þess að hagræða hlutum í fegurri mynd en þeir eru því eðli máls samkvæmt skilar sér það ekki að lokum.
Lagasmíðina hlýtur því að þurfa að skoða í upphafi, og endurskoða lagaumgjörð sem stangast á og í gildi kann að vera í þessu efni.
kv.Guðrún María.
Séð í gegnum fegrunaraðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðuþættir um þjóðmál, hvernig geta þeir verið ?
Mánudagur, 30. mars 2009
Var að horfa á Siflur Egils, vikulegan þátt um þjóðmál, þar sem oftar en ekki eru sömu viðmælendur aftur og aftur með stuttu millibili, og erfitt að finna eitthvert viðmið sem farið er eftir í vali á viðmælendum.
Ef til vill er það val í hendi Egils sjálfs, veit ekki.
Finnst hins vegar skorta nokkuð á víðsýni um viðfangsefni þau sem við er að fást og má sannarlega ræða.
Væri ekki hægt að afmarka umræðuefni slíkra viðtalsþátta við einstök málasvið samfélagsins, hverju sinni, til upplýsingar fyrir almenning í landinu ?
Ég hef reyndar kvartað yfir því lengi að ljósvakamiðlar gefa umræðu um þjóðmál allsendis ekki nægilega mikið vægi og sannarlega þarf þar að gefa kjörnum fulltrúum þjóðar á þingi sem og nýjum framboðum fyrir kosningar jafnréttisgrundvöll aðkomu í því sambandi.
Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í nútíma samfélagi og fréttaflutningur af þeim málum sem til dæmis Alþingi fjallar um er í algjörri mýflugumynd að mínu viti.
kv.Guðrún María.
Er þessi frétt um Baldur eða Þórunni og orð þeirra ?
Sunnudagur, 29. mars 2009
Nokkuð sérkennilegur áróður um ESB hér á ferð að sjá má, og spurning hvort fréttin hefði ekki frekar átt að fjalla um Þórunni, heldur en Baldur, en bæði hafa áhuga á Evrópusambandinu ?
kv.Guðrún María.
Hagsmunirnir snúa að heimilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sannleikurinn er sagna bestur og þetta er rétt hjá Davíð Oddsyni.
Sunnudagur, 29. mars 2009
Inngrip forseta í fjölmiðlamálið á sínum tíma, er og verður sögulegur kapítuli þess sem við Íslendingar höfum mátt meðtaka varðandi það atriði að allir fjölmiðlar landsins dönsuðu með á hinum guðdómlega markaðsdansleik hinnar eilífu útrásar, allra handa.
"
Þá sagði hann synjun Ólafs Ragnars Grímssonar á því að staðfesta fjölmiðlalögin, hafa verið mesta pólitíska skemmdarverk seinni tíma á Íslandi. Eftir það hefðu útrásarvíkingarnir eignast allra frjálsa fjölmiðla og nánast útilokað hefði verið að halda uppi nauðsynlegri gagnrýni á þá. "
Sú er þetta ritar vildi sannarlega sjá lög um dreifða eignaraðild á fjölmiðlamarkaði sem kæmi í veg fyrir það atriði að stórfyrirtæki á öðrum sviðum gætu notað og nýtt sér fjölmiðla til skoðanamótunar og einhliða gagnrýni á allt annað en eigin athafnasemi í samfélaginu.
kv.Guðrún María.
Víkingar með Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Sunnudagur, 29. mars 2009
Mér hefur orðið það mikið íhugunarefni undanfarið hve mikið skortir á heildarsýn mála um þjóðfélagið allt. frá því smæsta upp í það stærsta, innan flokka og utan, í stjórnkerfinu, og stefnumótun mála fyrir eitt þjóðfélag.
Hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gjörir og menn virðast ekki átta sig á því að eitthvað eitt hangi saman við annað í þeirra athafnasemi hvers konar.
Ég bíð eftir tilkynningu frá ákveðnum aðilum um ákveðið efni, sem ég nú þegar veit að var ákveðið þann 12. mars, og varðar mig og mína persónu.
þetta er efnið.
" To: Guðrún María Óskarsdóttir
Subject: Kjördæmafélag Suðurkjördæmis.
Sæl Guðrún María. Nú hefur stjórn Kjördæmafélags Suðurkjördæmis fjallað um þau leiðindi sem hafa verið í gangi vegna stuðningslýsingar þinnar við Jón Magnússon á vefnum. Eins og þér mátti skiljast í gær, er við þig var talað í síma af fundinum og mér fyrr um daginn, voru ekki allir á eitt sáttir. Eftir viðræður við þig þá var samþykkt að gera breytingu á uppröðun listans, þannig að skipt væri um frambjóðanda í þriðja sæti, þú tekin útaf og inn settur Kristinn Guðmundsson er sóttist eftir öðru sæti listans og laut þar lægra haldi, en sat í sjötta sæti fyrir síðustu alþingiskosningar. Pólitíkin getur verið afar snúin og stormasöm og smávægileg mistök haft leiðar afleiðingar. Vona ég að þessi breyting sé þér ekki á móti skapi eins og mál þróuðust þrátt fyrir viðleitni stjórnar að á annan veg færi. Þessi niðurstaða tekur gildi 12. mars 2009.
Kveðja,
Guðmundur Óskar Hermannsson
Kóngsvegi 1, Laugarvatni "
Menn hafa ekki verið þess umkomnir að tilkynna þessar breytingar enn sem komið er, og ég því í eins konar pólítískri gíslingu þess að vera framboði en vera ekki í framboði, eins kjánalegt og það nú er.
Þetta er eitt dæmið um þann kjánagang sem viðgengist hefur í þeim flokki sem ég er enn í, en því miður eru þau fleiri eins og Eiríkur Stefánsson hefur sagt frá á Útvarpi Sögu undanfarið.
Eiríkur er maður sannleikans og færi ég honum þakkir fyrir að verja mig og mína persónu í sínum pistlum í stórskringilegri athafna manna innan míns flokks, frá því ég nýtti minn rétt sem persóna til þess að bjóða mig fram til formanns þar á bæ um tíma.
Rétt skal vera rétt.
kv.Guðrún María.
Samkvæmt fyrstu málsgrein, þá er bannað hér að tala....
Laugardagur, 28. mars 2009
önnur málsgrein segir, nú kem ég til skjala,
tala máttu stundum, ef talar ekki hátt,
og talar ekki um það, sem á að fara lágt.
( gömul vísa úr skúffunni um endurskoðun ákvæða um tjáningarfrelsi á sínum tíma )
kv.Guðrún María.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frelsi einstaklingsins hefur verið týnt á Íslandi, mun það breytast ?
Laugardagur, 28. mars 2009
Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þvi hvaða áherslur koma af þingum flokka sem halda nú landsfundi sína og tóku við þjóðarbúinu að loknum síðustu kosningum.
Flokkum sem báðir eru uppvísir að eyðslu og sóun í flottræfilshætti ferðalaga um víða veröld varðandi framboð til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, rétt áður en allt bankakerfið hrundi hér á landi.
Flokkum sem hvorugir hafa getað tekið á mesta óréttlætismáli síðari tíma kvótakerfi sjávarútvegs, sem orsakað hefur byggðaflótta ásamt nær sams konar skipulagi í landbúnaði sem sama þróun hefur átt sér stað.
Hið stórfurðulega áhorf á stærðarhagkvæmni eingöngu í anda rússnesks verksmiðjubúskapar hér á landi er sú pólítík sem rekin hefur verið þar sem einstaklingsfrelsi til athafna er lítið sem ekki neitt.
Tilraunir til einkavæðingar misheppnuðust og á sama tíma var útþensla hins opinbera aldrei meiri og skattar á almenning eftir því.
Það þarf því mörgu að breyta, og fróðlegt að sjá hvort einhvern vilja til þess verði að finna í samþykktum flokka sem halda nú landsþing sín.
kv.Guðrún María.