Um daginn og veginn.

Mér hefur orðið það mikið íhugunarefni undanfarið hve mikið skortir á heildarsýn mála um þjóðfélagið allt. frá því smæsta upp í það stærsta, innan flokka og utan, í stjórnkerfinu, og stefnumótun mála fyrir eitt þjóðfélag.

Hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gjörir og menn virðast ekki átta sig á því að eitthvað eitt hangi saman við annað í þeirra athafnasemi hvers konar.

Ég bíð eftir tilkynningu frá ákveðnum aðilum um ákveðið efni, sem ég nú þegar veit að var ákveðið þann 12. mars, og varðar mig og mína persónu.

þetta er efnið.

" To: Guðrún María Óskarsdóttir
Subject:
Kjördæmafélag Suðurkjördæmis.

Sæl Guðrún María.  Nú hefur stjórn Kjördæmafélags Suðurkjördæmis fjallað um þau leiðindi sem hafa verið í gangi vegna stuðningslýsingar þinnar við Jón Magnússon á vefnum. Eins og þér mátti skiljast í gær, er við þig var talað í síma af fundinum og mér fyrr um daginn, voru ekki allir á eitt sáttir. Eftir viðræður við þig þá var samþykkt að gera breytingu á uppröðun listans, þannig að skipt væri um frambjóðanda í þriðja sæti, þú tekin útaf og inn settur Kristinn Guðmundsson er sóttist eftir öðru sæti listans og laut þar lægra haldi, en sat í sjötta sæti fyrir síðustu alþingiskosningar. Pólitíkin getur verið afar snúin og stormasöm og smávægileg mistök haft leiðar afleiðingar.  Vona ég að þessi breyting sé þér ekki á móti skapi eins og mál þróuðust þrátt fyrir viðleitni stjórnar að á annan veg færi. Þessi niðurstaða tekur gildi 12. mars 2009.

Kveðja,
Guðmundur Óskar Hermannsson
Kóngsvegi 1, Laugarvatni
"

Menn hafa ekki verið þess umkomnir að tilkynna þessar breytingar enn sem komið er, og ég því í eins konar pólítískri gíslingu þess að vera framboði en vera ekki í framboði, eins kjánalegt og það nú er.

Þetta er eitt dæmið um þann kjánagang sem viðgengist hefur í þeim flokki sem ég er enn í, en því miður eru þau fleiri eins og Eiríkur Stefánsson hefur sagt frá á Útvarpi Sögu undanfarið.

eirkur_jpg_340x600_q95

Eiríkur er maður sannleikans og færi ég honum þakkir fyrir að verja mig og mína persónu í sínum pistlum í stórskringilegri athafna manna innan míns flokks, frá því ég nýtti minn rétt sem persóna til þess að bjóða mig fram til formanns þar á bæ um tíma.

Rétt skal vera rétt.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl mín kæra, to be or not to be.  Það er heila máli.  Hittumst hressar.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 30.3.2009 kl. 00:34

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Ásgerður einmitt, to be or not to be, það er nú málið í þessu efni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.3.2009 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband