Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Stjórnmálamaðurinn íslenzki er....
Laugardagur, 28. mars 2009
upptekinn við það að vinda og slaka.
Vaskur á sjóinn, hann vindur sér,
en vantar færin er til á að taka.
Kæri vinur nú kallast það kvóti,
þú kaupir i tonnum ef ætlar á sjó,
annað er bull og með engu móti,
er hægt að róa, þú færð ekki nóg.
( gamlar vísur úr skúffunni, um skammtímahagfræði nútímans )
kv.Guðrún María.
Afar fróðlegt.
Föstudagur, 27. mars 2009
Sé hægt að semja um 2% vaxtakjör við fjárfestingaraðlila, þá hlýtur hið sama að eiga að gilda fyrir fleiri aðila í samfélaginu, eða hvað ?
kv.Guðrún María.
Steingrímur: Góð vaxtakjör nauðsynleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Einungis sýndarmennska.
Föstudagur, 27. mars 2009
Það var vitað mál að ekki væri hægt að breyta kosningafyrirkomulagi fyrir þessar kosningar, lagabreytingum þar að lútandi eins og ÖSE, virðist gera athugasemdir um.
Því til viðbótar gat ég ekki betur séð en lagafrumvarpið sem liggur fyrir sé meingallað, þar sem flokkunum er veitt eins konar valfrelsi um það hvort þeir vilja hafa raðaða eða óraðaða lista, og því spurning um hvort einhver tilgangur helgi meðalið í raun.
kv.Guðrún María.
Lýðræðismálin verða eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kerfi atvinnuvega sjávarútvegs og landbúnaðar eru barn síns tíma.
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Atvinnuvegir sem hamla gegn nýlíðun eins og kerfi sjávarútvegs og landbúnaðar hér á landi gera, er einfaldlega kerfi sem eru ónýt og hvoru tveggja þarf og verður að breyta, ef einhvern vilja er að finna til þess að byggja upp atvinnusköpun í landinu.
Í upphafi gátu menn í raun séð það fyrir, og öll sú hin þjóðhagslega verðmætasóun sem kerfi þessi hafa orsakað verður að skrifast á nær algjört andvaraleysi sitjandi ráðamanna í landinu hverju sinni.
Frelsi einstaklingsins er fótum troðið hvað varðar aðkomu að báðum þessum atvinnugreinum sem komið hafa þjóð okkar til bjargálna gegnum aldirnar.
Margendurtekin þáttaka skattgreiðenda við uppbyggingu grunnþjónustuþátta vegna atvinnuháttabreytinga og fólksflótta af landsbyggð á höfuðborgarsvæði vegna skipulags kerfanna, er eitthvað sem menn verða að gjöra svo vel að fara að endurmeta hið fyrsta.
kv.Guðrún María.
Hvað ætla menn að gera til að byggja nýtt Ísland úr rústum þess gamla ?
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með háværri byltingu þeirra sem ekki sögðu orð meðan græðgisvæðingin lék lausum hala, þótt sýnilegt mætti vera í raun að eitt þjóðfélag sem þóttist hafa efni á því að greiða einum manni 65 milljónir á mánuði, væri skrítið þjóðfélag, með þrjú hundruð þúsund manns að höfðatölu.
Þjóðinni var talin trú um það með tilstyrk fjölmiðla að allt væri hér í ágætis velsæmi á öllum sviðum og allt á uppleið öllum stundum, þangað til allt hrundi til grunna.
Eftir hrunið tóku fjölmiðlar til við að týna sérfræðinga á sérfræðinga ofan um hvað fór úrskeiðis, en enginn fjölmiðill leit í eigin barm, enda sjaldnast hægt að kvarta mikið yfir fjölmiðlum nema seint og um síðir.
Mestu fjárumsýsluna mátti alls ekki gagnrýna og alls ekki mátti koma böndum á eignarhald fjölmiðla, í einu þjóðfélagi, sem þó hefði strax orðið til þess að breyta nokkru um í málum.
Ég er ein af þeim sem varði tilvist þess að lög um eignarhald á fjölmiðla liti dagsins ljós og var þar sammála fyrrum forsætisráðherra í því efni, en þungi áróðurs gegn því hinu sama, varð til þess að forseti lýðveldisins ákvað að blanda sér í mál þetta, að mínu viti algjörlega að ósekju.
Hvaða heil brú var í því að stærsta fyrirtæki á matvörumarkaði væri jafnframt með eignarhald á stórum hluta fjölmiðlaumhverfis, í þrjú hundruð þúsund manna samfélagi þá ?
Að mínu viti engin svo fremi menn vildu skapa heilbrigðar aðstæður samkeppni í einu þjóðfélagi.
Málið var hins vegar matreitt af fjölmiðlum sem aðför að tjáningafrelsinu eins kjánalegt og það nú er og margir þingmenn féllu í þann pytt að taka undir það hið sama.
Heilbrigð samkeppni þarf lög og reglur sem ramma því innan ramma frelsis fá menn notið þess.
kv.Guðrún María.
Notkun lífeyrisfjármuna á hinum íslenzka hlutabréfamarkaði, ætti fyrir löngu að hafa lotið sýn kjörinna þingmanna.
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Því miður hefur það verið nær ómögulegt að fá menn á þingi til þess að eygja sýn á nauðsyn þess að endurskoða framkvæmd mála við lögbundna sjóðssöfnun almennings í landinu og eðlilega notkun þess fjármagns sem þar er á ferð.
Sjálfdæmi stjórna verkalýðsfélaga um skipan í stjórnir lífeyrissjóða er arfur afdalagamals fyrirkomulags, og ekkert lýðræði hins almenna sjóðsfélaga að finna til ákvarðana um eigin fjármuni.
Því miður liggur að hluta til rót þess vanda að eygja sýn á umbreytingar, í því að all margir þingmenn koma einmitt úr röðum verkalýðshreyfingarinnar inn á þing, og vilja því ekki breyta neinu þar um.
kv.Guðrún María.
Vill endurskoðun á lífeyriskerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Man einhver eftir verðlaununum sem einn flokkur fékk frá auglýsingastofu ?
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Kosningabaráttan 2003, var sérstök að því leyti að þá auglýsti Framsóknarflokkurinn sína menn á öðru hverju götuhorni, og síðar tók þáverandi formaður flokksins við verðlaunum frá auglýsingastofu, þar sem það kom fram að árangurinn mætti tengja við ráðherrastóla.
Þvílík og önnur eins skrumskæling á lýðræði er vandfundin, en það var þá.
kv.Guðrún María.
Flokkarnir semja um að helminga auglýsingakostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óska Sambandi sunnlenskra kvenna til hamingju með dugnaðinn.
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Því ber að fagna að fólk láti í ljós vilja sinn til samfélagsmála og sannarlega mætti það vera í ríkara mæli. Söfnun undirskrifta gegn niðurskurði á fæðingarhjálp á Suðurlandi, er gott framtak af hálfu sunnlenskra kvenna, því sjaldan eða aldrei hefur verið meiri nauðsyn þess að reyna að standa vörð um grunnþjónustuþætti svo mest sem verða má.
kv.Guðrún María.
Óbreytt fæðingarþjónusta á Selfossi og Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar á að taka peninga til að byggja upp grunnþjónustu við heilbrigði sem menn hafa ekkert hugsað um ?
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Háleit markmið eru góð og gild en skyldu menn ekki hafa athugað það áður. Ég veit ekki betur en flokkur Ögmundar hafi slegið sig til riddara fram og til baka til þess að vera á móti öllu sem heitir breytingar í heilbrigðiskerfi hvað niðurskurð fjárveitinga varðar.
Hvað breyttist við að setjast í ráðherrastólinn er áleitin spurning í þessu sambandi ?
kv.Guðrún María.
Hlynntur valfrjálsu tilvísanakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eftir höfðinu dansa limirnir.
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Endalaust er hægt að flýja ábyrgð eigin ákvarðanatöku
og kenna öðrum um ófarir slíkar að virðist vera í voru samfélagi, og í raun sama hvert augað eygir í því efni.
Sé það svo að taki einhver ábyrgð sína alvarlega,
varðandi umbætur til bóta, hvers konar,
þá verður sá hinn sami að svikara, sem ekki kann að kenna öðrum um vandamál sem rekja má til óstjórnar stjórnendanna.
Alveg stórmerkilegt fyrirbæri en gömul og ný saga okkar Íslendinga,
þar sem sjálfsbjargarviðleitnin hefur orðið að egóisma þar sem ég um mig frá mér til mín syndromið háir allt of mörgum manninum.
kv.Guðrún María.