Frelsi einstaklingsins hefur verið týnt á Íslandi, mun það breytast ?

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þvi hvaða áherslur koma af þingum flokka sem halda nú landsfundi sína og tóku við þjóðarbúinu að loknum síðustu kosningum.

Flokkum sem báðir eru uppvísir að eyðslu og sóun í flottræfilshætti ferðalaga um víða veröld varðandi framboð til Öryggisráðs Sameinuðu  þjóðanna, rétt áður en allt bankakerfið hrundi hér á landi.

Flokkum sem hvorugir hafa getað tekið á mesta óréttlætismáli síðari tíma kvótakerfi sjávarútvegs, sem orsakað hefur byggðaflótta ásamt nær sams konar skipulagi í landbúnaði sem sama þróun hefur átt sér stað.

Hið stórfurðulega áhorf á stærðarhagkvæmni eingöngu í anda rússnesks verksmiðjubúskapar hér á landi er sú pólítík sem rekin hefur verið þar sem einstaklingsfrelsi til athafna er lítið sem ekki neitt.

Tilraunir til einkavæðingar misheppnuðust og á sama tíma var útþensla hins opinbera aldrei meiri og skattar á almenning eftir því.

Það þarf því mörgu að breyta, og fróðlegt að sjá hvort einhvern vilja til þess verði að finna í samþykktum flokka sem halda nú landsþing sín.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband