Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Lýðræðisþróun fram á veg, veltur á því að nota sinn lýðræðislega rétt.
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Þótt allir tali þannig nú um stundir að helst skuli " fundið upp hjólið að nýju " varðandi lýðræði í einu landi, þá eigum við Íslendingar nú mun meiri möguleika til þess hins arna en margar aðrar þjóðir í veröldinni.
Réttur hvers einstaklings til þess að hafa áhrif á að móta sitt samfélag veltur fyrst og síðast á vilja til þáttöku um þau hin sömu mál til orðs og æðis.
Þar þarf vissulega kjark og þor til að ganga gegn viðteknum venjum hvers konar til þess að breyta um áherslur, en slíkt skilar sér alla jafna í nýju gildismati á aðferðir hvers konar.
Eitt samfélag þarf að virða sína þegna óháð þjóðfélagsstöðu í hverjum þeim ráðstöfunum sem hið opinbera hefur fram að færa.
Þáttaka í stjórnmálum var ekki upp á marga fiska fyrir fjármálahrunið en horfir vonandi til bóta.
kv.Guðrún María.
Framboð til forystu í Frjálslynda flokknum.
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Við erum tvær konur sem gefum kost á okkur til forystustarfa í Frjálslynda flokknum.
Sú er þetta rítar til formanns flokksins og Ásgerður Jóna Flosadóttir til varaformanns í flokknum.
Við bjóðum flokksmönnum valkost til endurnýjunar og látum ekki okkar eftir liggja sem konur í þessu efni.
kv.Guðrún María.
Fróðlegur fundur um Evrópumál í dag.
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Ragnar Arnalds frá Heimsýn kom til okkar á súpufund í dag með fyrirlestur um Evrópusambandið og margt mjög fróðlegt kom fram í fyrirlestri hans um þau hin sömu mál.
Hann minntist meðal annars að það atriði að upptaka evru sem mjög væri rædd í þessu sambandi kynni að taka okkur Íslendinga um það bil tíu ár, sökum þess að við uppfylltum ekki skilyrði til þess hins arna.
Jafnframt ræddi hann valdaafsal yfir fiskimiðunum , sem hann sagði algjört í raun.
Við Íslendingar myndum fá 6 þingmenn af 750 á Evrópuþingið ef til aðildar kæmi og áhrif í samræmi við það .
Í ljósi þess mætti íhuga þá lýðræðisskerðingu sem ferli ákvarðanatöku og boðleiðir fælu í sér.
fundurinn var fróðlegur.
kv.Guðrún María.