Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Grunnþjónusta við heilbrigði er ódýrasta tegund heilbrigðisþjónustu.

Sannarlega þarf að standa vörð um grunnþjónustu við heilbrigði sem og menntun í landinu þannig að mismunun þurfi ekki að eiga sér stað millum landsmanna í því efni.

Það er nú að verða nokkuð langt síðan að Alþjóða heilbrigðismálastofnunin beindi þeim tilmælum til vestrænna þjóða að leggja áherslu á grunnþjónustu við heilbrigði , til þess að eiga afgang til handa þeim þjóðum heims er enn hafa ekki fé til þess að framkvæma grunnþjónustu sem slíka.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skora á heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skapa störf á Íslandi til framtíðar.

Sem aldrei fyrr þarf til að koma hugvit og dugur til atvinnusköpunar hér á landi, þar sem áhorf á smærri einingar þarf að koma til sögu.

Við þurfum og verðum að nýta landgæði okkur til hagsbóta og þá er nærtækt að horfa á ræktað land til landbúnaðar hér á landi sem um allt land er eins og eyðimörk eftir stefnu stærðarhagkvæmnisformúla fyrrum ráðstjórnarbúskaps.

Sjálf var ég alin upp við það sem bóndadóttir í sveit að gjöra svo vel að hirða ullarlagða á girðingum og hvarvetna til þess að nota og nýta, en rúmum tveimur áratugum síðar sagði faðir minn mér það að það tæki því ekki að selja ullina ekkert fengist fyrir hana.

Aldrei á ævinni hefi ég orðið eins undrandi og þá yfir sóun verðmæta.

Ég vona að gildismat nýtingar komi til sögu að nýju hér á landi, varðandi ull og land.

kv.Guðrún María.

 


Hvað næst ?

Hross hafa hingað til og mér best vitanlega ekki verið í vandræðum með það að bjarga sér upp úr vatni og sökum þess er þessi frásögn í fréttinni alveg hreint milljón....

" Margmenni tók þátt í björgun hestanna og voru m.a. notuð bönd til að draga þá upp. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út en hestarnir voru komnir á þurrt áður en það kom á staðinn. "

Hins vegar virðist nú eitthvað hafa vantað upp á mat manna á hinum trausta ís á tjörninni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ís brotnaði undan hestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólítísk komugjöld á sjúkrahús !

Nýr heilbrigðisráðherra Ögmundur Jónasson segir komugjöld á sjúkrahús, pólítisk.

Það eru þingkosningar framundan að sjá má.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hvorki valdboð né komugjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálsir fjölmiðlar, óháðir markaðsvaldi og stjórnmálaföflum, var það raunin ?

Því miður er stór hluti þeirra aðstæðna sem eitt samfélag á við að búa í dag, skortur á nauðsynlegri rýni á eitt samfélag þar sem óháð fjölmiðlun, hlutlaus frá eigendum eða stjórnmálaöflum, hefur fært fram gagnrýni á skipulag mála í einu landi.

Samkeppni millum annars vegar fjölmiðla í einkaeigu og hins vegar fjölmiða í eigu hins opinbera var hjákátleg skrumskæling á hinum nauðsynlegu umfjöllunarefnum í einu samfélagi og oft og iðulega eins konar keppni um eigið ágæti fram og til baka, sitt á hvað.

Sjálfhverfur heimur fjölmiðlamanna við faxtækið.

Sem betur fer finnast undantekningar frá þessu, í heimi fjölmiðlanna, og þar þrífst nauðsynleg þjóðfélagsrýni sem á hverjum tíma þarf að vera til staðar, en ekki í nægilegum mæli.

Gagnrýni á braskmarkað og veðsetningu hins óveidda þorsks á Íslandsmiðum sem er það sem varðaði veginn að efnahagshruninu , eins og menn hafa bent á, en það fékkst ekki rætt í fjölmiðlum, meðan hægt var að ræða um allt annað.

lærum af reynslunni.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 

 


Verkefni stjórnmálanna hér á landi er umbreyting atvinnuvegakerfa sjávarútvegs og landbúnaðar.

Það er sögulega stórundarlegt að aðeins einn flokkur Frjálslyndi flokkurinn skuli einn hafa barist fyrir breytingum á kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi, heilan áratug við nær algjört andvaraleysi allra annarra flokka er eiga fullltrúa á Alþingi Íslendinga.

Gömlu flokkarnir VG/Alþýðubandag, Samfylking/Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa ekki fært fram nokkrar einustu hugmyndir til umbreytinga á mikilvægasta hagsmunamáli einnar þjóðar til lengri eða skemmri tíma, umbreytingu í fiskveiðistjórnun og ástæðan ef til vill sú að allir hafa þeir lagt blessun sina yfir skipulagið með einum eða öðrum hætti, því miður.

Á sama tíma reyndu flokkar þessir að finna hugsjónum sínum far í því að vera á móti álverum ellegar vilja koma þjóðinni beint inn í Esb, á sama tíma og ráðaflokkar gengu um í nýju fötum keisarans, gullofnum frá hvirfli til ylja af markaðsloftbólubraski sem engin innistæða var fyrir.

Markaðsbraski sem hófst með þvi að veðsetja óveidda þorska í sjó og hafa það sem uppgjöf hins íslenska hlutabréfamarkaðar.

Álíka system var innleitt í mjólkuriðnaði þar sem fækkun og stækkun búa var sama markaðsformúla og gilti í sjávarútvegi, og mun seint verða talið annað en arfur verksmiðjubúskapar sem menn töldu sér trú um að væri " hagræðing " undir formerkjum hins frjálsa markaðar hér á landi.

Helsti gallinn er hins vegar sá að íslenzkt þjóðfélag er að höfðatölu ekki markaður og gildi lögmála sem slíkra því ekki sem skyldi hér á landi og óheft frelsi án landamæra því í skjótu bragði orðið að helsi og einokun.

Það mun verða mjög fróðlegt að heyra fulltrúa gömlu flokkanna útskýra andvaraleysi sitt gagnvart aðferðum í markaðsskipulagi einnar þjóðar, fyrir næstu kosningar.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Hvað með sauðkindur, nautgripi og hross ?

Ekki hefi ég heyrt ferðaþjónustuaðila í landbúnaði kvarta yfir því að lömbum sé slátrað að hausti, ellegar nautgripum og hrossum þótt ekkert sé fallegra en að horfa á lömb að leik, kýr á túni, svo ekki sé minnst á fáka fagra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Harma fyrirhugaðar veiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi til atvinnu er grunnur mannréttinda, sem íslensk stjórnvöld verða að lagfæra.

Það gefur augaleið að íslensk stjórnvöld geta ekki deginum lengur gengið á skjön við Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, um aðgang manna að veiðum á fiski hér við land.

Í raun ætti það að vera fyrsta verk fjármála,sjávarútvegs,landbúnaðarráðherra, Steingríms J.Sigfússonar að taka á því stóra máli og opna kerfi sjávarútvegs nú þegar neðan frá með frelsi til handfæraveiða til handa íslenskum sjómönnum.

" Guðjón Arnar hefði viljað sjá skýrari stefnu í verkefnaskránni um sjávarútvegsmálin og hvernig menn hugsi sér að liðka fyrir þeim. Einnig hefði hann viljað sjá viðbrögð við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi úthlutun aflaheimilda þannig að aðgangur að kerfinu verði rýmkaður. "

Nú veltur á sýn manna á virðingu fyrir mannréttindum gagnvart þessu atriði , ásamt því að það hið sama að opna kvótakerfið neðan frá myndi einnig skapa atvinnu og gefa mönnum færi á því að sækja sér björg í bú og byggja landið og nýta verðmæti.

kv.Guðrún María.


mbl.is Geta tekið undir áform
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur eru menn.

Ég óska Jóhönnu Sigurðardóttur góðs gengis í erfiðu starfi sem forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn Samfylkingar og VG, með tilstuðlan Framsóknarflokksins.

Sögulegt ? Veit ekki !

 Með réttu má segja að alveg eins hafi það verið sögulegt þegar fyrsta konan fór að aka trukkum með meirapróf, eða keyra strætó, fljúga breiðþotum milli landa, og svo framvegis.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Söguleg ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggðir lands.

Tilvist og tilvera byggðanna þýðir atvinnu fyrir fólkið.

Til hvers að bæta samgöngur ef engin er atvinna fyrir fólk á þeim stöðum sem mannvirki eru til staðar íbúðarhúsnæði jafnt sem iðnaðarhúsnæði af ýmsum toga ?

Nýliðun í fyrrum aðalatvinnugreinum þjóðarinnar sjávarútvegi og landbúnaði er því miður lítil sem engin enda fjármagnskostnaður til handa einstaklingum til aðkomu í þessum kerfum báðum ekki nema fjársterkum aðilum möguleg eins og skipulagið er í dag. Með öðrum orðum frelsi einstaklinga til athafna er skert. Þetta er vægast sagt mjög slæmt í þjóðfélagi sem vill kenna sig við frelsi almennt, að skipulagið sjálft geri það að verkum að allt að því einokun sé við lýði varðandi aðkomu einstaklinga að atvinnugreinum.

Möguleikar landsbyggðarinnar  hafa því verið vægast sagt lítilfjörlegir en stjórnvöld ómögulega getað eygt það atriði að skipulagssystem atvinnuvegakerfanna væri þar aðalsökudólgurinn.

Þess í stað hafa þau kosið að horfa framhjá vandanum með einhvers konar málamyndaorðahjali um tilfærslu starfa út á land sem engin hefur orðið að heitið geti.

Skipulag hinna aldagömlu aðalatvinnuvega þjóðarinnar þarf að færa til þess nútíma sem þjóðir heims lifa við með framleiðslu og útflutning fullunninna afurða sem finna má til lands og sjávar.

Fullunninna afurða er skapa arðsöm störf innanlands og auka verðmæti þjóðartekna sem útflutningur og stuðla að sjálfbærni Íslendinga sem þjóðar.

kv.

gmaria.

kv.Guðrún María.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband