Frjálsir fjölmiðlar, óháðir markaðsvaldi og stjórnmálaföflum, var það raunin ?

Því miður er stór hluti þeirra aðstæðna sem eitt samfélag á við að búa í dag, skortur á nauðsynlegri rýni á eitt samfélag þar sem óháð fjölmiðlun, hlutlaus frá eigendum eða stjórnmálaöflum, hefur fært fram gagnrýni á skipulag mála í einu landi.

Samkeppni millum annars vegar fjölmiðla í einkaeigu og hins vegar fjölmiða í eigu hins opinbera var hjákátleg skrumskæling á hinum nauðsynlegu umfjöllunarefnum í einu samfélagi og oft og iðulega eins konar keppni um eigið ágæti fram og til baka, sitt á hvað.

Sjálfhverfur heimur fjölmiðlamanna við faxtækið.

Sem betur fer finnast undantekningar frá þessu, í heimi fjölmiðlanna, og þar þrífst nauðsynleg þjóðfélagsrýni sem á hverjum tíma þarf að vera til staðar, en ekki í nægilegum mæli.

Gagnrýni á braskmarkað og veðsetningu hins óveidda þorsks á Íslandsmiðum sem er það sem varðaði veginn að efnahagshruninu , eins og menn hafa bent á, en það fékkst ekki rætt í fjölmiðlum, meðan hægt var að ræða um allt annað.

lærum af reynslunni.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé að þú horfir til frama í flokknum,Flott hjá þér,karlarnir,eru búnir með sinn sens í bili.hrjáðir af orku skorti.En mundu að að auðlindamálið er og mun aldrei verða einn málaflokkur.Þannig að Frjálslindiflokkurinn með sitt prinsip mál er ekki einsmálaflokks flokkur.

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband