Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Halelúja.
Föstudagur, 20. febrúar 2009
Það gat nú verið byrja frá grunni í skólakerfinu, líkt og slíkt sé ekki i gangi og hafi verið um áraraðir hér á landi. Raunin er sú að flest er og hefur verið í gangi í skólakerfinu mér best vitanlega, það vantar bara betri vitneskju um það upp í önnur skólastig.
Hin ótrúlega tilhneiging til þess að setja allt á skólakerfið til lærdóms, sem patentlausn allra samfélagsmála, er gagnrýnivert að mínu viti , vegna þess að til dæmis verkalýðsfélög sem og stjórnmálaflokkar geta auðveldlega virkjað lýðræðið mun betur en gert hefur verið.
Athafnir hinna fullorðnu eru fordæmi fyrir börn.
"
Rædd var spurningin: Ef Ísland vildi verða til fyrirmyndar í því að auka þátttöku almennings og hagsmunaaðila í nýju lýðræði", hvaða afgerandi skref gætum við stigið?" Og svarið var afgerandi, eins og
Sigurborg benti á.
Jafnvel að byrja þurfi frá grunni, í skólakerfinu; á gagnrýnni hugsun, siðfræði og heimspeki til þess að við verðum öll hæf til þess að taka þátt í lýðræðinu. "
Skoða þarf hvernig lýðræðisleg félög viðhafa það atriði að virkja fólk til þáttöku, á vinnumarkaði og í vitund um samfélagið í heild.
kv.Guðrún María.
![]() |
Allsherjar endurmenntun nauðsynleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hagfræðiformúlur með Evrópusambandsívafi, í bland við íslenska svartsýni.
Föstudagur, 20. febrúar 2009
Það er mjög auðvelt að mála svartar myndir í sífellu ef menn vilja það viðhafa, eins og Gylfi gerir hér en raunin er sú að við græðum ekki nokkurn skapaðan hlut á slíku.
"Án erlends fjármagns sé hins vegar engin framtíð á Íslandi. "
Þetta er ofhlaðin fullyrðing.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veiðiheimildir á Íslandsmiðum ERU, sameign íslensku þjóðarinnar.
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Réttlætisvitund einnar þjóðar, er viðbrugðið varðandi það atriði að gera hluta sjómannastéttarinnar hér á landi að leiguliðum stórútgerðarmanna, eins og leitt var í lög um 1990.
Þetta eru mestu stjórnmálalegu mistök allrar síðustu aldar hér á landi, og þau hin sömu mistök þarfnast leiðréttingar við.
kv.Guðrún María.
![]() |
61% vilja innkalla kvótann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dró framboð mitt til formanns í Frjálslynda flokknum, til baka í kvöld.
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
af xf.is.
"
Framboð til formanns Frjálslynda flokksins dregið til baka
Guðrún María Óskarsdóttir sem hafði boðað framboð gegn sitjandi formanni Frjálslynda flokksins á landsþingi flokksins í mars hefur ákveðið að draga það til baka. Eftirfarandi yfirlýsing barst frá henni í kvöld:
Yfirlýsing.
Hef ákveðið að draga framboð mitt til formanns í Frjálslynda flokknum til baka, af persónulegum ástæðum.
Lýsi fullum stuðningi við framboð Ásgerðar Jónu Flosadóttur til varaformanns Frjálslynda flokksins og óska henni góðs gengis.
Virðingarfyllst.
Guðrún María Óskarsdóttir. "
kv.Guðrún María.
Frjálslyndi flokkurinn og baráttan gegn núverandi kvótakerfi sjávarútvegs.
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Kvótakerfi sjávarútvegs og lögleiðing framsalsbrasks í kerfið undir formerkjum hagræðingar í greininni hefur sennilega nú í dag yfirtoppað allan vanda sjávarútvegs fyrr á árum, sem rætt var um að sópað hefði verið undir teppið.
Loftbóluveð í formi óveidds fiskjar úr sjó, varð til í fjármálastofnunum sem segir afar margt um óheilbrigt efnahagslíf einnar þjóðar. Tilheyrandi offjárfestingar og skuldasöfnun fylgdi í kjölfarið þar sem reynt hefur verið að telja mönnum trú um að væri " hagræðing " .
Áhugaleysi gamla fjórflokksins á umbreytingum er tilkomið vegna þess að allir tóku þeir meira og minna þátt í því að samþykkja þetta óréttláta kerfisfyrirkomulag yfir landsmenn á sínum tíma á Alþingi Íslendinga.
Ástæða þáttöku minnar í stjórnmálum með Frjálslynda flokknum var frá upphafi og er enn að hrinda því heimskulega fyrirkomulagi og ógöngum sem stjórnun fiskveiða hefur leitt yfir land og þjóð.
Markaðsþjóðfélag sem byggt var á þeim brauðfótum að veðsetja óveiddan fisk, og búa til hlutabréfamarkað hér á landi með loftbólupeningum með þáttöku lífeyrissjóða landsmanna í upphafi, var ævintýramennska að stærstu gerð.
Meðan sjávarútvegsfyrirtækin voru skattlaus ár eftir ár og afskrifuðu tap á færibandi til þess hins arna, gátu fyrirtækin flutt atvinnu á einni nóttu í formi kvótasölu frá einum stað til annars.
Sjávarþorp og öll uppbygging einstakinga og landsmanna allra varð verðlaus fyrir vikið, fyrirtækin greiddu ekki krónu fyrir tilfærsluna og íbúar og skattgreiðendur sátu uppi með tapið af fyrirkomulaginu.
Síðan þurfti að byggja og byggja þar sem fólk flutti á brott án atvinnu með endurteknum kostnaði skattgreiðenda við uppbyggingu fyrir sömu kynslóð annars staðar á landinu.
Hagræðingin hafði étið sjálfa sig upp og rúmlega það.
Slíkt kerfisfyrirkomulag er ekki hægt að nota og nýta fram á veginn , það gefur augaleið.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Loksins, loksins, framþróun.
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Ég verð nú að taka hattinn ofan fyrir þessari ákvörðun þessa félags varðandi það atriði að nota og nýta tæknina, sem er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt.
kv.Guðrún María.
![]() |
Netprófkjör hjá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hin ábyrga afstaða er að hefja loðnuveiðar Steingrímur.
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Steingrímur þér er alveg óhætt að taka mark á Grétari Mar Jónssyni í þessu efni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Agnarlítinn loðnukvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Norðausturfélög styðja formann.
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Stuðningsyfirlýsing við Guðjón Arnar úr Norðausturkjördæmi, til áframhaldandi formennsku í flokknum og að sjálfsögðu skilaboð til mín sem hef boðið mig fram til formanns.
Ég hef ekki ferðast til Akureyrar né Egilstaða til þess að kynna mig, en hef tekið þátt í því tvisvar, að vinna Guðjóni Arnari, brautargöngu sem formanni flokksins inn á Alþingi.
Enn hafa engin viðbrögð borist til mín við opnu bréfi til Guðjóns í gær.
kv.Guðrún María.
![]() |
Stuðningsyfirlýsing við Guðjón Arnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðskjálftar og snjóflóð hafa ekkert með flokkspólítik að gera.
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Ég tel hér um að ræða ómaklega gagnrýni af hálfu Kristins H. Gunnarssonar, varðandi það atriði að þáverandi þingmeirihluti hafi samþykkt lög til þess að koma til móts við tjónþola jarðskjálfta á Suðurlandi.
Viðlagatrygging hefur lengst af verið afar ófullkomin og þingið ekki séð þar ástæðu til þess að laga lögin, því miður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ráðherrum ekki treystandi fyrir löggjafarvaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fólkið á flokkana.
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Hver og einn einasti stjórnmálaflokkur væri ekki neitt nema til kæmu félagar í flokkunum, sem starfa og vinna þeim hinum sömu brautargengi til þess að koma kjörnum fulltrúum á þing.
Á hverjum tíma þurfa flokkar að vera í góðu sambandi við fólkið sem eru flokksmenn flokka, með því að hafa opin vettvang fyrir flokksmenn í formi funda um hin ýmsu mál samfélagsins.
Sjálf á ég heiðurinn af því að hafa fengið alla kjörna þingmenn míns flokks til fundar í mínu kjördæmi saman á einum fundi á síðasta ári, sem var ágætlega sóttur.
Staðsetning landsþings í Stykkishólmi verður seint talinn endurspegla vilja þeirra sem ég hefi rætt við í mínum flokki ekki hvað síst í ljósi þess hve mikil sóknarfæri Frjálslyndi flokkurinn hefur varðandi andstöðu sína við kvótakerfi sjávarútvegs og markaðsbraskið sem komið hefur þjóðinni á kaldan klaka.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gagnrýna flokksforystuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |