Fólkið á flokkana.

Hver og einn einasti stjórnmálaflokkur væri ekki neitt nema til kæmu félagar í flokkunum, sem starfa og vinna þeim hinum sömu brautargengi til þess að koma kjörnum fulltrúum á þing.

Á hverjum tíma þurfa flokkar að vera í góðu sambandi við fólkið sem eru flokksmenn flokka, með því að hafa opin vettvang fyrir flokksmenn í formi funda um hin ýmsu mál samfélagsins.

Sjálf á ég heiðurinn af því að hafa fengið alla kjörna þingmenn míns flokks til fundar í mínu kjördæmi saman á einum fundi  á síðasta ári, sem var ágætlega sóttur. 

Staðsetning landsþings í Stykkishólmi verður seint talinn endurspegla vilja þeirra sem ég hefi rætt við í mínum flokki ekki hvað síst í ljósi þess hve mikil sóknarfæri Frjálslyndi flokkurinn hefur varðandi andstöðu sína við kvótakerfi sjávarútvegs og markaðsbraskið sem komið hefur þjóðinni á kaldan klaka.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Gagnrýna flokksforystuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband