Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Verður stjórnarandstaðan að boða erlenda ráðamenn til funda áður en ríkisstjórnin vaknar ?

Að sjálfsögðu eiga ráðherrar að óska funda um icesavemálið við Breta og Hollendinga, eins og Siv Friðleifsdóttir bendir réttilega á, enda máli allt vaxið á pólítískum forsendum, varðandi það ferli sem hægt hefur verið að koma því í.

Því fyrr því betra, sem menn vakna til vitundar um þjóðarhagsmuni í þessu efni.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Vill að ráðherrar ræði við Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjörsamlega óviðunandi af hálfu stjórnvalda.

Til hvers í ósköpunum eru menn að rannsaka bankahrunið ef halda skal áfram á sömu braut eins og ekkert sé ?

Hið sama gildir um heimili og fyrirtæki, varðandi stöðu mála, stefna hefur ekki verið mótuð né heldur úrræði að finna af hálfu sitjandi stjórnvalda í landinu sem heitið geti, hvað þá að þau hin sömu úrræði hafi verið samhæfð.

Á sama tíma sitja menn með reiknistokkinn til þess að reikna út skatta á skatta ofan.

kv.Guðrún María.


mbl.is Engin heildarstefna um fyrirtæki í skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunir Íslendinga liggja í þvi að draga umsókn þessa til baka eins og skot.

Það er sorglegt til þess að vita að við höfum hér við stjórnvölinn flokk sem bugtar sig og beygir gagnvart öllu því er víkur að Evrópusambandinu, en sú er raunin.

Flokk sem hafði ekki fyrir því að viðhafa það lýðræði að spyrja þjóðina álits um hvort sækja ætti um aðild, heldur ákvað að troða þessu flokksmarkmiði sínu sem forgangsmáli gegnum þingið, en má hins vegar meðtaka andstöðuna við ákvarðanaflautaþyrilshátt sem slíkan nú síðar.

Fádæma undirlægjuháttur samstarfsflokksins í ríkisstjórn sem er á móti aðild í orði kveðnu, veitti máli þessu brautargengi.

Fjarlægð stjórnmálamanna frá vitund um vilja fólksins hefur sjaldan verið meiri en í þessu máli, en það eitt er ljóst að hagsmunir íslensku þjóðarinnar eru EKKI þeir að ganga þessara erinda nú.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband