Lög um ábyrgð einnar þjóðar á skuldum einkabanka erlendis eiga EKKI erindi á Alþingi Íslendinga.

Það er með ólíkindum að núverandi valdhafar Vinstri Stjórnar í landinu skuli hafa látið sér detta það í hug að leiða í lög ábyrgð íslensku þjóðarinnar á skuldum einkabankaþjónustu erlendis, og afleiðingum við bankahrun.

Því til viðbótar er sú hin sama stjórn nú þegar búin að útbúa alls konar álögur á landsmenn sem hver einasti maður getur sagt sér að eitt þjóðfélag stendur ekki undir til framtíðar litið, við þær aðstæður sem uppi eru alveg sama hvort um er að ræða heimili eða fyrirtæki.

Fyrir það fyrsta var ekki verið að einkavæða banka úr eigu ríkis, nema til þess að þeir hinir sömu bæru ábyrgð á eigin gjörðum og yfirfærsla þeirrar hinnar sömu ábyrgðar á þjóðina í heild alfarið út úr korti alveg sama hvernig á það er litið.

Í öðru lagi er það einnig út úr kú að Íslendingar einir þjóða taki fallið af ónýtu regluverki Evrópusambandsins við bankahrun á alþjóðlegum mörkuðum.

Aðildarumsókn Íslands að sambandinu við þessar aðstæður er eitt það heimskulegasta sem átt hefur sér stað á stjórnmálasviðinu undanfarna áratugi og toppar mestu stjórnmálalegustu mistök síðustu aldar sem var kvótaframsalið.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband