Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
" Góðæri vinstri manna " þar sem smjörið drýpur af hverju strái ?
Mánudagur, 21. desember 2009
Eitt er að vera í stjórn og annað að vera það ekki og greinilegt er að háttvirtur fjármálaráðherra sér ekki mikið af skýjum á himni að virðist miðað við bjartsýnisyfirlýsingar þessa efnis.
Öðruvísi manni áður brá þegar sami maður sjá yfirleitt agnúa á hverri einustu stjórnarathöfn sem fyrri ríkisstjórnir viðhöfðu hvarvetna frá ári til árs.
Ég hnaut hins vegar sérstaklega um niðurlag þessarar fréttar þar sem þetta er haft eftir ráðherranum um skattkerfisbreytingarnar.
úr fréttinni.
"Það er enginn vafi á því í mínum huga að eftir sem áður og þrátt fyrir þessar breytingar þarf að leggja mikla vinnu á næsta ári í heildstæða yfirferð á skattakerfinu til að aðlaga það að breyttum veruleika og breyttu efnahagslegu umhverfi á Íslandi. Það verður gert.
Getur það verið að strax á næsta ári eigi að ráðast í heildstæða yfirferð á skattkerfinu, til viðbótar þeim breytingum sem nú hafa verið leiddar í lög ?
Voru menn ekki að vinna heimavinnuna, áður en hlaupið var af stað ?
Var ekki búið að reikna út hvernig þessar breytingar koma til með að virka ?
EF menn ætla að dúllast í skattkerfisbreytingum ár eftir ár þá er það eitt ljóst að slíkt skilar litlu í ríkiskassann.
kv.Guðrún María.
Fjármálaráðherra segir bjartari horfur framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrirmyndarríki í aðgerðum þarf að horfa í heimahagann.
Mánudagur, 21. desember 2009
Ef Ísland á að vera fyrirmyndarríki í aðgerðum loftslagsmála þá þarf að huga að atvinnuvegum sem heita sjávarútvegur og landbúnaður, þar sem skipulagið hvað varðar notkun og nýtingu lands og sjávar með tilliti til eininga þar að störfum, hefur með að gera sjálfbæra þróun.
Við þurfum að koma okkur út af braut verksmiðjuframleiðslu stóreininga í gömlu atvinnuvegakerfunum, og innleiða frelsi einstaklinganna til atvinnusköpunar að uppfylltum skilyrðum er lúta að minna mengandi tólum og tækjum við framleiðsluferli allt.
Þar með getum við nýtt landgæði og verndað votlendi sem skiptir miklu máli, ásamt því að vernda fiskimiðin við strendur landsins, með minna álagi af völdum stórvirkra veiðarfæra.
Bættar almenningssamgöngur geta minnkað notkun einkabíla í þéttbýli en hin ýmsu sveitarfélög geta gert ýmislegt í því að skapa sjálf umhverfisvænt samfélag, með skattaívilnun til íbúa til hvatningar hvers konar.
kv.Guðrún María.
Svandís: Skref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flautaþyrilsháttur við skattkerfisbreytingar, líkt og margt annað ?
Mánudagur, 21. desember 2009
Það hefur einkennt þessa ríkisstjórn að menn virðast ekki alveg vita hvert þeir eru að fara í ráðstöfunum, enda báðir flokkar nýjir við stjórnvölinn.
Að henda fram flóknum skattkerfisbreytingum sem þeim sem nú eru í uppsiglingu með ónógum undirbúningi er að ég tel ein enn vitleysan af mörgum sem þessi ríkisstjórn hefur látið frá sér fara í flautaþyrilsgangi.
Auðvitað hefur ekki verið haft fyrir því að kynna almenningi sem greiða þurfa skatta eftir skipulaginu nokkurn skapaðan hlut í þessu sambandi enn sem komið er mér best vitanlega.
kv.Guðrún María.
33 þúsund vinna hjá fleiri en einum vinnuveitenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og hvað ætlar A.S.Í., að gera ?
Mánudagur, 21. desember 2009
Það er ekki nóg að senda frá sér yfirlýsingar á yfirlýsingar ofan ef ekkert gerist meira en það.
Auðvitað er það þvílíkur aulagangur að ekki skuli hafa tekist að lægfæra persónuafslátt hér á landi í tvo áratugi, ég endurtek tvo áratugi, þannig að afsátturinn fylgi verðlagsþróun.
Fjögur kjörtímabil, takk fyrir, og ekkert hefur verið að gert i þessu sambandi.
Við launþegar sem tekið höfum laun í jaðarskattahópum höfum fundið fyrir þessum klaufaskap við skipulag mála svo um munar og gerum enn.
Ég hefði nú viljað sjá hótún um uppsögn kjarasamninga í þessari yfirlýsingu, í stað þess að tala um það að meirihluti missi trúverðugleika, sem ég sé ekki að ASÍ eigi að koma nokkuð við.
kv.Guðrún María.
Stjórnin standi við samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumarkaðshyggjuþokumóðan.
Sunnudagur, 20. desember 2009
Það er sannarlega ekki að sjá að við Íslendingar séum einir um að vaða " markaðshyggjuþokumóðuna " því Evrópusambandið og evrusvæði meintrar þróunar markaðsbandalags Evrópu, þarf að afskrifa fimm hundrðuð, fimmtíu og þrjá MILLJARÐA, innan evrópska fjármálakerfisins.
Þetta umhverfi vill Samfylkingin sem ekki hefur svo nokkru nemi gagnrýnt hið íslenska markaðshyggjuþokumóðuumhverfi innlima Íslendinga inn í .... !
kv.Guðrún María.
Tap banka á evrusvæðinu meira en ætlað var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matadorspilamennskan í markaðshyggjuþokumóðunni.
Sunnudagur, 20. desember 2009
Mín tilfinning gagnvart hinum íslenzka hlutabréfamarkaði og þróun mála þar á bæ, var og hefur verið frá upphafi sú að þar væri um sýndarmennsku að hluta til að ræða, sýndarmennsku sem ég hefi all oft rætt um sem " markaðshyggjuþokumóðu "
Það hefur nú komið í ljós að sú tilfinning var rétt, gagnvart því atriði að hér væri um ofspenntan boga að ræða þar sem nýfengið frelsi hinna íslensku fyrirtækja var eitthvað sem þau hin sömu virtust ekki höndla.
" hve mikið tap er hægt að afskrifa þangað til stofna þarf nýtt félag með nýju nafni ..... ? innan ramma laga...... ? "
stórfurðulegur farvegur í raun en auðvitað varð alþjóðlegt fjármálahrun vissulega..
kv.Guðrún María.
Styrkur í gjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blessuð jólin.
Sunnudagur, 20. desember 2009
Umgjörð jólanna hverju sinni hjá mér hefur farið og fer eftir efnum og aðstæðum svo mest sem verða má.
Ein jólin, reyndar fyrstu jólin með manninum mínum heitnum, þá var það svo að hvorugt okkar átti mikið jólaskraut en til þess að skreyta þá tók ég mig til og bjó til skraut í stað þess að kaupa það.
Og jólin voru jafn yndisleg og þau alltaf eru.
Þegar pabbi og mamma heitin fengu á sínum tíma nýtt gervijólatré, fékk ég elsta barnið gamla gervijólatréð sem ég hafði setið við sem barn á jólum frá því ég man eftir mér og það tré nota ég enn þann dag í dag.
Ein jólin kom frændi minn færandi hendi en hann hafði farið í skógarhögg og gaf mér risajólatré, sem var sett upp þau jól, en þá fékk gamla tréð sinn stað eigi að síður.
Einn aðfangadaginn vildi ég vera viss um að ljós logaði á leiði mannsins míns og var sein fyrir þannig að kl sex var ég stödd í kirkjugarðinum við leiðið að kveikja á kertinu og hin andaktuga stund þess tíma varð eigi að síður upplifun, þótt jólamaturinn væri ögn seinni hjá mér það árið.
Jólin eru og verða eins og við viljum hafa þau, hver svo sem umgjörðin er.
Ræktun kærleikans manna í milli, þar sem gjafmildin svífur vængjum þöndum yfir vötnum, og kertaljós og klukkuhljómar hringja inn hátíð fæðingar frelsarans, veitir frið í sálu okkar mannanna.
kv.Guðrún María.
Við Hafnfirðingar munum vinna okkur út úr vandanum.
Laugardagur, 19. desember 2009
Að sjálfsögðu munum við Hafnfirðingar vinna okkur út úr þeim vanda sem við er að etja og bretta upp ermar og breyta stöðu bæjarins til hins betra.
Lærdómur og endurmat á aðferðafræði við skipulag mála verður meðferðis til framtíðar en það eitt er ljóst að samvinna er nauðsynleg og þá hina sömu samstöðu er örugglega að finna hér í bæjarfélaginu burtséð frá því hvað sá flokkur heitir sem fer með völdin hverju sinni.
kv. Guðrún María.
Ekki áhyggjur af fjárhag Hafnarfjarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áfram frænka.
Laugardagur, 19. desember 2009
Er stolt af því að sjá frænku mína vilja leggja sitt af mörkum í höfuðborginni og óska henni alls hins besta á sviði stjórnmálanna.
kv.Guðrún María.
Marta stefnir á 3. sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hverju var ekki ákveðið við skipan nefndarinnar, hvernig vinna skyldi úr skýrslu þessari ?
Laugardagur, 19. desember 2009
Ég hélt að hugmyndin væri sú að rannsónarnefndin leggði fram skýrslu sem fulltrúar stjórnvalda bæru fram til umræðu á Alþingi til handa alþingismönnum öllum, fyrir framan alþjóð í beinni útsendingu.
Það virðist hins vegar ekki hafa verið ákveðið í upphafi hvernig höndla skyldi þær upplýsingar sem nefnd þessi hefði aflað, sem er mjög slæmt, og gerir aðeins það eitt að vekja tortryggni sem allsendis er ekki þörf á að bæta við, nú um stundir hér í okkar samfélagi.
Það er mjög óeðlilegt að þröngur hópur þingmanna komi sér saman um hver framgangur máls þessa er og mun nærtækara að leggja málið fyrir þingheim allan til opinnar umræðu.
kv.Guðrún María.
Fjölluðu um rannsóknarskýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |