Af hverju var ekki ákveðið við skipan nefndarinnar, hvernig vinna skyldi úr skýrslu þessari ?

Ég hélt að hugmyndin væri sú að rannsónarnefndin leggði fram skýrslu sem fulltrúar stjórnvalda bæru fram til umræðu á Alþingi til handa alþingismönnum öllum, fyrir framan alþjóð í beinni útsendingu.

Það virðist hins vegar ekki hafa verið ákveðið í upphafi hvernig höndla skyldi þær upplýsingar sem nefnd þessi hefði aflað, sem er mjög slæmt, og gerir aðeins það eitt að vekja tortryggni sem allsendis er ekki þörf á að bæta við, nú um stundir hér í okkar samfélagi.

Það er mjög óeðlilegt að þröngur hópur þingmanna komi sér saman um hver framgangur máls þessa er og mun nærtækara að leggja málið fyrir þingheim allan til opinnar umræðu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjölluðu um rannsóknarskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband