Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Tímasetning þessarar ráðstefnu afar óheppileg.
Laugardagur, 19. desember 2009
Það gefur augaleið að meðan þjóðir heims takast á við vanda af völdum fjármálahruns, eru menn ekki í stakk búnir til þess að skuldbinda þjóðir sínar lagalega varðandi ákveðna þætti er lúta að aðgerðum í umhverfismálum.
Í ljósi þess er sérkennilegt að þessari ráðstefnu skuli ekki hafa verið frestað um ár að minnsta kosti.
kv.Guðrún María.
Samkomulagið vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimskulegasta tillaga sem finna mátti.....
Föstudagur, 18. desember 2009
Já gat það verið !
Hugmynd vinstri manna við stjórnvölinn ?
Leggja bara viðbótarálögur á íbúa þessa sveitarfélags án minnstu umhugsunar um það að þeir myndu vilja flytja eitthvert annað þar sem álögur eru minni án allrar ábyrgðar ríkisins í raun, sem og mismununar millum þegna landsins sem óheimil er, hvað ég best veit í stjórnarskrá landsins.
Mér er til efs að fyrir þessu finnist lagaheimild í skattalögum en kanski á að setja sérlög, hver veit hvað mönnum dettur í hug !
kv.Guðrún María.
10% álag á útsvar á Álftanesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugleiðing um eitt samfélag.
Föstudagur, 18. desember 2009
Krafan um það í voru samfélagi að draga menn til ábyrgðar fyrir bankahrunið er rík.
Geti menn séð annmarka hina ýmsu nú sem voru til varnaðar hvers vegna í ósköpunum reis almenningur í landinu þá ekki upp og andmælti þá ?
Ég hefi hins vegar ekki trú á því að nokkur einasti maður verði dregin til ábyrgðar svo heitið geti, þrátt fyrir hin ýmsu mistök sem átt hafa sér stað, hafi á hverjum tímapunkti átt að vera nægileg ástæða til þess að vekja menn til vitundar um þróunina.
Jú okkar tízka er sú að fyrst þurfi barnið að detta ofan í brunninn áður en mönnum dettur í hug að fara að skipa nefnd um hvort og hvernig byrgja skuli brunninn.
Við Íslendingar erum sérfræðingar í málamyndagangi allra handa, þar sem alls konar kostnaðarsöm nefndavinna fer fram um mál sem kjörnir þingmenn hvoru tveggja ættu og gætu unnið sjálfir í þinginu.
Þetta er góð leið til þess að firra þingmenn ábyrgð á því að þurfa að standa sjálfir fyrir eigin ákvarðanatöku um hvaðeina.
kv.Guðrún María.
Ábending til Arion banka.
Miðvikudagur, 16. desember 2009
Við þær aðstæður sem uppi eru í voru þjóðfélagi er það svo að ALLAR hjálparstofnanir eru að vinna eftir bestu getu og Fjölskylduhjálp Íslands sem einnig hefur með þau hin sömu mál að gera, er að veita aðstoð í voru þjóðfélagi.
Það væri því ánægjulegt að sjá nýjar fjármálastofnanir ganga á undan með góðu fordæmi og skipta gjöfum jafnt millum allra þeirra aðila er sinna því hinu sama hlutverki.
kv.Guðrún María.
Gáfu hjálparsamtökum matvæli og fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
" Jón Sigurðsson, formaður samninganefndar um Norðurlandalán, átta milljónir kr. fyrir ráðgjöf um gjaldeyrislán frá öðrum ríkjum. "
Miðvikudagur, 16. desember 2009
Átta milljónir fyrir ráðgjöf um lán frá Norðulöndum til handa Samfylkingarmanni sem var einn lykilmanna í Fjármálaeftirlitinu fyrir hrunið.
Fjármálaráðuneyti Steingríms borgar fyrir þessa ráðgjöf.
úr fréttinni.
"Fjármálaráðuneytið bar mestan kostnað á tímabilinu eða tæpar fjörtíu milljónir króna. Þar af fékk Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, tæpar tíu milljónir kr. greiddar fyrir ráðgjöf vegna bankamála, svo sem uppgjör milli gömlu og nýju bankanna. Þá fékk Jón Sigurðsson, formaður samninganefndar um Norðurlandalán, átta milljónir kr. fyrir ráðgjöf um gjaldeyrislán frá öðrum ríkjum"
Það hefði nú verið fróðlegt að sjá verklýsingu og vinnustundir í þessu sambandi þessum upplýsingum til viðbótar.
kv.Guðrún María.
Fjármálaráðuneytið greiddi 40 milljónir króna í sérverkefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Handónýt verkalýðshreyfing, er hluti af vandamálum þjóðarinnar.
Þriðjudagur, 15. desember 2009
Hluti af ofþenslu síðari ára er fádæma klaufaskapur verkalýðsleiðtoga til þess að standa vörð um kaup og kjör launþega á vinnumarkaði.
Frysting skattleysismarka á sínum tíma var hlutur sem sú hin sama hreyfing mótmælti ekki, heldur tók þátt í og síðan átti að þegja málið í hel að virtist.
Það var alvarlegri handvömm en margan órar fyrir og hefur valdið misskiptingu og fátækt í einu landi svo um munar.
Meira og minna hefur verkalýðsbaráttan verið stökkpallagangur forkólfa í stangarstökkstilraunum í pólitík, hjá hinum ýmsu flokkum eins fáránlegt og það er, þar sem athafnasemin hefur litað aðferðafræði hvers konar.
Menn hafa þóknast sínum flokkum fram og til baka hér og þar allt eftir því hvaða flokkur er við stjórnvöl ríkis og sveitarfélaga á hverjum stað, því miður.
Vegna þess að þessi hreyfing hefur eins og áður sagði verið eins konar stökkpallur inn í stjórnmálin hafa menn þar úr röðum sest inn á þing, og þar af leiðandi hafa menn ekki þóst geta gagnrýnt eitt eða neitt er lýtur að skipulagi mála þess að standa vörð um hagsmuni launþega í lagasetningu sem er afdalafyrirbæri nú þegar er kemur að skipan í stjórnir lífeyrissjóða.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, það var kominn tími til þess að átta sig á þessu fyrir verkalýðshreyfinguna sem heildarsamtök launþega.
Þriðjudagur, 15. desember 2009
Auðvitað hafa handabandayfirlýsingar eða viljayfirlýsingar aldrei nokkurn tíma verið annað en orðanna hljóðan eða handaböndin punktur pasta.
ALDREI skyldu fulltrúar launþega stíga eitt skref á fundi stjórnvalda, nákvæmlega sama hver fer með völd, enda ekki þeirra að stjórna landinu með samkrulli við pólítískt kjörna leiðtoga.
Þeirra hlutverk, tilgangur og markmið er að semja um laun fyrir launþega við vinnuveitendur, en launþegar eru eðli máls samkvæmt, í öllum stjórnmálaflokkum eða utan þeirra og hið sama gildir um vinnuveitendur.
Það er ágætt að Gylfi Arnbjörnsson skuli nú eftir dúk og disk hafa áttað sig á einhverju í þessu sambandi, það var komin tími til.
kv.Guðrún María.
Samstarf við stjórnvöld í uppnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðvitað Samfylkingarmaður var einhver að tala um pólítíska samtryggingu ?
Mánudagur, 14. desember 2009
Fyrir það fyrsta er ég ekki sátt við þessa sjóðsstofnun einkum og sér í lagi þar sem menn hafa ekki fyrir því að spyrja þá er greiða í sjóði þessa um þá hina sömu ráðstöfun.
Formaður sjóðsins er síðan faðir fyrrverandi varaformanns Samfylkingarinnar flokks sem situr í ríkisstjórn, var ekki hægt að finna annan sem formann sem ekki er eins pólítiskt innvinklaður í flokka ?
Svo virðist ekki vera og nú á að ráða framkvæmdastjóra þar sem mjög fróðlegt verður að vita hvort kemur einnig af vinstri vængnum.
kv.Guðrún María.
Ágúst Einarsson stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pólítískt markmið formanns Samfylkingarinnar ?
Mánudagur, 14. desember 2009
Af hverju bað Ingibjörg ekki um það að Geir skrifaði þetta loforð sitt niður á blað ?
Nokkuð hjákátlegt og maður veltir því fyrir sér hvort hamagangurinn gegn Davíð í búsáhaldabyltingunni hafi eitthvað haft með þetta að gera og hvort þetta var eitt af sérstökum pólítískum markmiðum formanns Samfylkingarinnar.
kv.Guðrún María.
Var lofað að Davíð myndi hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jólasveinaþjóðfélag allt árið ?
Sunnudagur, 13. desember 2009
Getur það verið að vort þjóðfélag sé að innri gerð álíka okkar íslensku jólasveinum sem skella hurðum, stela bjúga, skyri, eða hafa almennt uppi hrekki eða óskunda allra handa ?
Kanski vantar bara Skattasvíki í jólasveinahópinn að nafninu til.
Eru stjórnmálamennirnir eitthvað líkir jólasveinum sem lofa öllu fögru en koma af fjöllum þegar loforðin eru hermd uppá þá ?
Hefur almenningur nokkuð fengið annað en skattahækkanir í skóinn gegnum tíðina vegna þess að stjórnkerfi hins opinbera sem stjórnmálamenn telja alheilagt er setjast á þing, er vandlega varið sem atvinnustarfssemi af hinu góða, með síflelldri lagasetningu um aukin umsvif hins opinbera ?
Í fámennisklíkusamfélaginu hefur ekki tekist að skapa heilbrigða þróun einkaframtaks svo nokkru nemi vegna umsvifa hins opinbera sem og klaufaskaps við lagasmíð um fyrirtækjalandslagið innan ramma skatta, laga og reglna þar sem menn hafa knékropið fyrir alþjóðavæðingu án þess þó að hún endilega færi saman við þjóðarhagsmuni hérlendis á eyju í Norður Atlantshafi.
kv.Guðrún María.