Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Bæn.
Laugardagur, 26. desember 2009
Ó góði Guð, styrk þú alla þá sem eiga um sárt að binda þessi jól, vegna missis sinna nánustu.
Gef þeim von og styrk til þess að takast á við sorgina.
Umvefjum náungann með kærleik sem á um sárt að binda.
Sendum bæn um styrk, til handa þeim er syrgja.
kv.Guðrún María.
Og VG, gekk í hjónaband með samstarfsbúskussanum Samfylkingunni.
Laugardagur, 26. desember 2009
Obb bobb bobb, var það ekki formaður Samfylkingar fyrrum utanríkisráðherra sem flaug heimshorna á milli í fyrri ríkisstjórn eða hvað ?
Fyrrum iðnaðarráðherra búskussastjórnarinnar, núverandi utanríkisráðherra, flaug hann ekki til Indónesíu í kring um orkutilstand ?
Um hvern er Steingrímur að tala ?
kv.Guðrún María.
Tók við af búskussa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Breytingar á skattkerfinu taka gildi um áramót, launamaður þarf að upplýsa vinnuveitanda.
Föstudagur, 25. desember 2009
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið segir máltækið og þær skattalagabreytingar sem hafa verið leiddar í lög frá Alþingi taka gildi um áramót.
Ég fór inn á vef Alþingis og fangaði þar nokkur atriði sem ef til vill eru einhverjum til upplýsingar í þessu efni, einkum og sér í lagi þeim er starfa hjá fleiri en einum vinnuveitanda sem á við um marga.
"
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda,
með síðari breytingum.
13. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 66. gr. laganna:
a. Í stað 1. tölul. 1. mgr. koma fimm nýir töluliðir, svohljóðandi:
1. Af tekjuskattsstofni að 2.400.000 kr. reiknast 24,1% tekjuskattur.
2. Af næstu 5.400.000 kr. reiknast 27% tekjuskattur.
3. Af því sem umfram er 7.800.000 kr. reiknast 33% tekjuskattur.
4. Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 7.800.000 kr. skal það sem umfram er skattlagt með 27% skatthlutfalli allt að helmingi þeirrar fjárhæðar sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 7.800.000 kr., þó reiknast 27% skatthlutfall aldrei af hærri fjárhæð en 2.700.000 kr. við þessar aðstæður.
5. Fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns skv. 1.4. tölul. skulu taka breytingum í upphafi hvers árs í réttu hlutfalli við hækkun á launavísitölu frá upphafi til loka næstliðins tólf mánaða tímabils. Breytingarnar á framangreindum viðmiðunarmörkum skal birta með auglýsingu fjármálaráðherra fyrir upphaf staðgreiðsluárs í fyrsta sinn í árslok 2010.
b. Í stað 10%" í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 18%.
c. 3. málsl. 3. mgr. orðast svo: Þó skal ekki reikna tekjuskatt skv. 1. málsl. af heildarvaxtatekjum að fjárhæð 100.000 kr. á ári hjá manni og 30% af tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis.
 
 26. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
a. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Innheimtuhlutfall í staðgreiðslu hjá þeim launamönnum sem skattskyldir eru skv. 1. gr. og 1. tölul. 3. gr. laga um tekjuskatt skal vera með eftirfarandi hætti:
a. á tekjur á bilinu 0200.000 kr. á mánuði 24,1% að viðbættu útsvari,
b. á tekjur á bilinu 200.001650.000 kr. á mánuði 27% að viðbættu útsvari,
c. á tekjur yfir 650.000 kr. á mánuði 33% að viðbættu útsvari.
b. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Útsvar í staðgreiðslu skal vera hið sama á öllu landinu og ákveðið í samræmi við ákvarðanir sveitarstjórna skv. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.
"
Hvet menn til þess að kynna sér þá þætti er varða þeirra atvinnu og afdrátt staðgreiðslu af launum.
kv.Guðrún María.
Gleðileg jól til sjávar og sveita.
Föstudagur, 25. desember 2009
Ég óska öllum Gleðilegra jóla, fjær og nær og vona að andi jólanna færi okkur yl og birtu í hjörtu vor.
Gleðileg jól.
kv.Guðrún María.
Jólasmásaga.
Fimmtudagur, 24. desember 2009
Það var aðfangadagskvöld.
Undir jólatrénu í miðri stofunni stóð stór pakki, vandlega innpakkaður með fallegum böndum og slaufu. Á pakkanum stóð til mömmu, frá pabba.
Af því að pakkinn var svo stór voru Siggi og Stína að skoða hann og velta fyrir sér hvað það skyldi nú vera sem hann pabbi hefði keypt handa henni mömmu sem þurfti svona stóran pakka utan um. Þetta var mjög spennandi.
Ég held að þetta sé hrærivél sagði Siggi en Stína gat ekki tekið undir það því mamma átti hrærivél sem var í góðu lagi.
Þá er það örbylgjuofn sagði hann en aftur mótmælti Stína, því örbylgjuofninn var alveg nýr sem þau áttu. Ég held að þetta sé fótanuddtæki sagði Stína, en þá gall í Sigga að fótanuddtæki væri til úti í bílskúr, svo það gæti ekki verið.
Loksins var komið að því að taka upp pakkana og börnin tóku upp pakka með húfum og vettlingum , en einnig leyndust þar kerti og konfektmolar, Barbie og Spiderman.
Síðasti pakkinn var sá stóri frá pabba til mömmu. Hún losaði varlega fallegu böndin og tók pappírinn utan af og kom þá í ljós kassi sem hún opnaði en þá blasti aftur við innpakkaður jólapakki, sem hún tók utan af og aftur var þar kassi með enn einum innpökkuðum jólapakka. Hún opnaði hann og neðst í kassanum fann hún kort, þar sem stóð.
Elsku Marta, ég elska þig, og við elskum þig öll, og ég vissi að þig vantaði ekkert sérstakt, því setti ég kærleik í pakka til þín þessi jól, og allar þessar umbúðir voru bara til þess að leggja smá áherslu á, að það er jú innihaldið sem skiptir máli.
kveðja Jói.
kv.Guðrún María.
Ríkisstjórnin veldur veikingu krónunnar með skattahækkunum.
Miðvikudagur, 23. desember 2009
Getur það verið að ein ríkisstjórn í einu landi hafi ekki reiknað út heildaráhrif skattahækkana í hagkerfinu ?
Er það meining ríkisstjórnar landsins að veikja gengi krónunnar, eða hvað ?
Hvað þarf mörg orð til þess að benda á þessa kolröngu stefnu ?
kv.Guðrún María.
Gengið ekki lengur áhrifavaldur heldur skattahækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar eru ráðin sem kennd voru mönnum til handa...
Miðvikudagur, 23. desember 2009
Hvar eru ráðin sem kennd voru mönnum til handa,
hví er hér þjóð sem er þjökuð af þungbærum vanda ?
Er þjóðin að kjósa sér menn til að stjórna og stýra,
í íþróttakapphlaupi flokkanna á veginum dýra ?
Er viðskiptasiðferði, frumskógarlögmál til skjala,
samkeppni dulbúin einokun sem ei fær að tala ?
Hlaupum við ef til vill endalaust öfga á milli,
í íþróttakapphlaupi flokka að upphefja snilli ?
kv.Guðrún María.
Eru íslenskir stjórnmálamenn ekki þess umkomnir að minna umsvif hins opinbera ?
Miðvikudagur, 23. desember 2009
Það virðist engu breyta hver sest á hið háa Alþingi, aldrei tekst að minnka umsvif hins opinbera hér á landi og núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning, þótt á fáum tímum hafi verið fyrir hendi meiri nauðsyn þess en nú.
Það atriði að hækka og auka skattheimtu í efnahagslegum samdrætti eins þjóðfélags, eins og núverandi ríkisstjórn er að framkvæma, með sömu umsvifum hins opinbera nær alfarið, er stórfurðuleg athafnasemi og getur litið annað gert en að draga mátt úr fyrirtækjum og einstaklingum sem til þessa hafa mátt þola samdrátt svo um munar.
Ég get ekki betur séð en við siglum hraðbyri inn í gamla kommúnismann hér á landi þar sem frelsi einstaklingsins er fyrir bí, og ríkið stjórnar því hvort þú stigur afturábak eða áfram með skattaálögum.
kv.Guðrún María.
Auðvitað á að vera hægt að viðhafa lýðræði í formi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þriðjudagur, 22. desember 2009
Þjóðin á að fá að kjósa um mál sem þetta, svo mikið er víst og einfaldasta mál í heimi er að nota og nýta þá tækni sem til er með rafrænum hætti, til þess að þjóna þeim hinum sömu markmiðum.
Því fyrr því betra sem menn þora að bera umdeild mál á Alþingi undir þjóðina.
kv.Guðrún María.
Vilja þjóðaratkvæði um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flottræfilsháttur hins opinbera.
Þriðjudagur, 22. desember 2009
Í mínum huga er hér um að ræða kostnað sem í fljótu bragði lítur út fyrir að yfirtoppa ýmislegt í opinberum rekstri og stór spurning hve mörgum stöðugildum þarf að halda úti í slíkum þætti svo hann nái tilgangi sínum sem ekki hvað síst eru viðtöl í upptökustúdíói.
Launakostnaður hlýtur að vega hluta upphæðarinnar, en það er með ólíkindum að ekki skuli enn hafa tekist að skoða stöðu ríkisútvarpsins varðandi þáttöku á auglýsingamarkaði í ljósi þess að reyna að viðhafa heilbrigt samkeppnisumhverfi á fjölmiðlamarkaði.
kv.Guðrún María.
Kastljós kostar 130 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |