Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Arfavitlausar hugmyndir, algjörlega út í hött.....

Það gat nú verið að þegar menn tækju loks að viðra hugmyndir um breytingar á skattkerfinu sem eru sannarlega tímabærar, kæmi algjör firring eins og hér virðist eiga sér stað.

Í fyrsta lagi skilar þessi breyting tekjulágum láglaunahópum engu, ég endurtek engu.

Í öðru lagi, er verið að hreyfa skattprósentu um heil tíu prósent á hærri tekjuhópa sem mun raska allri kjarasamningsgerð og rjúfa frið á vinnumarkaði eins og ég sé það.

Í þriðja lagi varðandi breytingar á virðisaukaskatti, þá er það svo að stjórnvald á hverjum tíma hefur ekki leyfi til að helmingshækka skatta í einu lagi af einhverri tegund, alveg sama hvaða skattlagningu þar er um að ræða og það heitir offar ríkjandi valdhafa og um það má finna stað í stjórnarskrá landsins.

Í þennan pytt féll núverandi ríkisstjórn í vor þegar hækkun bifreiðagjalda og ýmsum öðrum hækkunum var vippað fram í gegnum þingið á vordögum, og mig minnir að þar hafi ekki aðeins orðið til helmingshækkun gjalda heldur 70 % hækkun, á ákveðnum gjaldaliðum, takk fyrir, varðandi gjöld þessi.

Ég tel eins og áður sagði að þetta standist ekki stjórnarskrá landsins þ.e að hækka skatta í einu lagi með þessu móti, menn geta gert það í áföngum en EKKI í einu lagi.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað orsakaði lóðaskortur í tíð R-listans í Reykjavík, fyrir nágrannasveitarfélögin ?

Getur það verið að skortur á lóðum í Reykjavík hafi átt þátt í því að sprengja upp húsnæðisverð ?

Hve mikið þurftu nágrannasveitarfélögin að punga út af fjármagni til þess að þjóna því hinu sama atriði að ekki var hægt að fá lóðir í höfuðborg landsins um tíma ?

Var það kanski á tímapunkti þess að fjölgun einkahlutafélaga varð með því móti að annar hver maður var orðinn einkahlutafélag með 10 % fjármagnstekjuskatt ?

Ekki fengu einkahlutafélögin lóðir í Reykjavík á þessum tima eða hvað ?

Hafði það eitthvað með hækkun verðs á húsnæðismarkaði að gera ?

 

kv.Guðrún Maria.


Samfylkingin hefur aldrei vitað um eigin stefnu til handa íslenskum hagsmunum frá upphafi.

Samfylkingin er flokkur um aðild að Evrópusambandinu, annað ekki, þvi miður.

Það hefur komið berlega í ljós eftir að flokkurinn tókst á um forsvar í ríkisstjórn að sá hinn sami er vart stjórntækur og með ólíkindum að flokkur eins og VG sem hefur þó haft áherslur í innanlandsmálum, skuli geta setið með þeim hinum sama við stjórnvölinn.

Stefnuleysi flokksins birtist fyrst í kosningunum 2003 þegar þáverandi tvíeyki, Ingibjörg Sólrún og Össur, voru helstu talsmenn og komu af fjöllum um fiskveiðar landsmanna og stjórnun varðandi það hið sama.

Landbúnaðarmálin, hafa verið með því móti að þar hefur Evrópusambandið átt að leysa öll mál þar sem ódýrar innfluttar afurðir skyldu verða framtíðarfjöregg einnar þjóðar.

Flokkurinn hefur ekki haft nokkra einustu skoðun á samþjöppun í viðskiptalífi innanlands, fyrir hrun sem heitið getur og dásamað alþjóðahyggu án landamæra fram í fingurgóma, allt undir formerkjum þess að ganga í Evrópusambandið.

Flokkurinn þykist í aðra röndina vera á móti vatnafslvirkjunum til hinna vondu álvera þar sem það hentar en nokkrir flokksmenn reyna að verja sín sérkjördæmi þessa efnis og hafa þar aðra skoðun, sem aftur telst tækifærismennska.

Varðstaða flokksins um einn aðalskaðvald íslensks efnahagslífs verðtrygginguna með dyggri aðstoð verkalýðshreyfingarinnar í því efni viðheldur sama ójöfnuði og verið hefur hér á landi áfram sem endranær með vísitölutengingu allra handa. Þar með gengur flokkurinn gegn eigin markmiðum, til þess að hámarka árangursleysi stefnumótunar hvers konar.

Það er frekar auðvelt að stækka flokk eins og Samfylkinguna ákveðinn tíma með því hinu sama miðjumoði og skoðanaleysi á málum öllum, en málið vandast þegar sá hinn sami flokkur sest við stjórnvölinn og þarf að fara að taka ákvarðanir á erfiðum tímum.

kv.Guðrún María.


Er utanríkisráðherra sambandslaus við íslensku þjóðina ?

Hafi ráðherrann tekið mark á skoðanakönnunum um tíma þá ætti sá hinn sami að gera það einnig nú, en það gerir hann ekki og horfir á kannanir aftur í tímann sem hann telur að muni aftur verða eins og þær voru um áhuga 'Islendinga á því að ganga í Evrópusambandið.

Flokkur hans hefur vaðið villu og svíma í þessu efni, og notað og nýtt sér efnahagshrunið til þess að reyna að auka hróður aðildar að bandalaginu hérlendis, þess efnis að við Íslendingar séum betlarar sem getum ekkert annað gert en ganga þangað inn.

Slíkur málflutningur er þeim er viðhafa seint til sóma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki var við ugg í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur Samfylkingarráðherrann ekki eygt eigin handvömm ?

Þegar það tekur 8 mánuði að úrskurða um mál sem úrskurða skal um innan tveggja mánaða, þá hefur eitthvað farið úr skorðum.

Það virðist erfitt að fyrir fyrrum ráðherrann að meðtaka það atriði að sjá má.

kv.Guðrún María.


mbl.is Höskuldur stendur við orð sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn, í forsjárhyggjuþokumóðunni.

Ringulreið er ríkjandi og stjórnvöld hafa ekki náð að koma fram af festu þeirra sem vita hvert ferðinni er heitið.

Það er slæmt á tímum sem þessum, því ef eitthvað eitt getur leitt okkar þjóð fram á veg þá eru það sterkir leiðtogar í stjórnmálum, en þá er ekki að finna í núverandi ríkisstjórn.

Handahófskenndar tilraunir til þess að taka á viðfangsefnum hafa verið einkenni þessarar ríkisstjórnar frá upphafi og gott dæmi um það er sumarið í sumar og tökin á icesavemálinu, ef tök skal kalla. Hinn stórkostlegi klaufaskapur að hefja þing með því að koma aðildarumsókn að Evrópusambandinu í gegn, með brestum í samstarfi flokkanna, og andstöðu almennings, og taka síðan til við samninga um icesave,  er og verður alger.

Það atriði að vaða síðan um í forsjárhyggjuþokumóðu þess efnis að landsmenn skuli skattlagðir í atvinnuleysi og tekjuminnun í einu samfélagi er álíka því að skúmur prjóni smábandssokk og selur spinni hör í rokk.

Alls konar hókus pókus sparnaðaraðferðir lita dagsins ljós, þar sem alla jafna er um að ræða að spara aurinn en kasta krónunni.

Jafnframt virðist svo vera að okkur Íslendingum sé einum lagið að koma málum þannig fyrir að annaðhvort er það í ökkla eða eyra, ekkert þar á milli og hafandi vaðið um í markaðshyggjuþokumóðunni miklu er allt í einu komið annað þokulandslag, forsjárhyggjuþokan, þar sem leifar markaðshyggjuþokumóðunnar blandast saman við hitt fyrirbærið.

Skilgreinda markmiðaflóðið hefur ekki leitt til árangurs í viðskiptum og fjármálalífi að sjá má, einkavæðing bankanna aðeins þýtt enn meiri geðþóttaákvarðanatöku og samkeppni er eitthvað ofan á brauð.

nóg í bili.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Löngu tímabær aðgerð að þrepa skattkerfið, til þess að brúa tekjugjá milli þjóðfélagshópa.

Það er gott að vita að verið sé að skoða það að þrepa skattkerfið en það kemur hér fram í svari ráðherra við fyrirspurn Höskuldar Þórhallssonar um hvort ríkisstjórnin hyggist standa við áform um hækkun persónuafsláttar.

Í raun er það stórfurðulegt að þau hin sömu skref skuli ekki hafa verið stigin nú þegar af stjórnvöldum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Verið að skoða margþrepa tekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var vitað mál þegar Samfylking með forystu í ríkisstjórn reri hagsmuna sinna flokksmarkmiða.

Þessi niðurstaða er nákvæmlega eins og ég hefi margsagt til um, þe. 70% þjóðarinnar eru andvíg aðild að Evrópusambandinu, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Það atriði að einn flokkur Samfylking með forystu í ríkisstjórn landsins geti róið sínum flokksmarkmiðum áfram með þessu móti og þvíngað samstarfsflokkinn til samstarfs er með ólíkindum og endurspeglar hið annars afar lélega lýðræði sem við búum við, en auðvitað átti að kanna vilja þjóðar við viðræðna.

Annað er lýðræðisleysi um mál þetta, þar sem fyrir tilstuðlan Samfylkingarinnar hefur Íslendingum hnignað hvað varðar það atriði að viðhafa vilja þjóðar meðferðis.

Aðeins einn flokkur Samfylking hefur verið með aðild að Evrópusambandinu á dagskrá, aðrir ekki og þjónkun við slíkt er eðli máls samkvæmt afar óeðlilegt og er og verður birtingarmynd á undirlægjuhætti samstarfsflokksins í ríkisstjórn að samsama sig máli þessu með betri vitneskju í farteski.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is 29% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningakastspólítik vinstri manna, steinakast úr glerhúsi ?

Ég þurfti nú ekki að horfa oft á fyrirsögn um frétt um nefndalaun, til þess að vita hvaðan slíkt væri runnið en þetta hefur verið viðtekin venja að henda fýlubombum um slíkt sem innlegg í pólítíska umræðu nokkuð lengi, eins stórvitlaust og það nú er.

Í þessu tilviki virðist raunin sú að meint upphrópun fór til baka sem þrefalt búmerang í hið brotna glerhús.

ER ekki mál að takast öðru vísi á um stjórnmál ?

kv.Guðrún María.


mbl.is „Dagur fékk 160 þúsund á fund“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engan skyldi undra, því flóðið af misvísandi lagasetningu frá Alþingi er fyrir hendi hér á landi.

Eitt helsta vandamál vorrar þjóðar er allt of flókin og misvísandi lagasetning sem aftur veldur þvi að þjóðin á nær heimsmet í fjölda lögfræðinga í einu landi per höfðatölu.

Misvísandi lagasetning bitnar fyrst og fremst á starfssemi dómsstólanna þar sem verkefnin eru erfiðari við að fást og leiðin að réttæti hvers konar er langsóttari en ella.

Ég hefi oft rætt um það að eitt þing eigi að taka til þess að fara yfir sett lög í landinu frá upphafi og taka úr notkun ellegar aðlaga þau hin sömu að kröfum skýrleika m.a með tilliti til kostnaðar við starfssemi dómsstóla í landinu af almannafé.

kv.Guðrún María.


mbl.is Álag of mikið á héraðsdómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband