Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Gott að vita hverjir sækja um sem og hver verður ráðinn.
Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Bankaumsýslan kann að verða eitt það umsvifamesta valdaapparat síðari tíma, hvað varðar völd um fyrirtæki í eigu bankanna.
Það mun því verða afar fróðlegt að fylgjast með hver verður ráðinn í þetta embætti og hvort ráðningin kann að verða samkvæmt flokksskírteinum.
kv.Guðrún Maria.
![]() |
16 sækja um forstjórastöðu Bankasýslu ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ER búið að spyrja sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna hvort þeir vilji verja þannig fjármunum sínum ?
Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Liggur fyrir samþykkt funda í lífeyrissjóðum varðandi þau hin sömu áform sem hér eru uppi ?
EF ekki þá er það afar skringilegt lýðræði varðandi þessa viljayfirlýsingu.
Jafnframt var umræða á Alþingi í dag þar sem samgönguráðherra kvað lífeyrissjóði myndu fjármagna samgöngumannvirki, og þar er af minni hálfu sama spurning á ferð.
Var búið að spyrja fólkið sem á fjármagnið í lífeyrissjóðunum ?
kv. Guðrún María.
![]() |
Nýtt upphaf markað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver verður formaður Bankasýslu ríkisins ?
Miðvikudagur, 4. nóvember 2009
Það er ekki lítið lagt á fjármálaráðherra um þessar mundir við allt það eignasafn er hrúgast upp hjá hinu opinbera en ég man ekki hvort búið er að samþykkja frumvarpið um bankasýslu ríkisins en án efa verður fróðlegt að fylgjast með því hver verður þar ráðinn formaður, og hvort sá hinn sami sé þar ópólítískur eða ei.
kv.Guðrún María.
![]() |
Bankar yfirtaka stjórnir dótturfélaga Landic |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað með lífræna ræktun matvæla hér á landi ?
Miðvikudagur, 4. nóvember 2009
Varla get ég ímyndað mér að minkapelsar verði það helsta sem íbúar heims koma til með kaupa upp úr kreppu á heimsvísu.
Öðru máli gegnir um matvæli og ekki man ég betur en Finnar hafi markaðssett sinn landbúnað inn á svið lífrænnar framleiðslu, og skrítið ef ekki er að finna þær áherslur hér á landi.
Ég efast ekki um það að við Íslendingar getum gert mun betur en við gerum nú varðandi hágæða framleiðslu matvæla til lands og sjávar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ísland verði minkaland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afar fróðlegt, hvað gerir Samkeppnisstofnun ?
Miðvikudagur, 4. nóvember 2009
Það er nú afar fróðlegt að vita þetta viðhorf ríkisstjórnarinnar, en spyrja má að leikslokum rétt eins og fyrri daginn.
Málið á borði Samkeppnisstofnunar en sú hin sama stofnun hefur látið lítið fyrir sér fara hér á landi í umræðunni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ekki sjálfgefið að eigendur haldi Högum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hverjir sitja í þessari nefnd ?
Þriðjudagur, 3. nóvember 2009
Af hverju í ósköpunum eru það ekki fiskmarkaðir sem ákveða verð fiskjar í landinu ?
Nei úrskurðarnefnd hagsmunaaðila ákveður verðið.....
Stundum dettur manni í hug að maður sé staddur á miðöldum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Verð á ýsu og þorski hækkar um 15% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Styrktu þessi fyrirtæki Samfylkingu eða Vinstri Græna ?
Þriðjudagur, 3. nóvember 2009
Sé það svo að einhverjum hlífisskyldi sé haldið yfir einu fyrirtæki umfram önnur varðandi aðkomu fyrri eigenda að stjórnun þeirra hinna sömu, þá vaknar óhjákvæmilega sú spurnig hvort sitjandi stjórnvöld, þ.e. þeir stjórnmálaflokkar sem sitja við völd hafi þegið styrki frá fyrirtækjum þessum sem og þá hvað mikla ?
Er ekki ágætt að fá allt slíkt upp á borðið nú ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Njóta eigendur Haga trausts? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hve mörg stöðugildi eru hjá hinu stjórnsýslustiginu sveitarfélögunum ?
Þriðjudagur, 3. nóvember 2009
Það væri mjög fróðlegt að fá að sjá heildaryfirlit yfir bæði stjórnsýslustigin í þessu sambandi, varðandi mannafla að störfum.
Ekki hvað síst væri fróðlegt að sjá hvort sveitarfélögin hafi þar boðið út verkefni eður ei.
kv.Guðrún María.
![]() |
17.701 stöðugildi hjá ríkinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skattkerfið er stjórntæki ríkisstjórna, en ekki einungis til þess að leggja á sínýja skatta.
Mánudagur, 2. nóvember 2009
Ein helsta orsök misskiptingar í voru samfélagi, er stórkostlegur klaufaskapur við það að nota og nýta skattkerfið sem stjórntæki.
Frysting skattleysismarka á sínum tíma sem gerði það að verkum að lágtekjuhópar lentu í því að greiða sömu skattprósentu og aðrir af lúsarlaunum var og er óskiljanleg aðgerð þar sem andvaraleysi verkalýðshreyfingarinnar var algert, gagnvart þvi hinu sama.
Í raun hefur þetta ekki verið leiðrétt enn þann dag í dag, eins furðulegt og það er.
Í stað þess að hið opinbera sé i sífellu að finna sértækar úrlausnir til handa hinum og þessum hópum sem dregið er fram úr patentlausnapokanum, er það mum nærtækara að þrepa skattkerfið ef launagjáin millum þjóðfélagshópa er fyrir hendi.
Jafnframt er leið skattaívilnana leið sem stjórnmálamenn hér á landi hafa hreint ekki notað eða nýtt svo nokkru nemi og í raun væri mun nærtækara að taka slíka leið sem tæki í kreppuástandi til handa hinum ýmsu atvinnugreinum. fremur en að færa fjármálafyrirtækjum frelsi til afskrifta svo og svo mikið eins og frumvarp félagsmálaráðherra virðist gera ráð fyrir.
Sveigjanlegt skattkerfi er mun ódýrari lausn til þess að færa fram réttæti um það að gjalda keisara það sem keisara er en sú leið að kerfið sjálft sé að búa til sérlausnir allra handa þar sem vinstri hendin borgar svo og svo mikið til þess að stoppa upp í þessi og hin götin, hér og þar í sífellu og hægri höndin tekur skatta af sérlausnunum, sem setur menn á sama stað.
kv.Guðrún María.
Ónýtt regluverk um fjármálaumhverfi á ábyrgð stjórnmálamanna í Evrópu allri.
Mánudagur, 2. nóvember 2009
Frelsi er ekkert frelsi, nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins fáum við notið þess.
Þegar mörk, þ.e lög og reglugerðir um fjármálaumhverfi leyfa áhættusama starfssemi með fjármuni almennings, þá hlýtur eitthvað að vera að því hinu sama regluverki, alveg sama hver bjó það til.
Stjórnmálamenn sem kjörnir eru setja lög, og ábyrgðin er þeirra varðandi ónýtt regluverk í þessu efni, regluverk sem er jafn ónýtt þótt innleitt sé hér sem EES reglugerð, sem kollegar í Evrópu hafa soðið saman.
Viðskipta og fjármálalíf í einu landi sem fæddi hlutabréfamarkað allt í einu, er loftbólupeningar urðu til í sjávarútvegi á einni nóttu, allt undir formerkjum hins mikla frelsis án marka, setti af stað ævintýralegasta nautaat sem um getur.
Og eftir sátum við Íslendingar með einokunarfyrirtæki, sem stangað höfðu undir sig allt er nöfnum tjáir að nefna í formi tveggja viðskiptablokka mestmegnis hér á landi.
Og auðvitað endaði allt ævintýrið á könnu skattgreiðenda að lokum rétt eins og ýmislegt annað gegnum tíðina.
Stjórnmálamenn á að skylda til að skoða áhrif eigin lagasetningar frá upphafi til enda á hverjum tíma, hvar í flokkum sem standa.
Ekki væri úr vegi að þeir hinir sömu myndu undirgangast próftöku í þvi efni.
kv.Guðrún Maria.