Þetta er framtíð landsins.

Við Íslendingar höfum svo margt sem gefur okkur forgjöf á þessu sviði og það sem við þurfum til viðbótar, að mínu viti, er fyrst og fremst það atriði að færa gömlu atvinnuvegina sjávarútveg og landbúnað í ákveðnum skrefum til framleiðslu vottaðra söluafurða sem aftur þýðir verðmætaaukningu sem um munar.

Því fyrr sem þau skref eru tekin, því betra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ísland verði umhverfisvottað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hvað er vottuð söluafurð? Er hún betri en aðrar? Í hvernig mat hefur hún farið? Er matið traust og öruggt, hafi það farið fram? Hefði Kínamúrinn verið byggður hefðu menn verið búnir að finna upp umhverfismatið á þeim tímum? Ertu ekki bara að bulla einhverja vitleysu Guðrún María? Eru vottaðar vörur verðmætari en aðrar vörur? Og hvernig verður þetta þegar allar vörur verða vottaðar, því mikið liggur við?

Gústaf Níelsson, 12.11.2009 kl. 00:32

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gústi.

Vottuð söluafurð er til dæmis lífrænt ræktuð landbúnaðarframleiðsla, sem undirgengist hefur ákveðna staðla sem löggilt vottunarstofa hefur gefið leyfi um, sbr lögin um lífrænan landbúnað frá 1994 að mig minnir.

Endilega kynntu þér hlutina áður en þú telur aðra bulla.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.11.2009 kl. 21:45

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þessi lífræna vottun er bara bull. Einhvers konar ofurmatseðill fyrir feita fólkið. Hungraður heimur fagnaði mest grænu byltingu Borlaugs heitins, meðan sadda fólkið bölvar matvælum nú um stundir. Þessar delluhugmyndir kveikna vegna þess að við höfum of mikið að borða á Vesturlöndum. Hugmyndin um vottuð matvæli annars staðar er bara delluhugmynd, ekki satt?

Gústaf Níelsson, 12.11.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll aftur.

Það getur vel verið að þér finnist það bull, en ég er ekki sömu skoðunar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.11.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband