Vér mótmælum ALLIR hugmyndum um afsal þjóðar yfir eigin sjálfsákvarðanarrétti.

Það er eitt að geta kosið út ónýta stjórnmálamenn í eigin landi en annað að þurfa að taka mið af ákvarðanartöku sem litið peð með örfáa fulltrúa í heilli heimsálfu samsafnsbandalags um meintan efnahag innan einnar heimsálfu.

ENN getum við kosið fólk á þing sem vill laga kerfi fiskveiðistjórnar.

ENN getum við kosið fólk á þing sem vill standa vörð um heildarhagsmuni einnar þjóðar.

ENN getum við tekið þátt í starfi við að móta ákvarðanir um eigin hag með þáttöku í stjórnmálum innan vébanda flokkakerfisins frá hægri til vinstri.

látum það tækifæri ekki renna okkur úr greipum.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ætla bara að vona að minnimáttarkendin leiði okkur ekki í ógöngur reglugerðarbandalagsins.

Víðir Benediktsson, 17.1.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband