Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Fær góð löggæsla á Suðurnesjum ekki að vera í friði fyrir miðstýringarstjórnsýslutilstandi úr dómsmálaráðuneytinu ?

Dómsmálaráðuneyti virðist mikið í mun að ýta úr embætti lögreglustjóra Suðurnesja sem þó hefur staðið sig vel í alla staði.

Hver er tilgangur þess hins arna ?

Ljóst er að reynsla við samhæfingu aðila við löggæslu sem meðal annars innifelur landamæraeftirlit er ekki einfalt verkefni og hlýtur að kalla á að reynsla manna svo lengi sem þeir hinir sömu vilja leggja slíkt af mörkum hljóti að vera notuð og nýtt.

Dómsmálaráðherra mun hljóta að gefa mun skýrari svör en sést hafa til þessa varðandi þetta atriði.

kv.gmaria.


Guðjón Arnar Kristjánsson á stuðning allra í flokknum.

Mín skoðun er sú að svo lengi sem Guðjón Arnar vill sitja sem formaður muni flokksmenn styðja hann til þess, og að lesa frétt eins og þessa sem og alls konar samsæriskenningar um eitthvað annað svo sem valdayfirtöku einhverra einhvers staðar, er eitthvað sem hentar mállfutningi annarra en flokksmanna Frjálslynda flokksins.

Það er ódýrt að hoppa í skotgrafir og týna til samsæriskenningar Margrétar Sverrisdóttur um einn mann og " hans fólk " sem upphaf og endi alls hins illa sem komið gæti fyrir Frjálslynda flokkinn, það stenst ekki.

Það er þingflokksins og flokksforystu fyrst og fremst að fást við deilur millum þingmanna um þingflokksformennsku.

Deilur um framkvæmdastjórastöðu í flokknum hafa því miður æ ofan í æ komið á daginn frá upphafi stofnunar hans og þangað skyldi margra skýringa um deilur að leita.

kv.gmaria.

 


mbl.is Illvígar deilur Frjálslyndra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt dæmið um ósamstiga ríkisstjórn landsins sem talar sitt á hvað.

Dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins viðrar hugmyndir um tengingu við evru og formaður Evrópunefndar sem er varaformaður Samfylkingar hins ríkisstjórnarflokksins kemur með fyrirfram tilreidda súpuuppskrift frá yfirkokkum i Evrópusambandsins um að slíkt sé ómögulegt.

Einu sinni enn eitt dæmið um togstreitu stjórnarflokkanna í ólíkri sýn á mál, ekkert annað því postular Esb hafa margsinnis komið hingað áður með sömu skilaboð.

kv.gmaria.


mbl.is Tvíhliða upptaka evru óraunhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisvernd á hafsbotni er jafn mikilvæg og umhverfisvernd á landi.

Það skiptir máli hvort eitt stykki fiskveiðistjórnunarkerfi stuðlar að umhverfisverndarsjónarmiðum veiða á hafi úti með tilliti þess meðal annars hve mikið magn veiðarfæra veiða með botnveiðarfærum.

Stóriðjuvæðing íslenska fiskiskipaflotans í kvótakerfinu hefur farið fram undir formerkjum hagræðingar þar sem umhverfisvænum einingum svo sem smábátaflota landsmanna hefur fækkað í sífellu.

Á sama tíma hefur ekki tekist að byggja upp fiskistofna samkvæmt Hafrannsóknarstofnun, og stórfelldur niðurskurður þorskveiðiheimilda raunin.

Sú hin sama stofnun hefur enn ekki sett fram skoðun á samsetningu fiskiskipaflotans með tilliti til þess hverning umgengni um lífríki sjávar skyldi vera, sem mér hefur oft fundist furðulegt í ljósi þess hverjar fyrstu niðurstöður úr neðansjávarmyndatökum við Suðurland á hafsvæðum þar birtu, þar sem niðurmélaðir kórallar voru sem eyðimörk á að líta.

Meðan störf við sjávarútveg á Íslandi skiptast ekki réttlátlega millum þegnanna og mönnum er meinaður aðgangur að kerfi fiskveiða sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gerði athugasemd við í sínu áliti í máli tveggja sjómanna er ekki hægt að tala um sjálfbærni fiskveiðikerfis einnar þjóðar.

Allt tal um sjálfbærni eru því öfugmælavísur.

kv.gmaria.

 


Gengur LÍÚ, gegn íslenskum sjávarútvegi ?

Viðtal í fréttum við fulltrúa Marine Stewarship Council umhverfissamtakanna Gísla Gíslason er eitthvað sem menn ættu að skoða, því ég tel að sá hinn sami hafi lög að mæla.

Afstaða Landssambands íslenskra útgerðarmanna til umhverfisvottunar á fiskafurðir frá Íslandi getur ekki byggst á séríslenskri þröngsýni gagnvart því atriði að taka ekki þátt í verkefni sem flestar þjóðir heims hafa til þessa samþykkt.

Raunin er nefnilega sú að þetta hefur með fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar að gera og það atriði hve mikið vægi botnveiðarfæra er notað og nýtt í einu fiskveiðikerfi meðal annars, sem aftur kemur að umræðu sem við Frjálslynd höfum svo mjög haldið á lofti, varðandi það atriði að veita frelsi til handa smábátaflotanum til veiða, hringinn kring um landið.

Andstaða LÍÚ, manna er því eins og ég fæ séð einungis byggð á þröngsýni sérhagsmuna umbreytingaleysis núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis sem ekki þjónar landi og þjóð eins og það er úr garði gert.

kv.gmaria.

 


Verða hinir lægst launuðu hjá hinu opinbera látnir bera þjóðarsáttarpokann ?

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort einu sinni enn komi sú pólítik upp á borðið að þeir sem hvað lægst laun taka og hafa tekið í þjónustu hins opinbera , skuli nú sem áður bera ábyrgð á því að verðbólga fari ekki úr böndunum.

Það segir sína sögu að þeir sem hafa menntað sig til starfa í opinberri þjónustu þurfi að standa í baráttu fyrir leiðréttingu launa sinna gagnvart vinnuveitandanum ríkinu en eftir eru samningar við stéttir í starfi hjá hinu opinbera sem einnig eru hlekkur í þjónustu hins opinbera, þar með talið okkur skólaliða.

Sjálf vildi ég sjá aðra tegund samninga á vinnumarkaði þar sem faglærðir og ófaglærðir sameinist undir formerkjum vinnustaðasamninga hjá hinu opinbera, með gagnkvæmri virðingu stétta í millum, sem ég tel að til lengri og skemmri tíma muni skila mun meiri tilgangi í raun.

kv.gmaria.

 


Haustið er tími pestanna.

Var eins og auli í morgun þegar ég ætlaði á fætur og rambaði aftur upp í rúm og tilkynnti mig veika.

Síðar kom það í ljós að ástæðan var hitavella, svo dagurinn fór í það að vera í rúminu.

Þetta er svo sem venjulegi tíminn þess hins arna en oft hefi ég verið svo heppinn að hafa sloppið vel frá slíku.

Finnst ég samt hafa sofið heila öld, að vera í rúminu heilan dag.

kv.gmaria.


Hverjar eru áherslur Íslands í þessum viðræðum ?

Hve mikið greiðum við Íslendingar nú í þróunarsjóði ESB , sem EFTA ríki og hve mikið fáum við til baka af þeim greiðslum ?

Ég fann ekkert nokkurs staðar um hvaða áherslur Íslendingar munu koma til með að setja fram í þessum viðræðum og afar fróðlegt væri að vita um það hvað lagt er af stað með í þessar viðræður.

kv.gmaria.


mbl.is Nýjar viðræður um framlög EFTA-ríkja í þróunarsjóði ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæriskennd afstaða ungra Sjálfstæðismanna í anda ríkisstjórnarsamstarfsins.

Þessi frétt gefur á að lita nokkuð sérkennilegt miðjumoð skoðana þess efnis að íhuga beri aðra mynt, ef ef það tryggi brautargengi fyrirtækja,....... en innganga í ESB sé ekki á dagskrá.

Einhvern tímann hafa ungir Sjálfstæðismenn verið þess betur umkomnir að móta skýra afstöðu en einmitt nú.

kv.gmaria.

 


mbl.is Íhuga beri aðra mynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Vönduð sjálfstæð ráðgjöf í efnahagsmálum " ekki til í ríkisstjórn landsins ?

Ingibjörg Sólrun Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir ríkistjórn landsins skorta vandaða sjálfstæða ráðgjöf í efnahagsmálum, og gagnrýnir það að Þjóðhagsstofnun hafi verið lögð niður.

Einu sinni enn sér Samfylkingin þörf á hnútukasti við Davíð Oddsson, að öllum líkindum vegna ummæla hans um lýðskrumara sem talað hafa gengi niður.

Þessi gagnrýni Ingibjargar nú er nokkuð hjákátleg í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur nú þegar ráðið sér sérstakan efnahagsráðgjafa Tryggva Þór Herbertsson.

Skyldi samstarfsflokkurinn vera sammála utanríkisráðherra í þessu máli ?

kv.gmaria.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband